Glitnir horfði fram hjá feðgatengslum 17. apríl 2010 03:30 Karl Wernersson Stjórnarformaður Milestone var umsvifamikill í íslensku efnahagslífi fram að hruni. Tryggingafélagið Sjóvá var í fjárhagslegri rúst eftir aðkomu Karls og tengdra aðila að því. Fréttablaðið/GVA Þrátt fyrir skyldleika Werners Rasmussonar við Karl og Steingrím Wernerssyni skilgreindi lánanefnd Glitnis þá ekki sem slíka. Þegar félag bræðranna rauf skilmála við erlenda kröfuhafa veitti Glitnir tuttugu milljarða fyrirgreiðslu. Starfsmenn Glitnis virðast hafa hagað lánveitingum til Milestone og félaga tengdum bræðrunum Steingrími og Karli Wernerssona með það fyrir augum að hylja háa skuldastöðu félaganna við bankann. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Nefndin tekur það fram, að félag þeirra bræðra hafi verið í sífelldri fjárþörf á árabilinu 2007 til 2008 og hafi þeir sífellt leitað til Glitnis um fjárhagslega fyrirgreiðslu. Bræðurnir áttu 95 prósenta hlut í Milestone, sem var umsvifamikið í tryggingum, fjármálum, lyfjaframleiðslu og fasteignarekstri. Milestone átti fimmtungshlut í Glitni en seldi í kringum tvo þriðju hluta hans í mars 2007. Söluandvirðið nam á milli fimmtíu til sextíu milljörðum króna. Milestone átti sömuleiðis 5,9 prósenta hlut í lyfjafyrirtækinu Actavis, sem það seldi um svipað leyti og fékk fyrir hann um fimmtán milljarða króna. Fyrir féð keypti Milestone sænska bankann Invik & Co fyrir rúmar átta hundruð milljónir evra, jafnvirði sjötíu milljarða króna. Bandaríski fjárfestingarbankinn Morgan Stanley veitti lán til kaupa á þriðjungi bankans. Nokkrar tilfærslur urðu á félögum tengdum þeim Wernersbræðrum í tengslum við kaupin, svo sem í gegnum tryggingafélagið Sjóvá, sem heyrði undir Milestone-samstæðuna. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur fram, að í stað þess að lána Milestone-samstæðunni beint til reksturs og annarra hluta hafi lánanefnd Glitnis veitt þau til nýstofnaðra einkahlutafélaga í eigu aðila sem tengdust þeim bræðrum með óbeinum hætti. Eitt þeirra var einkahlutafélagið Svartháfur, sem var í eigu föður þeirra, Werners Rasmussonar. Svartháfur var einn af stærstu lántakendum Glitnis en ekki skilgreindur sem aðili tengdur Milestone-samstæðunni þrátt fyrir augljósan skyldleika. Einkahlutafélögin voru jafnframt notuð til að greiða upp skuldir Milestone erlendis. Í rannsóknarskýrslunni er skýrt tekið fram að þessi háttur hafi verið viðhafður til að halda lánveitingum utan samstæðu Milestone og lánanefnd Glitnis vitað af tengslunum. Lánveitingar til Milestone og tengdra aðila jukust verulega þegar harðna fór í ári á alþjóðlegum fjármálamörkuðum árið 2008. Strax í febrúar 2008 sagði Morgan Stanley upp lánasamningi við félagið og komst reksturinn því í uppnám. Lánanefnd Glitnis ákvað því að auka lánveitingar verulega til félagsins. Í upphafi mánaðarins runnu 102 milljónir evra til félagsins en 180 í enda hans. Þetta jafngildir því að 282 milljónir evra, jafnvirði 21,6 milljarða króna á þávirði, hafi runnið úr sjóðum bankans til félaga þeirra Werners-bræðra á einum mánuði. jonab@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Þrátt fyrir skyldleika Werners Rasmussonar við Karl og Steingrím Wernerssyni skilgreindi lánanefnd Glitnis þá ekki sem slíka. Þegar félag bræðranna rauf skilmála við erlenda kröfuhafa veitti Glitnir tuttugu milljarða fyrirgreiðslu. Starfsmenn Glitnis virðast hafa hagað lánveitingum til Milestone og félaga tengdum bræðrunum Steingrími og Karli Wernerssona með það fyrir augum að hylja háa skuldastöðu félaganna við bankann. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Nefndin tekur það fram, að félag þeirra bræðra hafi verið í sífelldri fjárþörf á árabilinu 2007 til 2008 og hafi þeir sífellt leitað til Glitnis um fjárhagslega fyrirgreiðslu. Bræðurnir áttu 95 prósenta hlut í Milestone, sem var umsvifamikið í tryggingum, fjármálum, lyfjaframleiðslu og fasteignarekstri. Milestone átti fimmtungshlut í Glitni en seldi í kringum tvo þriðju hluta hans í mars 2007. Söluandvirðið nam á milli fimmtíu til sextíu milljörðum króna. Milestone átti sömuleiðis 5,9 prósenta hlut í lyfjafyrirtækinu Actavis, sem það seldi um svipað leyti og fékk fyrir hann um fimmtán milljarða króna. Fyrir féð keypti Milestone sænska bankann Invik & Co fyrir rúmar átta hundruð milljónir evra, jafnvirði sjötíu milljarða króna. Bandaríski fjárfestingarbankinn Morgan Stanley veitti lán til kaupa á þriðjungi bankans. Nokkrar tilfærslur urðu á félögum tengdum þeim Wernersbræðrum í tengslum við kaupin, svo sem í gegnum tryggingafélagið Sjóvá, sem heyrði undir Milestone-samstæðuna. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur fram, að í stað þess að lána Milestone-samstæðunni beint til reksturs og annarra hluta hafi lánanefnd Glitnis veitt þau til nýstofnaðra einkahlutafélaga í eigu aðila sem tengdust þeim bræðrum með óbeinum hætti. Eitt þeirra var einkahlutafélagið Svartháfur, sem var í eigu föður þeirra, Werners Rasmussonar. Svartháfur var einn af stærstu lántakendum Glitnis en ekki skilgreindur sem aðili tengdur Milestone-samstæðunni þrátt fyrir augljósan skyldleika. Einkahlutafélögin voru jafnframt notuð til að greiða upp skuldir Milestone erlendis. Í rannsóknarskýrslunni er skýrt tekið fram að þessi háttur hafi verið viðhafður til að halda lánveitingum utan samstæðu Milestone og lánanefnd Glitnis vitað af tengslunum. Lánveitingar til Milestone og tengdra aðila jukust verulega þegar harðna fór í ári á alþjóðlegum fjármálamörkuðum árið 2008. Strax í febrúar 2008 sagði Morgan Stanley upp lánasamningi við félagið og komst reksturinn því í uppnám. Lánanefnd Glitnis ákvað því að auka lánveitingar verulega til félagsins. Í upphafi mánaðarins runnu 102 milljónir evra til félagsins en 180 í enda hans. Þetta jafngildir því að 282 milljónir evra, jafnvirði 21,6 milljarða króna á þávirði, hafi runnið úr sjóðum bankans til félaga þeirra Werners-bræðra á einum mánuði. jonab@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira