Klíkusamfélagið - Flokksræðið gegn fólkinu - Vilmundur Gylfason – Úrbætur Eyjólfur Ármannsson skrifar 29. nóvember 2010 09:08 Ef spurt er, hver ber ábyrgð á gangi mála í þingræðisríki? Hver ber ábyrgð á stjórnkerfi ríkisins? Hver á að gæta hagsmuna almennings og tryggja að ríkisvaldið sé ekki notað til að skerða eigur almennings? Sleppa má að svara þessum spurningum. Fyrir Jón og Gunnu sem mæta á fjögurra ára fresti til að velja þá sem bera eiga ábyrgð á stjórn landsins er þetta ekki flókið. Í þingræðisríki liggja völdin hjá þinginu. Til stjórnlagaþings er stofnað vegna nauðsynjar á endurskoðun á grundvelli íslenska stjórnkerfisins í kjölfar efnahagshrunsins í október 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir (s.46) að Alþingi og ríkisstjórn hafi skort burði og þor til að setja fjármálakerfinu skynsamleg mörk. Stjórnkerfi sem þjónaði hagkerfi helmingaskipta áratugum saman gat ekki ráðið við markaðsfrelsið sem íslenskt samfélag fékk með EES. Sérstaklega á þetta við fjármálakerfið. Ef benda ætti á eina orsök fyrir Hruninu þá er hún sú að við höfum búið í sjúku klíkusamfélagi undafarin ár. Það er afleiðing skorts á lýðræði, úrelts flokkakerfis og kosningafyrirkomulags sem allt hefur leitt af sér veikt stjórnkerfi. Stofnanavæðing þessa er í íslenska flokkakerfinu og flokksræðinu. Flokksræðið hefur haft mikil áhrif á sjálfsmynd Íslendinga og þeir nánast skilgreint sig út frá því hvaða flokki þeir tilheyra. Það er nánast hluti af persónulýsingu Íslendingsins að kenna hann við flokk og tengja ætt hans við flokk. Á tímum helmingaskiptahagkerfisins sáu flokkarnir um skiptin í samfélaginu ekki hin frjálsi markaður. Ísland var líka fátækara ríki en nágranna löndin og einangrað. Flokkarnir réðu því meira að segja því hvaða baðverðir voru ráðnir í sundlaugar landsins og húsverðir í skólana. Þessi menning er sögð hafa gengið í endurnýjun lífdaga með pólitískum embættisveitingum sl. ár. Efast má reyndar um að menningin hafi endurnýjast heldur hafi hún alltaf verið til staðar, en bara komist opinbera umræðu. Stjórnlagaþing þarf að breyta þessu! Í nóvember árið 1982 flutti Vilmundur Gylfason ræðu um flokksræðið gegn fólkinu. Það er án nokkurs vafa ein magnaðasta ræða lýðveldistímann. Þar er lýsir hann áhrifum flokksræðisins. Umfjöllun mína um ræðuna og vefslóða á ræðuna má sjá hér. Í ræðunni fjallar Vilmundur um flokksræðið gegn fólkinu í landinu. Hann lýsir þar valdakerfinu sem þröngum og lokuðum flokksvöldum. Stjórnkerfinu lýsir hann sem forspilltu og talar um flokkakerfið sem þrönga og lokaða lágkúru. Einnig um eignatilfærslu vegna ónýts stjórnkerfis. Hann talar um flokksvöldin þar sem menn eru að vernda aðstöðu sérhagsmuna og gegnsýrir allt samfélagið. Ísland er á margan hátt gott samfélagið þar sem býr skemmtileg þjóð á margan hátt. Stjórnlagaþing á hins vegar ekki að fjalla um það í vinnu sinni. Í þeirri endur skoðun á grundvelli stjórnkerfisins sem stjórnlagaþingi er ætlað á að hafa í huga veikleika íslensks samfélags frekar en augljósa kosti og styrkleika. Þar þarf að hafa í huga að við búum í ótrúlega fámennu landi í sjálfstæðri ríkisheild, þar sem náin tengsl eru á milli manna sem hefur áhrif á stjórnkerfið og samfélagið allt. Með því að gera sér grein fyrir veikleikunum og bæta úr þeim og laga það sem miður hefur farið er hægt að gera úrbætur. Það er verkefni stjórnlagaþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Ef spurt er, hver ber ábyrgð á gangi mála í þingræðisríki? Hver ber ábyrgð á stjórnkerfi ríkisins? Hver á að gæta hagsmuna almennings og tryggja að ríkisvaldið sé ekki notað til að skerða eigur almennings? Sleppa má að svara þessum spurningum. Fyrir Jón og Gunnu sem mæta á fjögurra ára fresti til að velja þá sem bera eiga ábyrgð á stjórn landsins er þetta ekki flókið. Í þingræðisríki liggja völdin hjá þinginu. Til stjórnlagaþings er stofnað vegna nauðsynjar á endurskoðun á grundvelli íslenska stjórnkerfisins í kjölfar efnahagshrunsins í október 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir (s.46) að Alþingi og ríkisstjórn hafi skort burði og þor til að setja fjármálakerfinu skynsamleg mörk. Stjórnkerfi sem þjónaði hagkerfi helmingaskipta áratugum saman gat ekki ráðið við markaðsfrelsið sem íslenskt samfélag fékk með EES. Sérstaklega á þetta við fjármálakerfið. Ef benda ætti á eina orsök fyrir Hruninu þá er hún sú að við höfum búið í sjúku klíkusamfélagi undafarin ár. Það er afleiðing skorts á lýðræði, úrelts flokkakerfis og kosningafyrirkomulags sem allt hefur leitt af sér veikt stjórnkerfi. Stofnanavæðing þessa er í íslenska flokkakerfinu og flokksræðinu. Flokksræðið hefur haft mikil áhrif á sjálfsmynd Íslendinga og þeir nánast skilgreint sig út frá því hvaða flokki þeir tilheyra. Það er nánast hluti af persónulýsingu Íslendingsins að kenna hann við flokk og tengja ætt hans við flokk. Á tímum helmingaskiptahagkerfisins sáu flokkarnir um skiptin í samfélaginu ekki hin frjálsi markaður. Ísland var líka fátækara ríki en nágranna löndin og einangrað. Flokkarnir réðu því meira að segja því hvaða baðverðir voru ráðnir í sundlaugar landsins og húsverðir í skólana. Þessi menning er sögð hafa gengið í endurnýjun lífdaga með pólitískum embættisveitingum sl. ár. Efast má reyndar um að menningin hafi endurnýjast heldur hafi hún alltaf verið til staðar, en bara komist opinbera umræðu. Stjórnlagaþing þarf að breyta þessu! Í nóvember árið 1982 flutti Vilmundur Gylfason ræðu um flokksræðið gegn fólkinu. Það er án nokkurs vafa ein magnaðasta ræða lýðveldistímann. Þar er lýsir hann áhrifum flokksræðisins. Umfjöllun mína um ræðuna og vefslóða á ræðuna má sjá hér. Í ræðunni fjallar Vilmundur um flokksræðið gegn fólkinu í landinu. Hann lýsir þar valdakerfinu sem þröngum og lokuðum flokksvöldum. Stjórnkerfinu lýsir hann sem forspilltu og talar um flokkakerfið sem þrönga og lokaða lágkúru. Einnig um eignatilfærslu vegna ónýts stjórnkerfis. Hann talar um flokksvöldin þar sem menn eru að vernda aðstöðu sérhagsmuna og gegnsýrir allt samfélagið. Ísland er á margan hátt gott samfélagið þar sem býr skemmtileg þjóð á margan hátt. Stjórnlagaþing á hins vegar ekki að fjalla um það í vinnu sinni. Í þeirri endur skoðun á grundvelli stjórnkerfisins sem stjórnlagaþingi er ætlað á að hafa í huga veikleika íslensks samfélags frekar en augljósa kosti og styrkleika. Þar þarf að hafa í huga að við búum í ótrúlega fámennu landi í sjálfstæðri ríkisheild, þar sem náin tengsl eru á milli manna sem hefur áhrif á stjórnkerfið og samfélagið allt. Með því að gera sér grein fyrir veikleikunum og bæta úr þeim og laga það sem miður hefur farið er hægt að gera úrbætur. Það er verkefni stjórnlagaþings.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun