Einkaritari læknisins Brynhildur Björnsdóttir skrifar 13. ágúst 2010 00:01 Ég stend frammi fyrir erfiðu verkefni þessa dagana, verkefni sem ég humma fram af mér, ræski í rot og reyni að gleyma þegar færi gefst. Annað hvort þarf ég að kaupa mér stærri íbúð sem er hægara sagt en gert, eða (ég ráðlegg viðkvæmum lesendum að hætta hér), henda bókum! Af hverju í ósköpunum er svona erfitt að henda bókum? Þetta er jú ekkert annað en pappír, aðeins veglegri en dagblaðapappírinn sem flýtur út af heimilinu í tonnatali ár hvert og enginn sér eftir. Mér finnst ég hins vegar alltaf fremja helgispjöll ef ég læði einni og einni bók ofan í blaðberann minn. Jafnvel trosnuðu eintaki af Einkaritari læknisins frá 1964 (lesin í spað af mörgum kynslóðum, því miður, og sek um að valda ýmsum vonbrigðum á unglingsárunum þegar ég skúraði á spítala og augu mín mættu engu nema eigin brostinni endurspeglun í sápufroðu skúringafötunnar og stöku bekken á ganginum) límist við hendurnar og mér finnst ég mest harðbrjósta kona í heimi þegar ég sleppi henni ofan í endurvinnslutunnuna. Ég hef reynt að selja bækurnar sem eiga ekki stað í hjarta mínu lengur, gefa þær, lána í þeirri von að gleymist að skila þeim og gleyma þeim á strætóstoppistöðvum eða flugvöllum í þeirri von að einhver finni þær og búi þeim betra og kærleiksríkara heimili en ég hef upp á að bjóða. Allar þessar aðgerðir eru sársaukafullar, eins og að „gleyma" kettinum sínum í öðru hverfi í þeirri von að einhver taki hann upp á arma sína og maður þurfi ekki að horfast í augu við sannleikann sjálfur. En það er ekkert skrýtið að það sé erfitt að henda bók, þó það sé bara blettótt og rifin smábarnabók sem enginn hefur ánægju af lengur. Hver bók inniheldur heim, jafnvel þó það sé bara heimurinn þar sem Bóbó bangsi borðar morgunmat og reimar á sig skóna. Hver bók er sköpunarverk höfundar og hönnuðar (til dæmis þess sem málaði ofan í ljósmyndina af Fabio utan á „Ástir og örlög í kjötborðinu") og hver bók er líka minning um hvenær hún var keypt eða hver gaf hana og þó mest um hvenær hún var lesin og hver las hana. Sjálf hef ég bæði gott og gaman af því að vera stundum minnt á stelpuna sem las Einkaritarann spjaldanna á milli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Skoðanir Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Ég stend frammi fyrir erfiðu verkefni þessa dagana, verkefni sem ég humma fram af mér, ræski í rot og reyni að gleyma þegar færi gefst. Annað hvort þarf ég að kaupa mér stærri íbúð sem er hægara sagt en gert, eða (ég ráðlegg viðkvæmum lesendum að hætta hér), henda bókum! Af hverju í ósköpunum er svona erfitt að henda bókum? Þetta er jú ekkert annað en pappír, aðeins veglegri en dagblaðapappírinn sem flýtur út af heimilinu í tonnatali ár hvert og enginn sér eftir. Mér finnst ég hins vegar alltaf fremja helgispjöll ef ég læði einni og einni bók ofan í blaðberann minn. Jafnvel trosnuðu eintaki af Einkaritari læknisins frá 1964 (lesin í spað af mörgum kynslóðum, því miður, og sek um að valda ýmsum vonbrigðum á unglingsárunum þegar ég skúraði á spítala og augu mín mættu engu nema eigin brostinni endurspeglun í sápufroðu skúringafötunnar og stöku bekken á ganginum) límist við hendurnar og mér finnst ég mest harðbrjósta kona í heimi þegar ég sleppi henni ofan í endurvinnslutunnuna. Ég hef reynt að selja bækurnar sem eiga ekki stað í hjarta mínu lengur, gefa þær, lána í þeirri von að gleymist að skila þeim og gleyma þeim á strætóstoppistöðvum eða flugvöllum í þeirri von að einhver finni þær og búi þeim betra og kærleiksríkara heimili en ég hef upp á að bjóða. Allar þessar aðgerðir eru sársaukafullar, eins og að „gleyma" kettinum sínum í öðru hverfi í þeirri von að einhver taki hann upp á arma sína og maður þurfi ekki að horfast í augu við sannleikann sjálfur. En það er ekkert skrýtið að það sé erfitt að henda bók, þó það sé bara blettótt og rifin smábarnabók sem enginn hefur ánægju af lengur. Hver bók inniheldur heim, jafnvel þó það sé bara heimurinn þar sem Bóbó bangsi borðar morgunmat og reimar á sig skóna. Hver bók er sköpunarverk höfundar og hönnuðar (til dæmis þess sem málaði ofan í ljósmyndina af Fabio utan á „Ástir og örlög í kjötborðinu") og hver bók er líka minning um hvenær hún var keypt eða hver gaf hana og þó mest um hvenær hún var lesin og hver las hana. Sjálf hef ég bæði gott og gaman af því að vera stundum minnt á stelpuna sem las Einkaritarann spjaldanna á milli.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun