Óttast flótta lækna til einkasjúkrahúss 21. október 2010 06:00 heilbrigðismál Geir Gunnlaugsson landlæknir telur fyrirhugað einkasjúkrahús á Ásbrú ógn við heilbrigðiskerfið. Hann segir starfsemina geta smám saman grafið undan ákveðinni þjónustu sem til dæmis Landspítalinn veitir. „Það flæðir undan sérfræðiþekkingu á Landspítalanum sem fer yfir í einkarekin sjúkrahús," segir hann. Tilteknar stéttir verði eftirsóttar, til dæmis skurðlæknar, svæfingalæknar og vel menntaðir hjúkrunarfræðingar. Heilbrigðiskerfið þurfi að vera undir slíkt búið. Hvað sem þessum áhyggjum líður telur Geir allar líkur á að einkasjúkrahúsið, sem hyggst bjóða upp á sérhæfðar meðferðir fyrir útlendinga, uppfylli skilyrði laga til starfsemi og fái því tilskilin leyfi. Forsvarsmenn þess hafa kynnt Geir áform sín og segir hann þá fullyrða að byggt verði á fullkomnustu gæðastöðlum og unnið í samstarfi við alþjóðlegt vottunarfyrirtæki. Leyfi verði hins vegar ekki veitt fyrr en allt er orðið klárt en það sé hvorki á hans færi né ráðherra að stoppa ferlið. Geir segir verkefnið vera viðskiptahugmynd einkaaðila sem reiknað hafi út að hugmyndin geti gefið ágóða. Bankar og aðrir verði að taka ákvarðanir á þeim grundvelli en ekki á grunni þess að landlæknir hafi veitt leyfi. Róbert Wessman, fyrrverandi forstjóri Actavis, stendur ásamt fleirum að sjúkrahúsinu á Ásbrú. Verður það til húsa þar sem sjúkrahús Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli var. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar sem á húsakostinn tekur þátt í verkefninu. Auglýsti það á dögunum eftir verktökum til að innrétta húsið upp á nýtt. Á verkinu að vera lokið eigi síðar en í marslok á næsta ári. Samkvæmt áformum munu 200 til 300 ný störf skapast í tengslum við sjúkrahúsið og árlegar tekjur geta numið allt að 3,5 milljörðum króna. - bþs Fréttir Innlent Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
heilbrigðismál Geir Gunnlaugsson landlæknir telur fyrirhugað einkasjúkrahús á Ásbrú ógn við heilbrigðiskerfið. Hann segir starfsemina geta smám saman grafið undan ákveðinni þjónustu sem til dæmis Landspítalinn veitir. „Það flæðir undan sérfræðiþekkingu á Landspítalanum sem fer yfir í einkarekin sjúkrahús," segir hann. Tilteknar stéttir verði eftirsóttar, til dæmis skurðlæknar, svæfingalæknar og vel menntaðir hjúkrunarfræðingar. Heilbrigðiskerfið þurfi að vera undir slíkt búið. Hvað sem þessum áhyggjum líður telur Geir allar líkur á að einkasjúkrahúsið, sem hyggst bjóða upp á sérhæfðar meðferðir fyrir útlendinga, uppfylli skilyrði laga til starfsemi og fái því tilskilin leyfi. Forsvarsmenn þess hafa kynnt Geir áform sín og segir hann þá fullyrða að byggt verði á fullkomnustu gæðastöðlum og unnið í samstarfi við alþjóðlegt vottunarfyrirtæki. Leyfi verði hins vegar ekki veitt fyrr en allt er orðið klárt en það sé hvorki á hans færi né ráðherra að stoppa ferlið. Geir segir verkefnið vera viðskiptahugmynd einkaaðila sem reiknað hafi út að hugmyndin geti gefið ágóða. Bankar og aðrir verði að taka ákvarðanir á þeim grundvelli en ekki á grunni þess að landlæknir hafi veitt leyfi. Róbert Wessman, fyrrverandi forstjóri Actavis, stendur ásamt fleirum að sjúkrahúsinu á Ásbrú. Verður það til húsa þar sem sjúkrahús Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli var. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar sem á húsakostinn tekur þátt í verkefninu. Auglýsti það á dögunum eftir verktökum til að innrétta húsið upp á nýtt. Á verkinu að vera lokið eigi síðar en í marslok á næsta ári. Samkvæmt áformum munu 200 til 300 ný störf skapast í tengslum við sjúkrahúsið og árlegar tekjur geta numið allt að 3,5 milljörðum króna. - bþs
Fréttir Innlent Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira