Óvíst hvort lífsýni finnist á meintu morðvopni Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. september 2010 12:07 Óvíst er hvort lífsýni finnist á veiðihnífnum sem lögregla telur að Gunnar Rúnar Sigurþórsson hafi notað til að bana Hannesi Þór Helgasyni. Hnífurinn var sendur til Svíþjóðar í gærkvöldi. Lögreglan verst allra frétta af tegund hnífsins sem 15 ára gamlir piltar fundu við smábátahöfnina í Hafnarfirði laust fyrir helgi og afhentu lögreglunni á laugardagskvöldið. Lögreglan telur sig hafa fundið morðvopnið, en hnífurinn passar við lýsingu og hugmyndir lögreglunnar og fannst á staðnum sem Gunnar Rúnar sagðist hafa kastað honum. Fréttavefur Mbl greindi frá því að um veiðihníf væri að ræða, hefðbundinn útivistarhníf. Hnífurinn var sendur til Svíþjóðar í gærkvöldi þar sem framkvæmd verður lífsýnarannsókn og er það algjört forgangsverkefni, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar er lögreglan full meðvituð um að hnífurinn hafði legið í söltu vatni svo vikum skipti áður en hann fannst, auk þess sem ungmennin sem fundu hnífinn höfðu haft hann undir höndum í nokkra daga áður en hann var afhentur lögreglu. Björgvin Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, vill hins vegar ekki svara því hvort ungmennin hafi þrifið hnífinn eða hvort saltur sjórinn í höfninni kunni að hafa spillt sönnunargögnum. Eins og fréttastofa hefur greint frá hefur lögreglan engin haldbær sönnunargögn annað en játningu Gunnars Rúnars því ekki liggja fyrir niðurstöður úr lífsýnarannsóknum á blóði sem fannst á skóm sakborningsins. Ekki lágu fyrir neinar nýjar niðurstöður úr lífsýnarannsóknum í morgun. Gunnar Rúnar verður í skýrslutökum áfram í dag, en hann hefur setið í einangrun á Litla Hrauni. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Óvíst er hvort lífsýni finnist á veiðihnífnum sem lögregla telur að Gunnar Rúnar Sigurþórsson hafi notað til að bana Hannesi Þór Helgasyni. Hnífurinn var sendur til Svíþjóðar í gærkvöldi. Lögreglan verst allra frétta af tegund hnífsins sem 15 ára gamlir piltar fundu við smábátahöfnina í Hafnarfirði laust fyrir helgi og afhentu lögreglunni á laugardagskvöldið. Lögreglan telur sig hafa fundið morðvopnið, en hnífurinn passar við lýsingu og hugmyndir lögreglunnar og fannst á staðnum sem Gunnar Rúnar sagðist hafa kastað honum. Fréttavefur Mbl greindi frá því að um veiðihníf væri að ræða, hefðbundinn útivistarhníf. Hnífurinn var sendur til Svíþjóðar í gærkvöldi þar sem framkvæmd verður lífsýnarannsókn og er það algjört forgangsverkefni, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar er lögreglan full meðvituð um að hnífurinn hafði legið í söltu vatni svo vikum skipti áður en hann fannst, auk þess sem ungmennin sem fundu hnífinn höfðu haft hann undir höndum í nokkra daga áður en hann var afhentur lögreglu. Björgvin Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, vill hins vegar ekki svara því hvort ungmennin hafi þrifið hnífinn eða hvort saltur sjórinn í höfninni kunni að hafa spillt sönnunargögnum. Eins og fréttastofa hefur greint frá hefur lögreglan engin haldbær sönnunargögn annað en játningu Gunnars Rúnars því ekki liggja fyrir niðurstöður úr lífsýnarannsóknum á blóði sem fannst á skóm sakborningsins. Ekki lágu fyrir neinar nýjar niðurstöður úr lífsýnarannsóknum í morgun. Gunnar Rúnar verður í skýrslutökum áfram í dag, en hann hefur setið í einangrun á Litla Hrauni.
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira