Klíkusamfélagið - Flokksræðið gegn fólkinu - Vilmundur Gylfason – Úrbætur Eyjólfur Ármannsson skrifar 29. nóvember 2010 09:08 Ef spurt er, hver ber ábyrgð á gangi mála í þingræðisríki? Hver ber ábyrgð á stjórnkerfi ríkisins? Hver á að gæta hagsmuna almennings og tryggja að ríkisvaldið sé ekki notað til að skerða eigur almennings? Sleppa má að svara þessum spurningum. Fyrir Jón og Gunnu sem mæta á fjögurra ára fresti til að velja þá sem bera eiga ábyrgð á stjórn landsins er þetta ekki flókið. Í þingræðisríki liggja völdin hjá þinginu. Til stjórnlagaþings er stofnað vegna nauðsynjar á endurskoðun á grundvelli íslenska stjórnkerfisins í kjölfar efnahagshrunsins í október 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir (s.46) að Alþingi og ríkisstjórn hafi skort burði og þor til að setja fjármálakerfinu skynsamleg mörk. Stjórnkerfi sem þjónaði hagkerfi helmingaskipta áratugum saman gat ekki ráðið við markaðsfrelsið sem íslenskt samfélag fékk með EES. Sérstaklega á þetta við fjármálakerfið. Ef benda ætti á eina orsök fyrir Hruninu þá er hún sú að við höfum búið í sjúku klíkusamfélagi undafarin ár. Það er afleiðing skorts á lýðræði, úrelts flokkakerfis og kosningafyrirkomulags sem allt hefur leitt af sér veikt stjórnkerfi. Stofnanavæðing þessa er í íslenska flokkakerfinu og flokksræðinu. Flokksræðið hefur haft mikil áhrif á sjálfsmynd Íslendinga og þeir nánast skilgreint sig út frá því hvaða flokki þeir tilheyra. Það er nánast hluti af persónulýsingu Íslendingsins að kenna hann við flokk og tengja ætt hans við flokk. Á tímum helmingaskiptahagkerfisins sáu flokkarnir um skiptin í samfélaginu ekki hin frjálsi markaður. Ísland var líka fátækara ríki en nágranna löndin og einangrað. Flokkarnir réðu því meira að segja því hvaða baðverðir voru ráðnir í sundlaugar landsins og húsverðir í skólana. Þessi menning er sögð hafa gengið í endurnýjun lífdaga með pólitískum embættisveitingum sl. ár. Efast má reyndar um að menningin hafi endurnýjast heldur hafi hún alltaf verið til staðar, en bara komist opinbera umræðu. Stjórnlagaþing þarf að breyta þessu! Í nóvember árið 1982 flutti Vilmundur Gylfason ræðu um flokksræðið gegn fólkinu. Það er án nokkurs vafa ein magnaðasta ræða lýðveldistímann. Þar er lýsir hann áhrifum flokksræðisins. Umfjöllun mína um ræðuna og vefslóða á ræðuna má sjá hér. Í ræðunni fjallar Vilmundur um flokksræðið gegn fólkinu í landinu. Hann lýsir þar valdakerfinu sem þröngum og lokuðum flokksvöldum. Stjórnkerfinu lýsir hann sem forspilltu og talar um flokkakerfið sem þrönga og lokaða lágkúru. Einnig um eignatilfærslu vegna ónýts stjórnkerfis. Hann talar um flokksvöldin þar sem menn eru að vernda aðstöðu sérhagsmuna og gegnsýrir allt samfélagið. Ísland er á margan hátt gott samfélagið þar sem býr skemmtileg þjóð á margan hátt. Stjórnlagaþing á hins vegar ekki að fjalla um það í vinnu sinni. Í þeirri endur skoðun á grundvelli stjórnkerfisins sem stjórnlagaþingi er ætlað á að hafa í huga veikleika íslensks samfélags frekar en augljósa kosti og styrkleika. Þar þarf að hafa í huga að við búum í ótrúlega fámennu landi í sjálfstæðri ríkisheild, þar sem náin tengsl eru á milli manna sem hefur áhrif á stjórnkerfið og samfélagið allt. Með því að gera sér grein fyrir veikleikunum og bæta úr þeim og laga það sem miður hefur farið er hægt að gera úrbætur. Það er verkefni stjórnlagaþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Ef spurt er, hver ber ábyrgð á gangi mála í þingræðisríki? Hver ber ábyrgð á stjórnkerfi ríkisins? Hver á að gæta hagsmuna almennings og tryggja að ríkisvaldið sé ekki notað til að skerða eigur almennings? Sleppa má að svara þessum spurningum. Fyrir Jón og Gunnu sem mæta á fjögurra ára fresti til að velja þá sem bera eiga ábyrgð á stjórn landsins er þetta ekki flókið. Í þingræðisríki liggja völdin hjá þinginu. Til stjórnlagaþings er stofnað vegna nauðsynjar á endurskoðun á grundvelli íslenska stjórnkerfisins í kjölfar efnahagshrunsins í október 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir (s.46) að Alþingi og ríkisstjórn hafi skort burði og þor til að setja fjármálakerfinu skynsamleg mörk. Stjórnkerfi sem þjónaði hagkerfi helmingaskipta áratugum saman gat ekki ráðið við markaðsfrelsið sem íslenskt samfélag fékk með EES. Sérstaklega á þetta við fjármálakerfið. Ef benda ætti á eina orsök fyrir Hruninu þá er hún sú að við höfum búið í sjúku klíkusamfélagi undafarin ár. Það er afleiðing skorts á lýðræði, úrelts flokkakerfis og kosningafyrirkomulags sem allt hefur leitt af sér veikt stjórnkerfi. Stofnanavæðing þessa er í íslenska flokkakerfinu og flokksræðinu. Flokksræðið hefur haft mikil áhrif á sjálfsmynd Íslendinga og þeir nánast skilgreint sig út frá því hvaða flokki þeir tilheyra. Það er nánast hluti af persónulýsingu Íslendingsins að kenna hann við flokk og tengja ætt hans við flokk. Á tímum helmingaskiptahagkerfisins sáu flokkarnir um skiptin í samfélaginu ekki hin frjálsi markaður. Ísland var líka fátækara ríki en nágranna löndin og einangrað. Flokkarnir réðu því meira að segja því hvaða baðverðir voru ráðnir í sundlaugar landsins og húsverðir í skólana. Þessi menning er sögð hafa gengið í endurnýjun lífdaga með pólitískum embættisveitingum sl. ár. Efast má reyndar um að menningin hafi endurnýjast heldur hafi hún alltaf verið til staðar, en bara komist opinbera umræðu. Stjórnlagaþing þarf að breyta þessu! Í nóvember árið 1982 flutti Vilmundur Gylfason ræðu um flokksræðið gegn fólkinu. Það er án nokkurs vafa ein magnaðasta ræða lýðveldistímann. Þar er lýsir hann áhrifum flokksræðisins. Umfjöllun mína um ræðuna og vefslóða á ræðuna má sjá hér. Í ræðunni fjallar Vilmundur um flokksræðið gegn fólkinu í landinu. Hann lýsir þar valdakerfinu sem þröngum og lokuðum flokksvöldum. Stjórnkerfinu lýsir hann sem forspilltu og talar um flokkakerfið sem þrönga og lokaða lágkúru. Einnig um eignatilfærslu vegna ónýts stjórnkerfis. Hann talar um flokksvöldin þar sem menn eru að vernda aðstöðu sérhagsmuna og gegnsýrir allt samfélagið. Ísland er á margan hátt gott samfélagið þar sem býr skemmtileg þjóð á margan hátt. Stjórnlagaþing á hins vegar ekki að fjalla um það í vinnu sinni. Í þeirri endur skoðun á grundvelli stjórnkerfisins sem stjórnlagaþingi er ætlað á að hafa í huga veikleika íslensks samfélags frekar en augljósa kosti og styrkleika. Þar þarf að hafa í huga að við búum í ótrúlega fámennu landi í sjálfstæðri ríkisheild, þar sem náin tengsl eru á milli manna sem hefur áhrif á stjórnkerfið og samfélagið allt. Með því að gera sér grein fyrir veikleikunum og bæta úr þeim og laga það sem miður hefur farið er hægt að gera úrbætur. Það er verkefni stjórnlagaþings.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun