Afla á ríkissjóði aukinna tekna með nýjum, hærri og breyttum sköttum 2. október 2010 03:00 Steingrímur J. Sigfússon. Taka á upp bankaskatt, hækka fjármagns-, fyrirtækja- og erfðafjárskatt og breyta ýmsum öðrum sköttum og opinberum gjöldum til að afla ríkissjóði ellefu milljarða í nýjar tekjur á næsta ári. Ekki á að hrófla við tekjuskatti, virðisaukaskatti eða tryggingagjaldi. Áætlað er að heildartekjur ríkissjóðs verði 477 milljarðar á næsta ári, og aukist um rúma 24 milljarða frá þessu ári, að frátöldum óreglulegum liðum. Bankaskatturinn verður innleiddur að bresk-sænskri fyrirmynd með sambærilegum skatthlutföllum og þar tíðkast. Erfðafjárskatturinn verður tvöfaldaður, en frítekjumarkið verður hækkað í leiðinni. „Við erum með einhvern lægsta og flatasta erfðafjárskatt sem finnst á byggðu bóli og teljum ekki óeðlilegt að hann sé færður eitthvað upp í áttina að því sem gerist í öðrum löndum þar sem hann er lægstur," sagði Steingrímur við kynningu fjárlaganna í gær. Þá stendur til að breyta útfærslu auðlegðarskatts, - eignaskatts á stóreignafólk - hlutfall hans og afmörkun fjárhæða. Ná á 1,3 milljörðum í auknar tekjur með breytingum á áfengis- og tóbaksgjaldi og jafnvel einnig fyrirkomulagi fríhafnarverslunar. Farið verður í kerfisbreytingar á bifreiðagjöldum sem miða að því að færa alla skattlagningu yfir á losun. Breytingin mun skila lítilsháttar tekjuaukningu, en Steingrímur segir að sjónarmið um kerfisbreytingu búi einkum að baki. Að síðustu fær fólk heimild til úttektar úr séreignarsjóðum og þarf að greiða tekjuskatt af þeim úttektum. Áætlað er að það skili ríkissjóði þremur milljörðum. Fréttir Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Sjá meira
Taka á upp bankaskatt, hækka fjármagns-, fyrirtækja- og erfðafjárskatt og breyta ýmsum öðrum sköttum og opinberum gjöldum til að afla ríkissjóði ellefu milljarða í nýjar tekjur á næsta ári. Ekki á að hrófla við tekjuskatti, virðisaukaskatti eða tryggingagjaldi. Áætlað er að heildartekjur ríkissjóðs verði 477 milljarðar á næsta ári, og aukist um rúma 24 milljarða frá þessu ári, að frátöldum óreglulegum liðum. Bankaskatturinn verður innleiddur að bresk-sænskri fyrirmynd með sambærilegum skatthlutföllum og þar tíðkast. Erfðafjárskatturinn verður tvöfaldaður, en frítekjumarkið verður hækkað í leiðinni. „Við erum með einhvern lægsta og flatasta erfðafjárskatt sem finnst á byggðu bóli og teljum ekki óeðlilegt að hann sé færður eitthvað upp í áttina að því sem gerist í öðrum löndum þar sem hann er lægstur," sagði Steingrímur við kynningu fjárlaganna í gær. Þá stendur til að breyta útfærslu auðlegðarskatts, - eignaskatts á stóreignafólk - hlutfall hans og afmörkun fjárhæða. Ná á 1,3 milljörðum í auknar tekjur með breytingum á áfengis- og tóbaksgjaldi og jafnvel einnig fyrirkomulagi fríhafnarverslunar. Farið verður í kerfisbreytingar á bifreiðagjöldum sem miða að því að færa alla skattlagningu yfir á losun. Breytingin mun skila lítilsháttar tekjuaukningu, en Steingrímur segir að sjónarmið um kerfisbreytingu búi einkum að baki. Að síðustu fær fólk heimild til úttektar úr séreignarsjóðum og þarf að greiða tekjuskatt af þeim úttektum. Áætlað er að það skili ríkissjóði þremur milljörðum.
Fréttir Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Sjá meira