Rannsókn á glæpnum Kristinn H. Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2010 06:00 Innrásin í Írak á vordögum 2003 er óumdeilanlega orðin eitt mesta glæpaverk seinni tíma. Ráðist var inn í landið án samþykkis Sameinuðu þjóðanna, logið var upp tylliástæðum um kjarnorkuógn og tengsl Saddams Hussein við Al Kaída. Hundruð þúsunda manna, kvenna og barna hafa verið drepin í Írak síðan innrásin var gerð, bæði í innrásinni sjálfri og í borgarastyrjöldinni sem innrásin kom af stað milli þjóða og trúabragðahópa. Innrásarþjóðirnar standa meira og minna ráðalausar frammi fyrir ofbeldinu sem þær leystu úr læðingi og hafa engin svör við spurningunni til hvers innrásin var gerð. Engin réttlæting er finnanleg og þá stendur eftir hinn bitri sannleikur að innrásin var glæpaverk. Í Bretlandi er enn ein rannsóknarnefndin að störfum til þess að komast að hinu sanna í aðdraganda þátttöku Breta í innrásinni. Þar liggur æ betur fyrir, með hverri rannsókninni sem gerð er, hversu ömurlegur verknaðurinn var. Ekki aðeins var tilgangurinn spuni og rökin uppspuni heldur lá ekki fyrir hvað ætti að gera og hvernig byggja ætti upp friðsamt og gott samfélag í landinu. Þeir sem ábyrgð báru á ákvörðuninni og blekkingunum munu þurfa að svara til saka og axla ábyrgð. Það er gott og eykur tiltrú á Bretlandi sem lýðræðisþjóð. En hvar standa þessi mál á Íslandi? Með samþykki ríkisstjórnar Íslands var landið sett á lista hinna viljugu þjóða í upphafi innrásarinnar. Fram hefur komið að ákvörðun þar um hafi verið tekin utan ríkisstjórnarfundar og að henni hafi aðeins komið formenn stjórnarflokkanna, forsætisráðherrra Davíð Oddsson og utanríkisráðherra Halldór Ásgrímsson. Þá hefur líka verið upplýst að málið var ekki rætt í þingflokki framsóknarmanna. Þáverandi stjórnarandstaða gagnrýndi síðar málatilbúnaðinn. Það er ekki að sjá að ríkisstjórnin ætli að hreyfa þessu máli. Því er þess krafist að með sérstakri löggjöf verði skipuð sérstök rannsóknarnefnd óháðra manna og öllum þeim sem upplýsingar hafa um málið verði gert skylt að mæta fyrir nefndina og skýra frá öllu sem þeir vita og leggja fram öll gögn sem þeir hafa yfir að ráða. Öll gögn verði gerð opinber og vitnaleiðslur fari fram fyrir opnum tjöldum. Lagaskyldan nái til ráðherra, alþingismanna, starfsmanna stjórnmálaflokkanna og þingflokkanna, sendiherra, ráðuneytisstjóra, embættismanna og allra sem kunna að búa yfir upplýsingum eða vitneskju sem varpar ljósi á ákvörðunina. Upplýsa þarf hvernig ákvörðunin var tekin, á hvaða gögnum byggðist hún, hvaða álit um lögmæti og hættu lágu fyrir, hverjir tóku hana, við hverja var rætt innanlands og erlendis, hvaða áætlanir lágu fyrir um uppbyggingu og endurreisn í Írak og hvað annað það sem máli skiptir. Þátttaka Íslendinga í Íraksstríðinu með stuðningi við innrásina er glæpur sem landsmönnum svíður enn í dag. Glæpi á að upplýsa í stjórnarráðinu, sem á götum úti, og draga afbrotamennina fyrir dómstóla og rétta yfir þeim. Þeir sem eru ábyrgir í málinu verða að sæta ábyrgð. Það er ekki að sæta ábyrgð að verða seðlabankastjóri. Það er ekki að sæta ábyrgð að verða framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs. Hvers vegna eru stjórnarflokkarnir ekki búnir að koma þessu í verk? Núna hafa þeir völdin og ráðin á Alþingi. Þá á að gera það sem áður var talað um. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Innrásin í Írak á vordögum 2003 er óumdeilanlega orðin eitt mesta glæpaverk seinni tíma. Ráðist var inn í landið án samþykkis Sameinuðu þjóðanna, logið var upp tylliástæðum um kjarnorkuógn og tengsl Saddams Hussein við Al Kaída. Hundruð þúsunda manna, kvenna og barna hafa verið drepin í Írak síðan innrásin var gerð, bæði í innrásinni sjálfri og í borgarastyrjöldinni sem innrásin kom af stað milli þjóða og trúabragðahópa. Innrásarþjóðirnar standa meira og minna ráðalausar frammi fyrir ofbeldinu sem þær leystu úr læðingi og hafa engin svör við spurningunni til hvers innrásin var gerð. Engin réttlæting er finnanleg og þá stendur eftir hinn bitri sannleikur að innrásin var glæpaverk. Í Bretlandi er enn ein rannsóknarnefndin að störfum til þess að komast að hinu sanna í aðdraganda þátttöku Breta í innrásinni. Þar liggur æ betur fyrir, með hverri rannsókninni sem gerð er, hversu ömurlegur verknaðurinn var. Ekki aðeins var tilgangurinn spuni og rökin uppspuni heldur lá ekki fyrir hvað ætti að gera og hvernig byggja ætti upp friðsamt og gott samfélag í landinu. Þeir sem ábyrgð báru á ákvörðuninni og blekkingunum munu þurfa að svara til saka og axla ábyrgð. Það er gott og eykur tiltrú á Bretlandi sem lýðræðisþjóð. En hvar standa þessi mál á Íslandi? Með samþykki ríkisstjórnar Íslands var landið sett á lista hinna viljugu þjóða í upphafi innrásarinnar. Fram hefur komið að ákvörðun þar um hafi verið tekin utan ríkisstjórnarfundar og að henni hafi aðeins komið formenn stjórnarflokkanna, forsætisráðherrra Davíð Oddsson og utanríkisráðherra Halldór Ásgrímsson. Þá hefur líka verið upplýst að málið var ekki rætt í þingflokki framsóknarmanna. Þáverandi stjórnarandstaða gagnrýndi síðar málatilbúnaðinn. Það er ekki að sjá að ríkisstjórnin ætli að hreyfa þessu máli. Því er þess krafist að með sérstakri löggjöf verði skipuð sérstök rannsóknarnefnd óháðra manna og öllum þeim sem upplýsingar hafa um málið verði gert skylt að mæta fyrir nefndina og skýra frá öllu sem þeir vita og leggja fram öll gögn sem þeir hafa yfir að ráða. Öll gögn verði gerð opinber og vitnaleiðslur fari fram fyrir opnum tjöldum. Lagaskyldan nái til ráðherra, alþingismanna, starfsmanna stjórnmálaflokkanna og þingflokkanna, sendiherra, ráðuneytisstjóra, embættismanna og allra sem kunna að búa yfir upplýsingum eða vitneskju sem varpar ljósi á ákvörðunina. Upplýsa þarf hvernig ákvörðunin var tekin, á hvaða gögnum byggðist hún, hvaða álit um lögmæti og hættu lágu fyrir, hverjir tóku hana, við hverja var rætt innanlands og erlendis, hvaða áætlanir lágu fyrir um uppbyggingu og endurreisn í Írak og hvað annað það sem máli skiptir. Þátttaka Íslendinga í Íraksstríðinu með stuðningi við innrásina er glæpur sem landsmönnum svíður enn í dag. Glæpi á að upplýsa í stjórnarráðinu, sem á götum úti, og draga afbrotamennina fyrir dómstóla og rétta yfir þeim. Þeir sem eru ábyrgir í málinu verða að sæta ábyrgð. Það er ekki að sæta ábyrgð að verða seðlabankastjóri. Það er ekki að sæta ábyrgð að verða framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs. Hvers vegna eru stjórnarflokkarnir ekki búnir að koma þessu í verk? Núna hafa þeir völdin og ráðin á Alþingi. Þá á að gera það sem áður var talað um. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun