Alveg óvíst hver endanleg upphæð verður Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. desember 2010 19:08 „Grundvallarspurningin sem við stóðum frammi fyrir var þessi. Hvernig semur maður um greiðsluskilmála af skuld sem maður veit ekki hver er og mun ekki vita um nokkur ár?" Þetta sagði Lee Buchheit, aðalsamningamaður Íslendinga í Icesave deilunni, á blaðamannafundi sem hófst í Iðnó laust fyrir klukkan sjö í kvöld. Hann sagði að rætt hefði verið við Breta og Hollendinga út frá þeirri forsendu að ef greiðslur yrðu hærri en gert hafði verið ráð fyrir þá yrði kannski að gera ráð fyrir því að Íslendingar gætu ef til vill ekki staðið við skuldbindingarnar. Nú væri hins vegar horft á málið út frá þeim forsendum að þess er vænst að eignir gamla Landsbankans standi undir Icesave láninu. Og ef ekki öllu þá muni eignirnar að minnsta kosti standa undir mestu af skuldinni. Þetta geti hins vegar enginn vitað með vissu. Buchheit staðfesti að Íslendingar munu byrja að greiða af láninu árið 2016. Greiðslutímabilið mun miðast við það hversu mikið mun standa eftir af skuldinni á þeim tíma. Ef það verður minna en 45 milljarðar íslenskra króna mun það verða greitt mjög hratt upp, jafnvel á einu ári. Ef eftirstöðvar lánsins verða hærri mun greiðslutímabilið lengjast, allt til ársins 2045. Sá greiðslutími miðast hins vegar við verstu mögulegu niðurstöðu. Buchheit staðfesti að lánið frá Hollendingum ber 3% vexti en lánið frá Bretum ber 3,3% vexti og liggur munurinn í mismunandi fjármögnunarkostnaði ríkjanna tveggja á láninu. Icesave Tengdar fréttir Greiða Hollendingum 3% vexti Íslendingar munu greiða 3% fasta vexti af Icesave láninu til Hollendinga en 3,3% vexti af láninu til Breta, samkvæmt tilkynningu sem hollenska fjármálaráðuneytið hefur frá sér. 9. desember 2010 16:25 Sigmundur um Icesave: Spurning að gefa út spunaviðvörun „Jæja, hvaða sýningu á að setja á svið núna? Blaðamannafundur í Iðnó kl.18 til að kynna ,,niðurstöðu viðræðna" boðaður án samráðs við nokkurn úr stjórnarandstöðu,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á Facebook, en hann er staddur erlendis. 9. desember 2010 14:18 Fundum um Icesave í London er lokið Samninganefndir Íslands, Bretlands og Hollands í Icesave - málinu funduðu í Lundúnum í gær og er fundunum lokið. 9. desember 2010 08:07 Umtalsvert lægri vextir Vextirnir sem samið hefur verið um að Íslendingar greiði af Icesave láninu eru umtalsvert lægri en áður hafði verið komist að samkomulagi um. 9. desember 2010 17:45 Samninganefndin á leið heim með nýjan Icesavesamning Samninganefnd Íslands, undir forystu Lee Buchheit er á leið til landsins með nýjan Icesave samning, samkvæmt heimildum fréttastofu. 9. desember 2010 10:39 Icesave: SA hafa stutt allar tilraunir til samkomulags Samtök atvinnulífsins (SA) hafa allt frá því íslenska bankakerfið hrundi haustið 2008 hvatt til þess að reynt yrði sem fyrst að koma viðskiptum Íslands við aðrar þjóðir í eðlilegt horf. Í ljósi þess hafa samtökin stutt allar tilraunir starfandi ríkisstjórna til að ná samkomulagi við Breta og Hollendinga til að ná samkomulagi í Icesavedeilunni. 9. desember 2010 11:17 Icesave-samninganefndin komin til landsins Formaður Icesave-samninganefndarinnar, Lee Buchheit og Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður, sem á sæti í nefndinni, lentu á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan tvö í dag. 9. desember 2010 15:00 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Sjá meira
„Grundvallarspurningin sem við stóðum frammi fyrir var þessi. Hvernig semur maður um greiðsluskilmála af skuld sem maður veit ekki hver er og mun ekki vita um nokkur ár?" Þetta sagði Lee Buchheit, aðalsamningamaður Íslendinga í Icesave deilunni, á blaðamannafundi sem hófst í Iðnó laust fyrir klukkan sjö í kvöld. Hann sagði að rætt hefði verið við Breta og Hollendinga út frá þeirri forsendu að ef greiðslur yrðu hærri en gert hafði verið ráð fyrir þá yrði kannski að gera ráð fyrir því að Íslendingar gætu ef til vill ekki staðið við skuldbindingarnar. Nú væri hins vegar horft á málið út frá þeim forsendum að þess er vænst að eignir gamla Landsbankans standi undir Icesave láninu. Og ef ekki öllu þá muni eignirnar að minnsta kosti standa undir mestu af skuldinni. Þetta geti hins vegar enginn vitað með vissu. Buchheit staðfesti að Íslendingar munu byrja að greiða af láninu árið 2016. Greiðslutímabilið mun miðast við það hversu mikið mun standa eftir af skuldinni á þeim tíma. Ef það verður minna en 45 milljarðar íslenskra króna mun það verða greitt mjög hratt upp, jafnvel á einu ári. Ef eftirstöðvar lánsins verða hærri mun greiðslutímabilið lengjast, allt til ársins 2045. Sá greiðslutími miðast hins vegar við verstu mögulegu niðurstöðu. Buchheit staðfesti að lánið frá Hollendingum ber 3% vexti en lánið frá Bretum ber 3,3% vexti og liggur munurinn í mismunandi fjármögnunarkostnaði ríkjanna tveggja á láninu.
Icesave Tengdar fréttir Greiða Hollendingum 3% vexti Íslendingar munu greiða 3% fasta vexti af Icesave láninu til Hollendinga en 3,3% vexti af láninu til Breta, samkvæmt tilkynningu sem hollenska fjármálaráðuneytið hefur frá sér. 9. desember 2010 16:25 Sigmundur um Icesave: Spurning að gefa út spunaviðvörun „Jæja, hvaða sýningu á að setja á svið núna? Blaðamannafundur í Iðnó kl.18 til að kynna ,,niðurstöðu viðræðna" boðaður án samráðs við nokkurn úr stjórnarandstöðu,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á Facebook, en hann er staddur erlendis. 9. desember 2010 14:18 Fundum um Icesave í London er lokið Samninganefndir Íslands, Bretlands og Hollands í Icesave - málinu funduðu í Lundúnum í gær og er fundunum lokið. 9. desember 2010 08:07 Umtalsvert lægri vextir Vextirnir sem samið hefur verið um að Íslendingar greiði af Icesave láninu eru umtalsvert lægri en áður hafði verið komist að samkomulagi um. 9. desember 2010 17:45 Samninganefndin á leið heim með nýjan Icesavesamning Samninganefnd Íslands, undir forystu Lee Buchheit er á leið til landsins með nýjan Icesave samning, samkvæmt heimildum fréttastofu. 9. desember 2010 10:39 Icesave: SA hafa stutt allar tilraunir til samkomulags Samtök atvinnulífsins (SA) hafa allt frá því íslenska bankakerfið hrundi haustið 2008 hvatt til þess að reynt yrði sem fyrst að koma viðskiptum Íslands við aðrar þjóðir í eðlilegt horf. Í ljósi þess hafa samtökin stutt allar tilraunir starfandi ríkisstjórna til að ná samkomulagi við Breta og Hollendinga til að ná samkomulagi í Icesavedeilunni. 9. desember 2010 11:17 Icesave-samninganefndin komin til landsins Formaður Icesave-samninganefndarinnar, Lee Buchheit og Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður, sem á sæti í nefndinni, lentu á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan tvö í dag. 9. desember 2010 15:00 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Sjá meira
Greiða Hollendingum 3% vexti Íslendingar munu greiða 3% fasta vexti af Icesave láninu til Hollendinga en 3,3% vexti af láninu til Breta, samkvæmt tilkynningu sem hollenska fjármálaráðuneytið hefur frá sér. 9. desember 2010 16:25
Sigmundur um Icesave: Spurning að gefa út spunaviðvörun „Jæja, hvaða sýningu á að setja á svið núna? Blaðamannafundur í Iðnó kl.18 til að kynna ,,niðurstöðu viðræðna" boðaður án samráðs við nokkurn úr stjórnarandstöðu,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á Facebook, en hann er staddur erlendis. 9. desember 2010 14:18
Fundum um Icesave í London er lokið Samninganefndir Íslands, Bretlands og Hollands í Icesave - málinu funduðu í Lundúnum í gær og er fundunum lokið. 9. desember 2010 08:07
Umtalsvert lægri vextir Vextirnir sem samið hefur verið um að Íslendingar greiði af Icesave láninu eru umtalsvert lægri en áður hafði verið komist að samkomulagi um. 9. desember 2010 17:45
Samninganefndin á leið heim með nýjan Icesavesamning Samninganefnd Íslands, undir forystu Lee Buchheit er á leið til landsins með nýjan Icesave samning, samkvæmt heimildum fréttastofu. 9. desember 2010 10:39
Icesave: SA hafa stutt allar tilraunir til samkomulags Samtök atvinnulífsins (SA) hafa allt frá því íslenska bankakerfið hrundi haustið 2008 hvatt til þess að reynt yrði sem fyrst að koma viðskiptum Íslands við aðrar þjóðir í eðlilegt horf. Í ljósi þess hafa samtökin stutt allar tilraunir starfandi ríkisstjórna til að ná samkomulagi við Breta og Hollendinga til að ná samkomulagi í Icesavedeilunni. 9. desember 2010 11:17
Icesave-samninganefndin komin til landsins Formaður Icesave-samninganefndarinnar, Lee Buchheit og Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður, sem á sæti í nefndinni, lentu á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan tvö í dag. 9. desember 2010 15:00