Meintir fjársvikarar þóttust starfa í byggingariðnaði Sigríður Mogensen skrifar 16. september 2010 18:40 Einn sexmenninnganna sem grunaðir eru um að svíkja 270 milljónir króna úr úr virðisaukaskattskerfinu er starfsmaður Ríkisskattstjóra. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær. Grunur leikur á að sexmenningarnir hafi stofnað fyrirtæki í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr skattkerfinu. Fyrirtækið átti að líta út fyrir að starfa í byggingariðnaði. Reksturinn hafi hins vegar verið tilbúningur einn og gögn og pappírar sem tengdust fyrirtækinu fölsuð. Rannsókn lögreglu er viðamikil og var ráðist í fjölmargar húsleitir í þessari viku í tengslum við málið. Alls voru níu manns handteknir vegna rannsóknar málsins. Þremur var sleppt að loknum yfirheyrslum en lögreglan fór fram á gæsluvarðhald yfir hinum sex. Héraðsdómur varð við þeirri kröfu í gær. Meðal hinna grunuðu er starfsmaður hjá Ríkisskattstjóra, sem sá um virðisaukaskattskil í starfi sínu. Hann er talinn hafa aðstoðað hina fimm með því að koma gögnum í gegnum skattkerfið. Jón H. B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að málið hafi komið upp í tilefni af ábendingu frá fjármálastofnunum um ætlað peningaþvætti. Rannsóknin hafi síðan leitt í þessa átt í lok síðustu viku. Lögreglan hefur notið aðstoðar frá embætti skattrannsóknarstjóra við rannsóknina. Sexmenningunum tókst að svíkja út 270 milljónir króna. "Grunsemdir eru um að þessar greiðslur hafi farið fram með röngum, tilefnislausum og jafnvel fölsuðum gögnum," segir Jón. Heimildir fréttastofu herma að mikið magn fíkniefna hafi fundist við húsleit í tengslum við rannsókn málsins. Jón vill ekki tjá sig um það. Hann útilokar ekki að fleiri verði handteknir vegna málsins, óljóst sé um næstu skref en rannsókn málsins þróist hratt. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Einn sexmenninnganna sem grunaðir eru um að svíkja 270 milljónir króna úr úr virðisaukaskattskerfinu er starfsmaður Ríkisskattstjóra. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær. Grunur leikur á að sexmenningarnir hafi stofnað fyrirtæki í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr skattkerfinu. Fyrirtækið átti að líta út fyrir að starfa í byggingariðnaði. Reksturinn hafi hins vegar verið tilbúningur einn og gögn og pappírar sem tengdust fyrirtækinu fölsuð. Rannsókn lögreglu er viðamikil og var ráðist í fjölmargar húsleitir í þessari viku í tengslum við málið. Alls voru níu manns handteknir vegna rannsóknar málsins. Þremur var sleppt að loknum yfirheyrslum en lögreglan fór fram á gæsluvarðhald yfir hinum sex. Héraðsdómur varð við þeirri kröfu í gær. Meðal hinna grunuðu er starfsmaður hjá Ríkisskattstjóra, sem sá um virðisaukaskattskil í starfi sínu. Hann er talinn hafa aðstoðað hina fimm með því að koma gögnum í gegnum skattkerfið. Jón H. B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að málið hafi komið upp í tilefni af ábendingu frá fjármálastofnunum um ætlað peningaþvætti. Rannsóknin hafi síðan leitt í þessa átt í lok síðustu viku. Lögreglan hefur notið aðstoðar frá embætti skattrannsóknarstjóra við rannsóknina. Sexmenningunum tókst að svíkja út 270 milljónir króna. "Grunsemdir eru um að þessar greiðslur hafi farið fram með röngum, tilefnislausum og jafnvel fölsuðum gögnum," segir Jón. Heimildir fréttastofu herma að mikið magn fíkniefna hafi fundist við húsleit í tengslum við rannsókn málsins. Jón vill ekki tjá sig um það. Hann útilokar ekki að fleiri verði handteknir vegna málsins, óljóst sé um næstu skref en rannsókn málsins þróist hratt.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira