Vill að Dagur víki 31. maí 2010 09:53 Karl Th. Birgisson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, vill að Dagur B. Eggertsson, oddviti flokksins í Reykjavík, víki í ljósi slæmra úrslita í kosningunum um helgina. Karl segir að úrslitin séu þau langverstu í sögu Samfylkingarinnar. Í pistli á vefnum Herðubreið segir Karl að mánuði fyrir kosningarnar hafi 30% Reykvíkinga viljað að Dagur yrði borgarstjóri, en um 37% hafi viljað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins.Forysta um breytingar „Hófst þá kosningabaráttan. Þegar henni lauk vildu 20 prósent borgarbúa Dag í embættið, en 40 prósent Hönnu Birnu, allnokkru fleiri en vildu Jón Gnarr. Þetta er því miður saga kosningabaráttu Samfylkingarinnar fyrir síðustu tvennar borgarstjórnarkosningar. Flokkurinn gerði fátt annað en að tapa fylgi eftir að baráttan hófst," segir Karl. Þá vitnar Karl í orð Dags um að rökrétt og mikilvægt væri að Samfylkingin hefðu forystu um breytingar. „Hvernig væri nú að oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík íhugaði sína stöðu - því varla hefur hann náð þeim árangri sem hann ætlaði, hvorki nú né árið 2006? -, stæði upp úr sæti sínu og hleypti Hjálmari Sveinssyni að í borgarstjórn?" spyr Karl og vitnar til þess að Hjálmar Sveinsson, fjórði maður á lista Samfylkingarinnar, sagðist um helgina íhuga stöðu sína í ljósi þess að hann hafi ekki náð kjöri sem aðalmaður í borgarstjórn.Raunverulegt innihald „Það væri sannarlega að bregðast við kröfum um breytingar. Það væri sannarlega að hafa forystu um breytingar. Og það sem meira er: Í slíkri breytingu væri fólgið raunverulegt innihald," segir Karl í pistlinum sem hægt er að lesa hér. Kosningar 2010 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Karl Th. Birgisson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, vill að Dagur B. Eggertsson, oddviti flokksins í Reykjavík, víki í ljósi slæmra úrslita í kosningunum um helgina. Karl segir að úrslitin séu þau langverstu í sögu Samfylkingarinnar. Í pistli á vefnum Herðubreið segir Karl að mánuði fyrir kosningarnar hafi 30% Reykvíkinga viljað að Dagur yrði borgarstjóri, en um 37% hafi viljað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins.Forysta um breytingar „Hófst þá kosningabaráttan. Þegar henni lauk vildu 20 prósent borgarbúa Dag í embættið, en 40 prósent Hönnu Birnu, allnokkru fleiri en vildu Jón Gnarr. Þetta er því miður saga kosningabaráttu Samfylkingarinnar fyrir síðustu tvennar borgarstjórnarkosningar. Flokkurinn gerði fátt annað en að tapa fylgi eftir að baráttan hófst," segir Karl. Þá vitnar Karl í orð Dags um að rökrétt og mikilvægt væri að Samfylkingin hefðu forystu um breytingar. „Hvernig væri nú að oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík íhugaði sína stöðu - því varla hefur hann náð þeim árangri sem hann ætlaði, hvorki nú né árið 2006? -, stæði upp úr sæti sínu og hleypti Hjálmari Sveinssyni að í borgarstjórn?" spyr Karl og vitnar til þess að Hjálmar Sveinsson, fjórði maður á lista Samfylkingarinnar, sagðist um helgina íhuga stöðu sína í ljósi þess að hann hafi ekki náð kjöri sem aðalmaður í borgarstjórn.Raunverulegt innihald „Það væri sannarlega að bregðast við kröfum um breytingar. Það væri sannarlega að hafa forystu um breytingar. Og það sem meira er: Í slíkri breytingu væri fólgið raunverulegt innihald," segir Karl í pistlinum sem hægt er að lesa hér.
Kosningar 2010 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira