Bjarni vill að Ísland grípi tækifæri á heilbrigðissviði 3. desember 2010 06:00 Bjarni Benediiktsson Formaður Sjálfstæðisflokksins segir stefnu stjórnvalda munu ráða úrslitum um hvort starfsemi á borð við einkasjúkrahús PrimaCare í Mosfellsbæ nái fótfestu á Íslandi. Hópur alþingismanna úr Suðvesturkjördæmi sótti á mánudag kynningarfund hjá félaginu PrimaCare sem hyggur á rekstur einkasjúkrahúss í Mosfellsbæ með áherslu á liðskiptiaðgerðir fyrir útlendinga. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var meðal þeirra þingmanna sem sóttu fundinn. Bjarni skrifaði eftir fundinn á Facebook-síðu sína að áformin væru mjög metnaðarfull. Lagt væri upp með að sjúkrahúsið yrði í fremstu röð í heiminum. „Á heilbrigðissviðinu liggja mikil tækifæri fyrir okkur Íslendinga til að laða að fjárfestingu, skapa störf og nýjar tekjur fyrir þjóðarbúið. Þessi tækifæri eigum við að grípa. Stefna stjórnvalda mun ráða úrslitum um það hvort greinar á borð við þessa geta náð fótfestu hér á landi," skrifar Bjarni á Facebook. Í kynningarefni Gunnars Ármannssonar, framkvæmdastjóra fyrir PrimaCare, kom meðal annars fram að stjórnvöld á Möltu hefðu nú sett sér það markmið að eyjan verði orðin eftirsóttur áfangastaður fyrir lækningaferðamennsku á árinu 2015 og hrint af stað markaðsátaki í samstarfi við hagsmunaaðila. Fulltrúar PrimaCare segja að liðskiptasjúklingum í Bandaríkjunum fjölgi um tíu prósent á ári og að eftirspurnin eftir aðgerðum muni sjöfaldast á næstu tuttugu árum. Þær verði rúmar fjórar milljónir árið 2030. „Helmingur sjúklinga sem þurfa mjaðmaliðskiptaaðgerð árið 2016 mun ekki fá hana og 72 prósent þeirra sem þurfa hnjáliðskiptaaðgerð," segir í kynningarefninu sem þingmönnunum var sýnt. Þá segir PrimaCare að biðlistar eftir aðgerðum muni lengjast með fjölgun sjúklinga. Á sama tíma fækki bæklunarlæknum því lítil nýliðun sé í greininni. „Hagræðingaraðgerðir í heilbrigðisþjónustu valda því að aðgerðir vegna sjúkdóma sem ekki eru lífshættulegir eru látnar sitja á hakanum," segir PrimaCare. Í þessu felist bæði mikil tækifæri fyrir Mosfellsbæ og Ísland allt. Jafna megi þessu við tvö álver án mengunar. Ný störf verði allt að eitt þúsund auk afleiddra starfa. „Tekjur á ári þegar full starfsemi er komin í gang er 120 milljónir Bandaríkjadala, um 14 milljarðar króna, sem gerir fyrirtækið að einu af 40 stærstu fyrirtækjum landsins," segir í kynningu PrimaCare. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Hópur alþingismanna úr Suðvesturkjördæmi sótti á mánudag kynningarfund hjá félaginu PrimaCare sem hyggur á rekstur einkasjúkrahúss í Mosfellsbæ með áherslu á liðskiptiaðgerðir fyrir útlendinga. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var meðal þeirra þingmanna sem sóttu fundinn. Bjarni skrifaði eftir fundinn á Facebook-síðu sína að áformin væru mjög metnaðarfull. Lagt væri upp með að sjúkrahúsið yrði í fremstu röð í heiminum. „Á heilbrigðissviðinu liggja mikil tækifæri fyrir okkur Íslendinga til að laða að fjárfestingu, skapa störf og nýjar tekjur fyrir þjóðarbúið. Þessi tækifæri eigum við að grípa. Stefna stjórnvalda mun ráða úrslitum um það hvort greinar á borð við þessa geta náð fótfestu hér á landi," skrifar Bjarni á Facebook. Í kynningarefni Gunnars Ármannssonar, framkvæmdastjóra fyrir PrimaCare, kom meðal annars fram að stjórnvöld á Möltu hefðu nú sett sér það markmið að eyjan verði orðin eftirsóttur áfangastaður fyrir lækningaferðamennsku á árinu 2015 og hrint af stað markaðsátaki í samstarfi við hagsmunaaðila. Fulltrúar PrimaCare segja að liðskiptasjúklingum í Bandaríkjunum fjölgi um tíu prósent á ári og að eftirspurnin eftir aðgerðum muni sjöfaldast á næstu tuttugu árum. Þær verði rúmar fjórar milljónir árið 2030. „Helmingur sjúklinga sem þurfa mjaðmaliðskiptaaðgerð árið 2016 mun ekki fá hana og 72 prósent þeirra sem þurfa hnjáliðskiptaaðgerð," segir í kynningarefninu sem þingmönnunum var sýnt. Þá segir PrimaCare að biðlistar eftir aðgerðum muni lengjast með fjölgun sjúklinga. Á sama tíma fækki bæklunarlæknum því lítil nýliðun sé í greininni. „Hagræðingaraðgerðir í heilbrigðisþjónustu valda því að aðgerðir vegna sjúkdóma sem ekki eru lífshættulegir eru látnar sitja á hakanum," segir PrimaCare. Í þessu felist bæði mikil tækifæri fyrir Mosfellsbæ og Ísland allt. Jafna megi þessu við tvö álver án mengunar. Ný störf verði allt að eitt þúsund auk afleiddra starfa. „Tekjur á ári þegar full starfsemi er komin í gang er 120 milljónir Bandaríkjadala, um 14 milljarðar króna, sem gerir fyrirtækið að einu af 40 stærstu fyrirtækjum landsins," segir í kynningu PrimaCare. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira