Argentína vill komast út úr íslensku gildrunni 11. janúar 2010 08:44 „Fyrir átta árum hlaut Argentína sömu örlög og Ísland. Landið gat ekki staðið við skuldbindingar sínar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) og aðrar alþjóðlegar lánastofnanir neituðu landinu um ný lán þar til hin gömlu höfðu verið gerð upp."Þannig hefst frétt á vefsíðunni e24.no undir fyrirsögninni „Argentína vill komast út úr íslensku gildrunni". Argentína er í sárri þörf fyrir fjármagn og hefur m.a. selt ríkisbréf til „góðra granna" á spottprís til að fjármagna vinsæl verkefni innanlands. Þar að auki hafa lífeyrissjóðir verið þjóðnýttir. Fréttin byggir á umfjöllun Financial Times um málið.Nú setur landið traust sitt á Bandaríkin til að ná samningum við kröfuhafana. Efnahagsmálaráðherra Argentínu, Amado Boudou, fer til Washington á miðvikudag til samningaviðræðna við bandarísk stjórnvöld og hinna stærri lánveitendur. Málið er að ná endanlegu samkomulagi um endurgreiðslur á hluta af ríkisskuldunum.Efnahagur Argentínu hrundi fyrir átta árum siðan og námu skuldir landsins þá um 100 milljörðum dollara sem landið gat alls ekki borgað. Reynt var að ná samkomulagi sem fólst í að kröfuhafar fengju tæplega þriðjung af skuldum sínum endurborgaðar. Það samkomulag var fellt og leiddi það til þess að Argentína var útilokað frá alþjóðlegum fjármálamörkuðum árið 2005.Stjórnvöld hafa lagt fram tillögu um að gjaldeyrisvarasjóður landsins verði m.a. notaður til að greiða upp skuldirnar en það hefur valdið miklum deilum innanlands. Seðlabankastjóri landsins hefur enn ekki veuitt heimild til slíks.Amado Boudou vonast til þess að komandi samningar myni ryðja úr veg þeim hindrunum sem voru á að semja árið 2005. Aðstæður séu aðrar núna og hægt að gefa kröfuhöfunum betri kjör á endurgreiðslum til þeirra. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
„Fyrir átta árum hlaut Argentína sömu örlög og Ísland. Landið gat ekki staðið við skuldbindingar sínar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) og aðrar alþjóðlegar lánastofnanir neituðu landinu um ný lán þar til hin gömlu höfðu verið gerð upp."Þannig hefst frétt á vefsíðunni e24.no undir fyrirsögninni „Argentína vill komast út úr íslensku gildrunni". Argentína er í sárri þörf fyrir fjármagn og hefur m.a. selt ríkisbréf til „góðra granna" á spottprís til að fjármagna vinsæl verkefni innanlands. Þar að auki hafa lífeyrissjóðir verið þjóðnýttir. Fréttin byggir á umfjöllun Financial Times um málið.Nú setur landið traust sitt á Bandaríkin til að ná samningum við kröfuhafana. Efnahagsmálaráðherra Argentínu, Amado Boudou, fer til Washington á miðvikudag til samningaviðræðna við bandarísk stjórnvöld og hinna stærri lánveitendur. Málið er að ná endanlegu samkomulagi um endurgreiðslur á hluta af ríkisskuldunum.Efnahagur Argentínu hrundi fyrir átta árum siðan og námu skuldir landsins þá um 100 milljörðum dollara sem landið gat alls ekki borgað. Reynt var að ná samkomulagi sem fólst í að kröfuhafar fengju tæplega þriðjung af skuldum sínum endurborgaðar. Það samkomulag var fellt og leiddi það til þess að Argentína var útilokað frá alþjóðlegum fjármálamörkuðum árið 2005.Stjórnvöld hafa lagt fram tillögu um að gjaldeyrisvarasjóður landsins verði m.a. notaður til að greiða upp skuldirnar en það hefur valdið miklum deilum innanlands. Seðlabankastjóri landsins hefur enn ekki veuitt heimild til slíks.Amado Boudou vonast til þess að komandi samningar myni ryðja úr veg þeim hindrunum sem voru á að semja árið 2005. Aðstæður séu aðrar núna og hægt að gefa kröfuhöfunum betri kjör á endurgreiðslum til þeirra.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira