Um 60 vistmenn í Breiðavík hafa sótt um sanngirnisbætur 1. desember 2010 06:00 Greitt úr málum Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður vegna vistheimila, hefur leiðbeint fjölda manna við að útbúa umsóknir um bætur.fréttablaðið/gva Búist er við að um níutíu vistmenn á Breiðavíkurheimilinu krefjist bóta á grundvelli laga um sanngirnisbætur. Lögin voru samþykkt í maí. Í fyrri hluta október var í auglýsingum skorað á þá er dvöldu á Breiðavík á árunum 1952 til 1979 og urðu fyrir illri meðferð eða ofbeldi að lýsa kröfu um skaðabætur. Kröfufrestur er til 26. janúar. Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður vegna vistheimila, hefur leiðbeint fjölda manna við að útbúa umsóknir um bætur frá því að hún tók til starfa undir lok september. „Ég er þegar búin að ganga frá um sextíu umsóknum og býst við að um það bil tíu bætist við hjá mér. Svo má reikna með að um tuttugu sendi sínar umsóknir beint til sýslumanns,“ segir Guðrún, en sýslumaðurinn á Siglufirði tekur afstöðu til krafna fyrir hönd ríkisins. 158 dvöldu á Breiðavíkurheimilinu á umræddu tímabili. 81 kom í viðtal við nefnd forsætisráðherra sem rannsakaði starfsemi þess. Talið er að 35 séu látnir. Guðrún segir ekki við því að búast að allir eftirlifandi sæki bætur. „Sumir vilja gleyma og ekkert aðhafast. Ég mun ekki hafa frumkvæði að því að hafa samband við menn. Það er misjafnt hvernig þeir vilja vinna úr þessum atburðum.“ Reiknað er með að sýslumaður úrskurði um bætur fljótlega í febrúar. Uni menn ekki úrskurði sýslumanns geta þeir vísað kröfu sinni til úrskurðarnefndar. Fá þeir lögfræðiaðstoð til að reka mál sitt fyrir nefndinni. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að 235 milljónum króna verði varið til sanngirnisbóta á næsta ári. Í lögum um bæturnar er gert ráð fyrir að fjárhæðir allt að tveimur milljónum króna greiðist út í einu lagi. Bætur umfram tvær milljónir og allt að fjórum milljónum greiðast einu og hálfu ári eftir fyrstu útborgun og bætur umfram fjórar milljónir þremur árum eftir fyrstu útborgun. Guðrún segir að þegar lokið verði við að innkalla og úrskurða um bætur vegna Breiðavíkurheimilisins fari sama ferli í gang vegna Heyrnleysingjaskólans og Kumbaravogs. bjorn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Búist er við að um níutíu vistmenn á Breiðavíkurheimilinu krefjist bóta á grundvelli laga um sanngirnisbætur. Lögin voru samþykkt í maí. Í fyrri hluta október var í auglýsingum skorað á þá er dvöldu á Breiðavík á árunum 1952 til 1979 og urðu fyrir illri meðferð eða ofbeldi að lýsa kröfu um skaðabætur. Kröfufrestur er til 26. janúar. Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður vegna vistheimila, hefur leiðbeint fjölda manna við að útbúa umsóknir um bætur frá því að hún tók til starfa undir lok september. „Ég er þegar búin að ganga frá um sextíu umsóknum og býst við að um það bil tíu bætist við hjá mér. Svo má reikna með að um tuttugu sendi sínar umsóknir beint til sýslumanns,“ segir Guðrún, en sýslumaðurinn á Siglufirði tekur afstöðu til krafna fyrir hönd ríkisins. 158 dvöldu á Breiðavíkurheimilinu á umræddu tímabili. 81 kom í viðtal við nefnd forsætisráðherra sem rannsakaði starfsemi þess. Talið er að 35 séu látnir. Guðrún segir ekki við því að búast að allir eftirlifandi sæki bætur. „Sumir vilja gleyma og ekkert aðhafast. Ég mun ekki hafa frumkvæði að því að hafa samband við menn. Það er misjafnt hvernig þeir vilja vinna úr þessum atburðum.“ Reiknað er með að sýslumaður úrskurði um bætur fljótlega í febrúar. Uni menn ekki úrskurði sýslumanns geta þeir vísað kröfu sinni til úrskurðarnefndar. Fá þeir lögfræðiaðstoð til að reka mál sitt fyrir nefndinni. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að 235 milljónum króna verði varið til sanngirnisbóta á næsta ári. Í lögum um bæturnar er gert ráð fyrir að fjárhæðir allt að tveimur milljónum króna greiðist út í einu lagi. Bætur umfram tvær milljónir og allt að fjórum milljónum greiðast einu og hálfu ári eftir fyrstu útborgun og bætur umfram fjórar milljónir þremur árum eftir fyrstu útborgun. Guðrún segir að þegar lokið verði við að innkalla og úrskurða um bætur vegna Breiðavíkurheimilisins fari sama ferli í gang vegna Heyrnleysingjaskólans og Kumbaravogs. bjorn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira