Lög og reglur í vegi einföldustu verkefna 30. nóvember 2010 06:00 Ólafur Örn Haraldsson Þunglamaleg lög og flókið regluverk koma í veg fyrir að hægt sé að bregðast við niðurníðslu á fjölförnum ferðamannastöðum með skjótum og skilvirkum hætti. Tvö ár tekur að fá tilskilin leyfi til minnstu verka, ef engar tafir verða. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, bendir á þetta. Hann segir að þó að enginn vilji hroðvirknisleg vinnubrögð við uppbyggingu við helstu náttúruperlur þjóðarinnar sé full ástæða til að bregðast við alvarlegum vanda sem upp sé kominn. „Það þarf ekki fullmótaða framtíðarstefnu til að taka til í kringum sig. Verkefnin blasa við öllum sem vilja sjá. Það þarf að hefjast handa og sleppa fundarhöldunum.“ Umhverfis- og iðnaðarráðuneytið efndu til málþings um náttúruvernd og ferðaþjónustu nýlega í kjölfar svartrar skýrslu Umhverfisstofnunar um ástand friðlýstra svæða á Íslandi. Í skýrslunni er dregið fram að mörg friðlýst svæði, og þar á meðal þekktustu náttúruperlur þjóðarinnar, muni tapa verndargildi sínu ef ekki verði brugðist við. „Það verður að hefjast handa en lög og reglur standa í vegi fyrir einföldustu verkefnum,“ segir Ólafur. Frá Þingvöllum Yfir 300 þúsund gestir sækja Þingvelli á ári. Þjóðgarðurinn, sem er á heimsminjaskrá, hefur sama og engar tekjur af komu þeirra.fréttablaðið/pjetur „Hér er um að ræða skipulags- og byggingarlög og náttúruverndarlög og flókið regluverk með sínum umsagnar- og kæruferlum. Það verður annaðhvort að endurskoða lögin og regluverkið eða gera undanþágur til að klára þau verk sem eru mest aðkallandi.“ Ólafur segir ekki um flókin eða dýr verkefni að ræða í mörgum tilfellum. Því sé oft öfugt farið. „Bregðast þarf við ástandi sem allir eru sammála um að sé óþolandi en það er ekki hægt með litlum fyrirvara eins og mál standa. Það tekur um tvö ár að koma í gegn framkvæmd frá því að skipulagsferli hefst og er þá ekki gert ráð fyrir töfum sem fylgja til dæmis kæruferli,“ segir Ólafur. Hann vill að ríkið setji á fót fimm ára áætlun með það að markmiði að leysa bráðasta vandann í þjóðgörðum og við aðra mikilvæga ferðamannastaði. Þá verði gjaldtaka vart umflúin þar sem lítil von sé að ríkið setji fjármuni í málaflokkinn eins og sakir standa. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra mun leggja fram frumvarp til laga í vetur um stofnun Framkvæmdasjóðs ferðaþjónustunnar. Hins vegar er umdeilt hvort og hvernig standa skuli að gjaldtöku til að afla sjóðnum fjár. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Þunglamaleg lög og flókið regluverk koma í veg fyrir að hægt sé að bregðast við niðurníðslu á fjölförnum ferðamannastöðum með skjótum og skilvirkum hætti. Tvö ár tekur að fá tilskilin leyfi til minnstu verka, ef engar tafir verða. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, bendir á þetta. Hann segir að þó að enginn vilji hroðvirknisleg vinnubrögð við uppbyggingu við helstu náttúruperlur þjóðarinnar sé full ástæða til að bregðast við alvarlegum vanda sem upp sé kominn. „Það þarf ekki fullmótaða framtíðarstefnu til að taka til í kringum sig. Verkefnin blasa við öllum sem vilja sjá. Það þarf að hefjast handa og sleppa fundarhöldunum.“ Umhverfis- og iðnaðarráðuneytið efndu til málþings um náttúruvernd og ferðaþjónustu nýlega í kjölfar svartrar skýrslu Umhverfisstofnunar um ástand friðlýstra svæða á Íslandi. Í skýrslunni er dregið fram að mörg friðlýst svæði, og þar á meðal þekktustu náttúruperlur þjóðarinnar, muni tapa verndargildi sínu ef ekki verði brugðist við. „Það verður að hefjast handa en lög og reglur standa í vegi fyrir einföldustu verkefnum,“ segir Ólafur. Frá Þingvöllum Yfir 300 þúsund gestir sækja Þingvelli á ári. Þjóðgarðurinn, sem er á heimsminjaskrá, hefur sama og engar tekjur af komu þeirra.fréttablaðið/pjetur „Hér er um að ræða skipulags- og byggingarlög og náttúruverndarlög og flókið regluverk með sínum umsagnar- og kæruferlum. Það verður annaðhvort að endurskoða lögin og regluverkið eða gera undanþágur til að klára þau verk sem eru mest aðkallandi.“ Ólafur segir ekki um flókin eða dýr verkefni að ræða í mörgum tilfellum. Því sé oft öfugt farið. „Bregðast þarf við ástandi sem allir eru sammála um að sé óþolandi en það er ekki hægt með litlum fyrirvara eins og mál standa. Það tekur um tvö ár að koma í gegn framkvæmd frá því að skipulagsferli hefst og er þá ekki gert ráð fyrir töfum sem fylgja til dæmis kæruferli,“ segir Ólafur. Hann vill að ríkið setji á fót fimm ára áætlun með það að markmiði að leysa bráðasta vandann í þjóðgörðum og við aðra mikilvæga ferðamannastaði. Þá verði gjaldtaka vart umflúin þar sem lítil von sé að ríkið setji fjármuni í málaflokkinn eins og sakir standa. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra mun leggja fram frumvarp til laga í vetur um stofnun Framkvæmdasjóðs ferðaþjónustunnar. Hins vegar er umdeilt hvort og hvernig standa skuli að gjaldtöku til að afla sjóðnum fjár. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent