Íslenska 21 árs landsliðið tapaði í Tékklandi en komst í umspilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2010 16:54 Úr leik íslenska 21 árs liðsins á móti Þýskalandi á dögunum. Mynd/Anton Íslenska 21 árs landsliðið komst inn í umspilið um sæti í úrslitakeppni Evrópukepppninnar þrátt fyrir 3-1 tap í Tékklandi í dag. Ísland var síðasta liðið sem komst inn af þeim sem enduðu í 2. sæti sinna riðla. Fjórtán lið, tíu sigurvegarar riðlanna og fjögur lið sem enduðu með bestan árangur í 2. sæti komust í umspilið en síðasta umferð riðlakeppninnar fór fram á sama tíma í dag. Samkvæmt útreikingum Vísis þá er íslenska liðið inni þar sem aðeins Spánn, England og Hvíta-Rússland voru með betri árangur af þeim liðum sem enduðu í 2. sæti. Þetta er samt birt með fyrirvara um að hér sé um réttan útreikning að ræða. Tékkar voru sterkari frá byrjun í leiknum í dag og íslenka liðið var í vandræðum stóran hluta leiksins. Tékkar sýndu og sönnuðu að þeir eru með besta liðið í riðlinum. Lukas Vacha kom Tékkum í 1-0 á 20. mínútu eftir að fengið nægan tíma til að athafna sig í teignum eftir fyrirgjöf Jan Kovaaik frá vinstri. Tomas Pekhart kom Tékkum í 2-0 á 65. mínútu þegar hann skoraði af stuttu færi en hann var þó augljóslega rangstæður þegar hann fékk boltann frá félaga sínum Jan Vosahlik. Aðeins þremur mínútum síðar kom Jan Kovaaik Tékkum í 3-0 með stórglæsilegu skoti fyrir utan teig sem fór í slánna og inn. Íslenska liðið fór í gang eftir að það lenti 3-0 undir og Alfreð Finnbogason náði að minnka muninn með laglegu marki á 80. mínútu. Almarr Ormarsson átti flottan innkomu í íslenska liðið en liðið náði ekki að skora fleiri mörk þrátt fyrir nokkrar góðar sóknir. Það verður dregið í umspilið á föstudaginn kemur en átta þjóðir taka þátt í úrslitakeppninni sem fram fer í Danmörku. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Íslenska 21 árs landsliðið komst inn í umspilið um sæti í úrslitakeppni Evrópukepppninnar þrátt fyrir 3-1 tap í Tékklandi í dag. Ísland var síðasta liðið sem komst inn af þeim sem enduðu í 2. sæti sinna riðla. Fjórtán lið, tíu sigurvegarar riðlanna og fjögur lið sem enduðu með bestan árangur í 2. sæti komust í umspilið en síðasta umferð riðlakeppninnar fór fram á sama tíma í dag. Samkvæmt útreikingum Vísis þá er íslenska liðið inni þar sem aðeins Spánn, England og Hvíta-Rússland voru með betri árangur af þeim liðum sem enduðu í 2. sæti. Þetta er samt birt með fyrirvara um að hér sé um réttan útreikning að ræða. Tékkar voru sterkari frá byrjun í leiknum í dag og íslenka liðið var í vandræðum stóran hluta leiksins. Tékkar sýndu og sönnuðu að þeir eru með besta liðið í riðlinum. Lukas Vacha kom Tékkum í 1-0 á 20. mínútu eftir að fengið nægan tíma til að athafna sig í teignum eftir fyrirgjöf Jan Kovaaik frá vinstri. Tomas Pekhart kom Tékkum í 2-0 á 65. mínútu þegar hann skoraði af stuttu færi en hann var þó augljóslega rangstæður þegar hann fékk boltann frá félaga sínum Jan Vosahlik. Aðeins þremur mínútum síðar kom Jan Kovaaik Tékkum í 3-0 með stórglæsilegu skoti fyrir utan teig sem fór í slánna og inn. Íslenska liðið fór í gang eftir að það lenti 3-0 undir og Alfreð Finnbogason náði að minnka muninn með laglegu marki á 80. mínútu. Almarr Ormarsson átti flottan innkomu í íslenska liðið en liðið náði ekki að skora fleiri mörk þrátt fyrir nokkrar góðar sóknir. Það verður dregið í umspilið á föstudaginn kemur en átta þjóðir taka þátt í úrslitakeppninni sem fram fer í Danmörku.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira