Gylfa skorti tíma til að kynna sér málið 20. ágúst 2010 05:45 Gylfi Magnússon Viðskiptaráðherra biðst velvirðingar á því að þurft hafi að leiðrétta orð hans í viðtali RÚV. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segist ekki hafa haft nægan tíma að kynna sér feril minnisblaðamálsins þegar hann sagði í Kastljósþætti RÚV, 10. ágúst, að þann 1. júlí hefði hann ekki vitað af vinnu Seðlabankans um lögmæti gengistryggingar. „Fyrir viðtalið við Kastljós 10. ágúst hafði ég aðeins skamman tíma til að kynna mér feril málsins vorið og sumarið 2009 en sú tímalína skýrðist betur eftir því sem leið á vikuna,“ segir Gylfi í tölvupósti. Ráðherrann var munnlega upplýstur seint í júní um að Seðlabankinn hefði látið Lex vinna minnisblað um verðtryggingu. Hann segir að þetta hafi verið kynnt fyrir honum þannig að þau væru lögleg en álitamál væri hvort „sum myntkörfulán“ væru þess háttar lán eða ekki. „Það sem Sigríður Logadóttir bætti við frá Seðlabankanum ber ekki á góma sérstaklega fyrr en um haustið, líklega í ágúst,“ segir Gylfi. Minnisblað Sigríðar fjallar mestanpart um að bannað sé að gengistryggja krónulán. Minnisblað Lex fjallar um heimildir til verðtryggingar í íslenskum krónum. Á RÚV sagði Gylfi að Seðlabanki Íslands þyrfti að svara fyrir það „mjög óvenjulega fyrirkomulag“, að upplýsingarnar voru ekki kynntar fyrir ráðherrum: „Ég frétti ekki af þessari skoðun eða þessari vinnu Seðlabankans fyrr en allnokkru eftir 1. júlí og í raun og veru sá ég ekki þessi álit fyrr en eftir að þau voru gerð opinber núna fyrir örfáum dögum,“ sagði hann þar, 10. ágúst. Þann 14. ágúst sagðist Gylfi svo hér í blaðinu engu hafa verið leyndur, heldur verið fyllilega upplýstur um gang mála. „Ég var upplýstur um hina lagalegu stöðu með minnisblaði ráðuneytisins og þessi óvissa var undirstrikuð í minnisblöðunum öllum, sem aðeins dómstólar geta leitt til lykta. Hina lagalegu óvissu ítrekaði ég um vorið í viðtölum við fjölmiðla, í þinginu í júlí og margoft síðan,“ segir ráðherra. Sem þekkt er hefur Gylfi beðist velvirðingar á svari sínu við fyrirspurn á Alþingi 1. júlí um gengistryggð lán. Spurður hvort hann telji ástæðu til að biðja til dæmis Seðlabanka eða almenning afsökunar vegna ummælanna í Kastljósinu segir hann það „sjálfsagt að biðja alla þá sem málið varðar velvirðingar á því að leiðrétta þurfti upplýsingar sem áður komu fram, eftir að fyllri mynd gafst af atburðarásinni“. klemens@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segist ekki hafa haft nægan tíma að kynna sér feril minnisblaðamálsins þegar hann sagði í Kastljósþætti RÚV, 10. ágúst, að þann 1. júlí hefði hann ekki vitað af vinnu Seðlabankans um lögmæti gengistryggingar. „Fyrir viðtalið við Kastljós 10. ágúst hafði ég aðeins skamman tíma til að kynna mér feril málsins vorið og sumarið 2009 en sú tímalína skýrðist betur eftir því sem leið á vikuna,“ segir Gylfi í tölvupósti. Ráðherrann var munnlega upplýstur seint í júní um að Seðlabankinn hefði látið Lex vinna minnisblað um verðtryggingu. Hann segir að þetta hafi verið kynnt fyrir honum þannig að þau væru lögleg en álitamál væri hvort „sum myntkörfulán“ væru þess háttar lán eða ekki. „Það sem Sigríður Logadóttir bætti við frá Seðlabankanum ber ekki á góma sérstaklega fyrr en um haustið, líklega í ágúst,“ segir Gylfi. Minnisblað Sigríðar fjallar mestanpart um að bannað sé að gengistryggja krónulán. Minnisblað Lex fjallar um heimildir til verðtryggingar í íslenskum krónum. Á RÚV sagði Gylfi að Seðlabanki Íslands þyrfti að svara fyrir það „mjög óvenjulega fyrirkomulag“, að upplýsingarnar voru ekki kynntar fyrir ráðherrum: „Ég frétti ekki af þessari skoðun eða þessari vinnu Seðlabankans fyrr en allnokkru eftir 1. júlí og í raun og veru sá ég ekki þessi álit fyrr en eftir að þau voru gerð opinber núna fyrir örfáum dögum,“ sagði hann þar, 10. ágúst. Þann 14. ágúst sagðist Gylfi svo hér í blaðinu engu hafa verið leyndur, heldur verið fyllilega upplýstur um gang mála. „Ég var upplýstur um hina lagalegu stöðu með minnisblaði ráðuneytisins og þessi óvissa var undirstrikuð í minnisblöðunum öllum, sem aðeins dómstólar geta leitt til lykta. Hina lagalegu óvissu ítrekaði ég um vorið í viðtölum við fjölmiðla, í þinginu í júlí og margoft síðan,“ segir ráðherra. Sem þekkt er hefur Gylfi beðist velvirðingar á svari sínu við fyrirspurn á Alþingi 1. júlí um gengistryggð lán. Spurður hvort hann telji ástæðu til að biðja til dæmis Seðlabanka eða almenning afsökunar vegna ummælanna í Kastljósinu segir hann það „sjálfsagt að biðja alla þá sem málið varðar velvirðingar á því að leiðrétta þurfti upplýsingar sem áður komu fram, eftir að fyllri mynd gafst af atburðarásinni“. klemens@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira