Hólmfríður Helga Sigurðardóttir: Æskan og óttinn 27. apríl 2010 06:30 Með undarlegri tímabilum fremur áhyggjulausrar barnæsku minnar var sumarið þegar ég var ellefu ára. Á þessum tíma var yfirvofandi Suðurlandsskjálfti í umræðunni. Sjónvarpið sýndi almannavarnamyndbönd um hvernig bregðast skyldi við ef jörðin tæki að skjálfa undir fótum manns og gáfulegir vísindamenn komu fram í fréttum og sögðu „það er ekki spurning hvort, heldur hvenær hann kemur". Suðurlandsskjálftinn breyttist í skrímsli í höfðinu á mér. Og þetta skrímsli tók sér bólfestu á heilanum á mér. Heilu næturnar lá ég andvaka, svitnaði köldum svita við að hugsa um hvernig ég og allt mitt fólk myndum kremjast undir húsarústum og týna lífinu. Og ég fékk martraðir í vöku á meðan ég passaði litla óvitann hana systur mína á daginn. Ég spurði mömmu ítrekað hvernig ég ætti að bregðast við þegar skjálftinn riði yfir. Hvað ef ég væri úti í garði? En úti á leikvelli? Og kannski ofan í sandkassanum með litlu systur með mér? Mamma svaraði mér samviskusamlega en grunaði ekki hvaða hugsanir bærðust innra með mér. Ég hélt þeim fyrir mig, eins og ég óttaðist að þær yrðu að veruleika ef ég hleypti orðunum út. Í minningunni varði þetta ástand í heilt sumar. Sennilega er vika nærri lagi. En óttinn var ekta, næstum áþreifanlegur. Ég hef aldrei fundið svona sterkt fyrir honum síðan. Þegar Suðurlandsskjálftinn svo reið yfir, mörgum árum seinna og svo miklu vægari en hann hafði verið í martröðum mínum, vissi ég ekki alveg hvernig mér átti að líða. Það eina sem ég upplifði var að hávaxinn kaktus dúaði fyrir augunum á mér, svolítið eins og mig svimaði. Svo var það búið. Hver kynslóð hefur sína ógn til að lifa með. En ég er hrædd um að börn í dag hafi alltof margar til að velja úr. Nú keppast allir við að minna á Kötlu. Það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær hún gjósi. Það verði sko svakalegt! Ef náttúruöflin duga ekki til að hræða líftóruna úr krökkunum getur tal um ævilangt skuldafangelsi og fátækt gert sama gagn. Foreldrar ættu að sleppa því að taka blöðin úr lúgunni á morgnana og láta krakkana sína frekar lesa Andrésblað yfir morgunmatnum. Skipta svo sjónvarpsfréttunum út fyrir rólega dinnertónlist undir kvöldmatnum. Og ekki segja börnum kreppubrandara! Ég hef heyrt nokkra pabba gera það og hlæja tryllingslega sjálfir. Börnin hlæja ekki með en verða skrýtin í framan og fá fjarrænt blik í auga. Þetta blik þekki ég vel. Það boðar ekki gott. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Helga Sigurðardóttir Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun
Með undarlegri tímabilum fremur áhyggjulausrar barnæsku minnar var sumarið þegar ég var ellefu ára. Á þessum tíma var yfirvofandi Suðurlandsskjálfti í umræðunni. Sjónvarpið sýndi almannavarnamyndbönd um hvernig bregðast skyldi við ef jörðin tæki að skjálfa undir fótum manns og gáfulegir vísindamenn komu fram í fréttum og sögðu „það er ekki spurning hvort, heldur hvenær hann kemur". Suðurlandsskjálftinn breyttist í skrímsli í höfðinu á mér. Og þetta skrímsli tók sér bólfestu á heilanum á mér. Heilu næturnar lá ég andvaka, svitnaði köldum svita við að hugsa um hvernig ég og allt mitt fólk myndum kremjast undir húsarústum og týna lífinu. Og ég fékk martraðir í vöku á meðan ég passaði litla óvitann hana systur mína á daginn. Ég spurði mömmu ítrekað hvernig ég ætti að bregðast við þegar skjálftinn riði yfir. Hvað ef ég væri úti í garði? En úti á leikvelli? Og kannski ofan í sandkassanum með litlu systur með mér? Mamma svaraði mér samviskusamlega en grunaði ekki hvaða hugsanir bærðust innra með mér. Ég hélt þeim fyrir mig, eins og ég óttaðist að þær yrðu að veruleika ef ég hleypti orðunum út. Í minningunni varði þetta ástand í heilt sumar. Sennilega er vika nærri lagi. En óttinn var ekta, næstum áþreifanlegur. Ég hef aldrei fundið svona sterkt fyrir honum síðan. Þegar Suðurlandsskjálftinn svo reið yfir, mörgum árum seinna og svo miklu vægari en hann hafði verið í martröðum mínum, vissi ég ekki alveg hvernig mér átti að líða. Það eina sem ég upplifði var að hávaxinn kaktus dúaði fyrir augunum á mér, svolítið eins og mig svimaði. Svo var það búið. Hver kynslóð hefur sína ógn til að lifa með. En ég er hrædd um að börn í dag hafi alltof margar til að velja úr. Nú keppast allir við að minna á Kötlu. Það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær hún gjósi. Það verði sko svakalegt! Ef náttúruöflin duga ekki til að hræða líftóruna úr krökkunum getur tal um ævilangt skuldafangelsi og fátækt gert sama gagn. Foreldrar ættu að sleppa því að taka blöðin úr lúgunni á morgnana og láta krakkana sína frekar lesa Andrésblað yfir morgunmatnum. Skipta svo sjónvarpsfréttunum út fyrir rólega dinnertónlist undir kvöldmatnum. Og ekki segja börnum kreppubrandara! Ég hef heyrt nokkra pabba gera það og hlæja tryllingslega sjálfir. Börnin hlæja ekki með en verða skrýtin í framan og fá fjarrænt blik í auga. Þetta blik þekki ég vel. Það boðar ekki gott.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun