Mútuþægnir embættismenn flækjast fyrir í grísku skuldasúpunni 28. janúar 2010 10:33 Mútuþægnir opinberir starfsmenn í Grikklandi eru meðal þess sem gerir landinu erfitt fyrir að ná sér upp úr skuldasúpunni sem það svamlar í þessa dagana. Mútuþægni er orðin það landlæg með grískra embættismanna að litið er á þennan glæp sem eðlilega hegðun meðal þjóðarinnar.Fjallað er ítarlega um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Þar er sögð saga Aris Kefalogiannis eigenda ólívuolíufyrirtækis. Hann stofnaði fyrirtækið fyrir áratug síðan og þá tók við þrautarganga milli ýmissa opinbera stofnanna til að fá tilskilin leyfi fyrir rekstrinum. Allsstaðar þurfti Kefalogiannis að múta embættismönnum til að fá þessi leyfi.Eftir áralanga baráttu við þetta spillta embættiskerfi ákvað Kefalogiannis að flytja höfuðstöðvar fyrirtækis síns, Gaea Products, frá Aþenu til smábæjarins Agrinion. Ekki vegna þess að mútuþægnin þar væri eitthvað minni heldur að þar þurfti að múta færri embættismönnum en í höfuðborginni.„Mútur eru afleiðingar skrifræðisins," segir Kefalogiannis. „Fólk fær upp í kok og borgar hvað sem er til að eyða ekki tíma sínum meir. Þetta veldur minni vexti og fjárfestingum í Grikklandi."Costas Bakouris formaður Transparency International deildar Grikklands segir að landið sé, ásamt Búlgaríu og Rúmeníu, spilltasta landið innan ESB. Spillingin í Grikklandi sé á pari við það sem gengur og gerist í Kólombíu.Samkvæmt könnun Transparency þarf að meðaltali að greiða 300 evrur í mútur til að komast hjá bifreiðaskoðun. Til að komast í forgangsröð í skurðaðgerð á opinberum spítölum þarf að greiða 2.500 evrur í mútur. Alls námu mútugreiðslur í Grikklandi um 900 milljónum evra, eða rúmlega 160 milljörðum kr., á árinu 2008 samkvæmt könnuninni sem byggði á svörum frá 6.000 Grikkjum.Fyrir utan mútur eru gjafir til embættismanna, stjórnmálamanna og ráðherra algengar í Grikklandi. Tekið er dæmi um að tveimur dögum fyrir síðustu jól kom sendill frá kínverska sendiráðinu við á skrifstofu menningar- og ferðamálaráðherra Grikklands. Þar afhenti hann þrjá poka með gjöfum. Skömmu síðar kom annar sendill og afhenti kröfu fulla af vínflöskum. Talsmaður ráðuneytisins segir að engar opinberar reglur séu til um slíkar gjafir í Grikklandi.Pavlos Yeroulanos menningar- og ferðamálaráðherra landsins segir að hann endursendi þessar gjafir..."nema bækurnar og áfengið," segir hann og bætir því við að spilling og skrifræði sé að kæfa landið. Grikklandi muni aldrei blómstra nema tekið sé á þessum vandamálum.Grísk stjórnvöld hafa boðað ýmsar aðgerðir gegn mútum og spillingu í landinu. Slíkar aðgerðir eru ekki nýjar af nálinni en nauðsynlegri en nokkurn tíman fyrr vegna þess hve fjárhagur Grikklands er bágborinn. Stjórnvöld áætla að aðgerðir þeirra, í samráði við skattayfirvöld, muni skila 1,2 milljörðum evra í kassann á þessu ári. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Mútuþægnir opinberir starfsmenn í Grikklandi eru meðal þess sem gerir landinu erfitt fyrir að ná sér upp úr skuldasúpunni sem það svamlar í þessa dagana. Mútuþægni er orðin það landlæg með grískra embættismanna að litið er á þennan glæp sem eðlilega hegðun meðal þjóðarinnar.Fjallað er ítarlega um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Þar er sögð saga Aris Kefalogiannis eigenda ólívuolíufyrirtækis. Hann stofnaði fyrirtækið fyrir áratug síðan og þá tók við þrautarganga milli ýmissa opinbera stofnanna til að fá tilskilin leyfi fyrir rekstrinum. Allsstaðar þurfti Kefalogiannis að múta embættismönnum til að fá þessi leyfi.Eftir áralanga baráttu við þetta spillta embættiskerfi ákvað Kefalogiannis að flytja höfuðstöðvar fyrirtækis síns, Gaea Products, frá Aþenu til smábæjarins Agrinion. Ekki vegna þess að mútuþægnin þar væri eitthvað minni heldur að þar þurfti að múta færri embættismönnum en í höfuðborginni.„Mútur eru afleiðingar skrifræðisins," segir Kefalogiannis. „Fólk fær upp í kok og borgar hvað sem er til að eyða ekki tíma sínum meir. Þetta veldur minni vexti og fjárfestingum í Grikklandi."Costas Bakouris formaður Transparency International deildar Grikklands segir að landið sé, ásamt Búlgaríu og Rúmeníu, spilltasta landið innan ESB. Spillingin í Grikklandi sé á pari við það sem gengur og gerist í Kólombíu.Samkvæmt könnun Transparency þarf að meðaltali að greiða 300 evrur í mútur til að komast hjá bifreiðaskoðun. Til að komast í forgangsröð í skurðaðgerð á opinberum spítölum þarf að greiða 2.500 evrur í mútur. Alls námu mútugreiðslur í Grikklandi um 900 milljónum evra, eða rúmlega 160 milljörðum kr., á árinu 2008 samkvæmt könnuninni sem byggði á svörum frá 6.000 Grikkjum.Fyrir utan mútur eru gjafir til embættismanna, stjórnmálamanna og ráðherra algengar í Grikklandi. Tekið er dæmi um að tveimur dögum fyrir síðustu jól kom sendill frá kínverska sendiráðinu við á skrifstofu menningar- og ferðamálaráðherra Grikklands. Þar afhenti hann þrjá poka með gjöfum. Skömmu síðar kom annar sendill og afhenti kröfu fulla af vínflöskum. Talsmaður ráðuneytisins segir að engar opinberar reglur séu til um slíkar gjafir í Grikklandi.Pavlos Yeroulanos menningar- og ferðamálaráðherra landsins segir að hann endursendi þessar gjafir..."nema bækurnar og áfengið," segir hann og bætir því við að spilling og skrifræði sé að kæfa landið. Grikklandi muni aldrei blómstra nema tekið sé á þessum vandamálum.Grísk stjórnvöld hafa boðað ýmsar aðgerðir gegn mútum og spillingu í landinu. Slíkar aðgerðir eru ekki nýjar af nálinni en nauðsynlegri en nokkurn tíman fyrr vegna þess hve fjárhagur Grikklands er bágborinn. Stjórnvöld áætla að aðgerðir þeirra, í samráði við skattayfirvöld, muni skila 1,2 milljörðum evra í kassann á þessu ári.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira