Persónuleg gjaldþrot aukast verulega í Danmörku 20. apríl 2010 08:56 Veruleg aukning hefur orðið á persónulegum gjaldþrotum einstaklinga í Danmörku frá árinu 2007. Samkvæmt upplýsingum frá dómstólum landsins voru persónuleg gjaldþrot 862 talsins árið 2007. Í fyrra var þessi tala komin í 1.360.Blaðið 24timer fjallar um málið. Þar kemur fram að neytendasamtök landsins hafi brugðist við þessu með nýju tilboði um persónulega skuldaráðgjöf í borgunum Kaupmannahöfn, Óðinsvéum, Álaborg og Esbjerg. Mikil ásókn hefur verið í þessa ráðgjöf og segir stjórnandi hennar, Anette Mathiasen, að nú séu um 200 manns á biðlista.Ráðgjöfin er ókeypis en hún er einkum ætluð þeim sem standa illa félagslega. Mathiasen segir að hún geti þar að auki verið vörn gegn þunglyndi hjá þeim sem skulda mikið.„Ef maður er í vandræðum fjárhagslega er oft ekki langt í þunglyndi og skilnaði. Því er fólk yfirleitt ánægt með að fá skýra yfirsýn yfir efnahagslega stöðu sína," segir Mathiasen.Troels Holmberg hjá neytendaráði landsins (Forbrugerrådet) segir að mikil aðsókn í fyrrgreinda ráðgjöf komi sér ekki á óvart. Það séu ekki aðeins þeir sem eru illa staddir fjárhagslega sem þurfi á þessari aðstoða að halda.„Nú þarf að borga reikninginn fyrir neysluveisluna," segir Holmberg. „Það er ekki bara þeir verst settu sem hafa tekið of mikið af lánum." Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Veruleg aukning hefur orðið á persónulegum gjaldþrotum einstaklinga í Danmörku frá árinu 2007. Samkvæmt upplýsingum frá dómstólum landsins voru persónuleg gjaldþrot 862 talsins árið 2007. Í fyrra var þessi tala komin í 1.360.Blaðið 24timer fjallar um málið. Þar kemur fram að neytendasamtök landsins hafi brugðist við þessu með nýju tilboði um persónulega skuldaráðgjöf í borgunum Kaupmannahöfn, Óðinsvéum, Álaborg og Esbjerg. Mikil ásókn hefur verið í þessa ráðgjöf og segir stjórnandi hennar, Anette Mathiasen, að nú séu um 200 manns á biðlista.Ráðgjöfin er ókeypis en hún er einkum ætluð þeim sem standa illa félagslega. Mathiasen segir að hún geti þar að auki verið vörn gegn þunglyndi hjá þeim sem skulda mikið.„Ef maður er í vandræðum fjárhagslega er oft ekki langt í þunglyndi og skilnaði. Því er fólk yfirleitt ánægt með að fá skýra yfirsýn yfir efnahagslega stöðu sína," segir Mathiasen.Troels Holmberg hjá neytendaráði landsins (Forbrugerrådet) segir að mikil aðsókn í fyrrgreinda ráðgjöf komi sér ekki á óvart. Það séu ekki aðeins þeir sem eru illa staddir fjárhagslega sem þurfi á þessari aðstoða að halda.„Nú þarf að borga reikninginn fyrir neysluveisluna," segir Holmberg. „Það er ekki bara þeir verst settu sem hafa tekið of mikið af lánum."
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira