Ráðuneytið vissi af skorti á markaðnum 2. desember 2010 04:45 jón bjarnason Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara ehf., hafði samband við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið í sumar sökum fyrirsjáanlegs skorts á kjúklingi á markaðnum vegna salmonellusýkingar hjá framleiðendum. Leifur fer fram á það í bréfi sínu, dagsettu 30. júlí síðastliðinn, fyrir hönd Aðfanga og verslana Haga, sem eru eigendur Ferskra kjötvara, að leyfi fyrir auknum innflutningi á kjúklingi verði skoðað innan ráðuneytisins. Leifur ítrekaði beiðni sína 5. ágúst. Að sögn Leifs hafði Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri framleiðslu- og markaðsskrifstofu ráðuneytisins, samband við hann símleiðis í kjölfarið og sagðist hafa athugað stöðuna meðal framleiðenda. Ekki væri að sjá að von væri á skorti á vörunum og því ekki ástæða til að endurskoða innflutningskvóta á erlendum kjúklingi. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði í samtali við Fréttablaðið í fyrradag að ráðuneytinu hefðu aldrei borist formlegar fyrirspurnir um rýmkun á kvóta né heldur athugasemdir varðandi skort á kjúklingi á markaðnum. Í blaði gærdagsins sagði Jón Bjarnason að innfluttum kjúklingi fylgdi ekki vottorð um að hann væri salmonellufrír. Í reglugerð landbúnaðarráðuneytisins nr. 509/2004 segir hins vegar að allt hrátt innflutt kjöt skuli geyma í frysti í mánuð og því skuli fylgja „opinbert vottorð sem staðfestir að afurðirnar séu lausar við salmonellusýkla.“ „Það er ekki hægt að horfast í augu við þessa vitleysu, hvað sem ráðherra segir,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. „Öllu innfluttu kjöti fylgir heilbrigðisvottorð og ekkert kemur inn í landið án þess að hafa verið fryst í 30 daga.“ Andrés segir ráðherra vera grímulaust að ganga á hagsmuni neytenda og hann sinni engu um þeirra þarfir. „Það eina sem honum gengur til er að vernda hagsmuni innlendra framleiðenda. Þeir hafa hvað eftir annað átt við salmonellusýkingar, sem leiða svo til þess að framleiðendur geta ekki sinnt þörfinni á markaðnum,“ segir hann. Hvorki náðist í Jón Bjarnason né Ólaf Friðriksson við vinnslu fréttarinnar. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Sjá meira
Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara ehf., hafði samband við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið í sumar sökum fyrirsjáanlegs skorts á kjúklingi á markaðnum vegna salmonellusýkingar hjá framleiðendum. Leifur fer fram á það í bréfi sínu, dagsettu 30. júlí síðastliðinn, fyrir hönd Aðfanga og verslana Haga, sem eru eigendur Ferskra kjötvara, að leyfi fyrir auknum innflutningi á kjúklingi verði skoðað innan ráðuneytisins. Leifur ítrekaði beiðni sína 5. ágúst. Að sögn Leifs hafði Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri framleiðslu- og markaðsskrifstofu ráðuneytisins, samband við hann símleiðis í kjölfarið og sagðist hafa athugað stöðuna meðal framleiðenda. Ekki væri að sjá að von væri á skorti á vörunum og því ekki ástæða til að endurskoða innflutningskvóta á erlendum kjúklingi. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði í samtali við Fréttablaðið í fyrradag að ráðuneytinu hefðu aldrei borist formlegar fyrirspurnir um rýmkun á kvóta né heldur athugasemdir varðandi skort á kjúklingi á markaðnum. Í blaði gærdagsins sagði Jón Bjarnason að innfluttum kjúklingi fylgdi ekki vottorð um að hann væri salmonellufrír. Í reglugerð landbúnaðarráðuneytisins nr. 509/2004 segir hins vegar að allt hrátt innflutt kjöt skuli geyma í frysti í mánuð og því skuli fylgja „opinbert vottorð sem staðfestir að afurðirnar séu lausar við salmonellusýkla.“ „Það er ekki hægt að horfast í augu við þessa vitleysu, hvað sem ráðherra segir,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. „Öllu innfluttu kjöti fylgir heilbrigðisvottorð og ekkert kemur inn í landið án þess að hafa verið fryst í 30 daga.“ Andrés segir ráðherra vera grímulaust að ganga á hagsmuni neytenda og hann sinni engu um þeirra þarfir. „Það eina sem honum gengur til er að vernda hagsmuni innlendra framleiðenda. Þeir hafa hvað eftir annað átt við salmonellusýkingar, sem leiða svo til þess að framleiðendur geta ekki sinnt þörfinni á markaðnum,“ segir hann. Hvorki náðist í Jón Bjarnason né Ólaf Friðriksson við vinnslu fréttarinnar. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Sjá meira