Bjarni vill að Ísland grípi tækifæri á heilbrigðissviði 3. desember 2010 06:00 Bjarni Benediiktsson Formaður Sjálfstæðisflokksins segir stefnu stjórnvalda munu ráða úrslitum um hvort starfsemi á borð við einkasjúkrahús PrimaCare í Mosfellsbæ nái fótfestu á Íslandi. Hópur alþingismanna úr Suðvesturkjördæmi sótti á mánudag kynningarfund hjá félaginu PrimaCare sem hyggur á rekstur einkasjúkrahúss í Mosfellsbæ með áherslu á liðskiptiaðgerðir fyrir útlendinga. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var meðal þeirra þingmanna sem sóttu fundinn. Bjarni skrifaði eftir fundinn á Facebook-síðu sína að áformin væru mjög metnaðarfull. Lagt væri upp með að sjúkrahúsið yrði í fremstu röð í heiminum. „Á heilbrigðissviðinu liggja mikil tækifæri fyrir okkur Íslendinga til að laða að fjárfestingu, skapa störf og nýjar tekjur fyrir þjóðarbúið. Þessi tækifæri eigum við að grípa. Stefna stjórnvalda mun ráða úrslitum um það hvort greinar á borð við þessa geta náð fótfestu hér á landi," skrifar Bjarni á Facebook. Í kynningarefni Gunnars Ármannssonar, framkvæmdastjóra fyrir PrimaCare, kom meðal annars fram að stjórnvöld á Möltu hefðu nú sett sér það markmið að eyjan verði orðin eftirsóttur áfangastaður fyrir lækningaferðamennsku á árinu 2015 og hrint af stað markaðsátaki í samstarfi við hagsmunaaðila. Fulltrúar PrimaCare segja að liðskiptasjúklingum í Bandaríkjunum fjölgi um tíu prósent á ári og að eftirspurnin eftir aðgerðum muni sjöfaldast á næstu tuttugu árum. Þær verði rúmar fjórar milljónir árið 2030. „Helmingur sjúklinga sem þurfa mjaðmaliðskiptaaðgerð árið 2016 mun ekki fá hana og 72 prósent þeirra sem þurfa hnjáliðskiptaaðgerð," segir í kynningarefninu sem þingmönnunum var sýnt. Þá segir PrimaCare að biðlistar eftir aðgerðum muni lengjast með fjölgun sjúklinga. Á sama tíma fækki bæklunarlæknum því lítil nýliðun sé í greininni. „Hagræðingaraðgerðir í heilbrigðisþjónustu valda því að aðgerðir vegna sjúkdóma sem ekki eru lífshættulegir eru látnar sitja á hakanum," segir PrimaCare. Í þessu felist bæði mikil tækifæri fyrir Mosfellsbæ og Ísland allt. Jafna megi þessu við tvö álver án mengunar. Ný störf verði allt að eitt þúsund auk afleiddra starfa. „Tekjur á ári þegar full starfsemi er komin í gang er 120 milljónir Bandaríkjadala, um 14 milljarðar króna, sem gerir fyrirtækið að einu af 40 stærstu fyrirtækjum landsins," segir í kynningu PrimaCare. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Hópur alþingismanna úr Suðvesturkjördæmi sótti á mánudag kynningarfund hjá félaginu PrimaCare sem hyggur á rekstur einkasjúkrahúss í Mosfellsbæ með áherslu á liðskiptiaðgerðir fyrir útlendinga. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var meðal þeirra þingmanna sem sóttu fundinn. Bjarni skrifaði eftir fundinn á Facebook-síðu sína að áformin væru mjög metnaðarfull. Lagt væri upp með að sjúkrahúsið yrði í fremstu röð í heiminum. „Á heilbrigðissviðinu liggja mikil tækifæri fyrir okkur Íslendinga til að laða að fjárfestingu, skapa störf og nýjar tekjur fyrir þjóðarbúið. Þessi tækifæri eigum við að grípa. Stefna stjórnvalda mun ráða úrslitum um það hvort greinar á borð við þessa geta náð fótfestu hér á landi," skrifar Bjarni á Facebook. Í kynningarefni Gunnars Ármannssonar, framkvæmdastjóra fyrir PrimaCare, kom meðal annars fram að stjórnvöld á Möltu hefðu nú sett sér það markmið að eyjan verði orðin eftirsóttur áfangastaður fyrir lækningaferðamennsku á árinu 2015 og hrint af stað markaðsátaki í samstarfi við hagsmunaaðila. Fulltrúar PrimaCare segja að liðskiptasjúklingum í Bandaríkjunum fjölgi um tíu prósent á ári og að eftirspurnin eftir aðgerðum muni sjöfaldast á næstu tuttugu árum. Þær verði rúmar fjórar milljónir árið 2030. „Helmingur sjúklinga sem þurfa mjaðmaliðskiptaaðgerð árið 2016 mun ekki fá hana og 72 prósent þeirra sem þurfa hnjáliðskiptaaðgerð," segir í kynningarefninu sem þingmönnunum var sýnt. Þá segir PrimaCare að biðlistar eftir aðgerðum muni lengjast með fjölgun sjúklinga. Á sama tíma fækki bæklunarlæknum því lítil nýliðun sé í greininni. „Hagræðingaraðgerðir í heilbrigðisþjónustu valda því að aðgerðir vegna sjúkdóma sem ekki eru lífshættulegir eru látnar sitja á hakanum," segir PrimaCare. Í þessu felist bæði mikil tækifæri fyrir Mosfellsbæ og Ísland allt. Jafna megi þessu við tvö álver án mengunar. Ný störf verði allt að eitt þúsund auk afleiddra starfa. „Tekjur á ári þegar full starfsemi er komin í gang er 120 milljónir Bandaríkjadala, um 14 milljarðar króna, sem gerir fyrirtækið að einu af 40 stærstu fyrirtækjum landsins," segir í kynningu PrimaCare. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira