Segir lögregluna hafa vísað á Jón Stóra vegna innheimtu skuldar 20. desember 2010 20:20 „Andrukkarinn" Jón H. Hallgrímsson sagði í viðtali í Íslandi í dag í kvöld að iðnaðarmaður hefði leitað til hans vegna innheimtu á skuld eftir að hann fékk þau svör hjá lögreglunni að vangoldin laun, sem hann vildi fá greidd, yrðu ekki endurheimt nema með aðstoð manna eins og Jóns. „Iðnaðarmaður leitaði til mín, hann átti inni árslaun hjá verktaka sem var að byggja hús. Hann skipti um kennitölu og lifði svo eins og kóngur," sagði Jón, eða Jón Stóri eins og hann er oftast kallaður, í viðtali í Íslandi í dag. Jón sagði manninn hafa leitað lagalegs rétts síns vegna vangoldinna launa án árangurs. Jón segist svo hafa spurt manninn hvar hann hafi fengið númerið þegar hann hafði samband, „hann sagðist bara hafa farið niður á lögreglustöð og þeir sögðu að eina leiðin til þess að fá þessa skuld væri að tala við Jón eða vini hans," sagði Jón sem dreymir um að opna innheimtufyrirtæki með ritara einn daginn. Þá játaði Jón í viðtalinu að hann hefði innheimt fíkniefnaskuldir og til handalögmála hefði komið. „Það hefur komið fyrir að það hafi komið til handalögmáls vegna skuldar en ég stunda það ekki að beita ofbeldi við innheimtingu skulda," útskýrði Jón. Hann vildi þó ekki fara nánar út í þá sálma. Hann áréttaði að hann væri ekki handrukkari, hann væri frekar andrukkari, eins og hann orðaði það sjálfur. Aðspurður á hverju hann lifði svaraði Jón því til að hann hagnaðist helst á braski. Þannig gerði hann upp íbúð í miðbænum og seldi svo tveimur mánuðum síðar með tæplega tíu milljón króna hagnaði. Hægt er að horfa á viðtalið við þennan umdeilda mann í viðhenginu þar sem hann lýsir einnig fíkniefnaneyslu sinni. Hann var varaður við af lækni að hann ætti þrjú ár eftir ef hann hætti ekki í þeirri hörðu neyslu sem hann var í. Þá er einnig rætt við Helga Jean Claessen, sem ritaði bók um Jón. Mál Jóns stóra Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira
„Andrukkarinn" Jón H. Hallgrímsson sagði í viðtali í Íslandi í dag í kvöld að iðnaðarmaður hefði leitað til hans vegna innheimtu á skuld eftir að hann fékk þau svör hjá lögreglunni að vangoldin laun, sem hann vildi fá greidd, yrðu ekki endurheimt nema með aðstoð manna eins og Jóns. „Iðnaðarmaður leitaði til mín, hann átti inni árslaun hjá verktaka sem var að byggja hús. Hann skipti um kennitölu og lifði svo eins og kóngur," sagði Jón, eða Jón Stóri eins og hann er oftast kallaður, í viðtali í Íslandi í dag. Jón sagði manninn hafa leitað lagalegs rétts síns vegna vangoldinna launa án árangurs. Jón segist svo hafa spurt manninn hvar hann hafi fengið númerið þegar hann hafði samband, „hann sagðist bara hafa farið niður á lögreglustöð og þeir sögðu að eina leiðin til þess að fá þessa skuld væri að tala við Jón eða vini hans," sagði Jón sem dreymir um að opna innheimtufyrirtæki með ritara einn daginn. Þá játaði Jón í viðtalinu að hann hefði innheimt fíkniefnaskuldir og til handalögmála hefði komið. „Það hefur komið fyrir að það hafi komið til handalögmáls vegna skuldar en ég stunda það ekki að beita ofbeldi við innheimtingu skulda," útskýrði Jón. Hann vildi þó ekki fara nánar út í þá sálma. Hann áréttaði að hann væri ekki handrukkari, hann væri frekar andrukkari, eins og hann orðaði það sjálfur. Aðspurður á hverju hann lifði svaraði Jón því til að hann hagnaðist helst á braski. Þannig gerði hann upp íbúð í miðbænum og seldi svo tveimur mánuðum síðar með tæplega tíu milljón króna hagnaði. Hægt er að horfa á viðtalið við þennan umdeilda mann í viðhenginu þar sem hann lýsir einnig fíkniefnaneyslu sinni. Hann var varaður við af lækni að hann ætti þrjú ár eftir ef hann hætti ekki í þeirri hörðu neyslu sem hann var í. Þá er einnig rætt við Helga Jean Claessen, sem ritaði bók um Jón.
Mál Jóns stóra Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira