Grunur um herpessýkingar í hestum 16. júní 2010 06:00 hestapestin Rannsóknarstyrkur sem ríkisstjórnin samþykkti að veita Keldum og Matvælastofnun til frekari rannsókna á hestapestinni kemur að góðum notum, að sögn yfirdýralæknis.frettabladld/Gva „Það eru vísbendingar um að veirusýkingar valdi upphafi hrossapestarinnar og streptokokkasýking valdi erfiðari hluta hennar,“ segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir um gang rannsókna á hrossapestinni illræmdu. Halldór segir þessar vísbendingar hafa komið fram í rannsóknum á Keldum. Í gær átti Halldór svo fund með Susanne Braun og Birni Steinbjörnssyni dýralæknum. Susanne hefur starfað sjálfstætt við hestalækningar á Íslandi um árabil. Björn er dýralæknir hjá Matvælastofnun, en hefur aðstoðað Susanne í sínum frítíma. „Þau hafa gert sjálfstæðar athuganir á hrossapestinni og skráð með skipulegum hætti hesta sem þau hafa skoðað,“ útskýrir Halldór. „Þau gerðu mér grein fyrir þessum athugunum, þar sem þau telja fram komnar vísbendingar um herpesveirusýkingu í hrossunum, en það á eftir að vinna meira úr þeim áður en eitthvað er fullyrt. Upplýsingar þeirra verða lagðar í púkkið, því hér eru allir að vinna í sömu áttina til að finna lausn. Hér hafa greinst herpestegundir en það þarf að elta þessar vísbendingar áður en því er slegið föstu að eitthvað nýtt sé á ferðinni í þeim efnum.“ Halldór segir enn uppi þá kenningu að veirusýkingin í upphafi pestar veiki mótstöðu hrossanna gegn streptokokkasýkingunni sem komi eftir á og valdi graftrarkenndri vilsu úr nefi og hósta. „Þetta er eitthvert samspil sem mikið er lagt upp úr að rannsaka,“ bætir Halldór við. Hann segir nú liggja fyrir samþykkt ríkisstjórnarinnar frá því í gær um rannsóknarstyrk til Matvælastofnunar og rannsóknastofunnar á Keldum upp á tæpar tuttugu milljónir. „Nú geta menn haldið ótrauðir áfram með þá samvinnu sem verið hefur í gangi og fram undan er hjá Matvælastofnun og á Keldum. Rafeindasmásjáin á Keldum hefur nú verið biluð um skeið, en hún er ómetanlegt tæki við þær rannsóknir sem nú eru í gangi. Nú hefur fengist fjármagn til að gera við hana. Það verður lögð áhersla á að vinna eins hratt og hægt er því menn hafa áhyggjur af næsta vetri og að pestin geti þá magnast aftur upp.“ jss@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Sjá meira
„Það eru vísbendingar um að veirusýkingar valdi upphafi hrossapestarinnar og streptokokkasýking valdi erfiðari hluta hennar,“ segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir um gang rannsókna á hrossapestinni illræmdu. Halldór segir þessar vísbendingar hafa komið fram í rannsóknum á Keldum. Í gær átti Halldór svo fund með Susanne Braun og Birni Steinbjörnssyni dýralæknum. Susanne hefur starfað sjálfstætt við hestalækningar á Íslandi um árabil. Björn er dýralæknir hjá Matvælastofnun, en hefur aðstoðað Susanne í sínum frítíma. „Þau hafa gert sjálfstæðar athuganir á hrossapestinni og skráð með skipulegum hætti hesta sem þau hafa skoðað,“ útskýrir Halldór. „Þau gerðu mér grein fyrir þessum athugunum, þar sem þau telja fram komnar vísbendingar um herpesveirusýkingu í hrossunum, en það á eftir að vinna meira úr þeim áður en eitthvað er fullyrt. Upplýsingar þeirra verða lagðar í púkkið, því hér eru allir að vinna í sömu áttina til að finna lausn. Hér hafa greinst herpestegundir en það þarf að elta þessar vísbendingar áður en því er slegið föstu að eitthvað nýtt sé á ferðinni í þeim efnum.“ Halldór segir enn uppi þá kenningu að veirusýkingin í upphafi pestar veiki mótstöðu hrossanna gegn streptokokkasýkingunni sem komi eftir á og valdi graftrarkenndri vilsu úr nefi og hósta. „Þetta er eitthvert samspil sem mikið er lagt upp úr að rannsaka,“ bætir Halldór við. Hann segir nú liggja fyrir samþykkt ríkisstjórnarinnar frá því í gær um rannsóknarstyrk til Matvælastofnunar og rannsóknastofunnar á Keldum upp á tæpar tuttugu milljónir. „Nú geta menn haldið ótrauðir áfram með þá samvinnu sem verið hefur í gangi og fram undan er hjá Matvælastofnun og á Keldum. Rafeindasmásjáin á Keldum hefur nú verið biluð um skeið, en hún er ómetanlegt tæki við þær rannsóknir sem nú eru í gangi. Nú hefur fengist fjármagn til að gera við hana. Það verður lögð áhersla á að vinna eins hratt og hægt er því menn hafa áhyggjur af næsta vetri og að pestin geti þá magnast aftur upp.“ jss@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Sjá meira