Háskólar í mótun III 21. október 2010 06:00 Háskólar og æðri menntun gegna æ mikilvægara hlutverki í nútímasamfélagi. Í stuttu máli felst meginhlutverk háskóla í að efla vísindi og fræði með rannsóknum og kennslu; leggja grunn að sérhæfðri fagmennsku; vera grundvöllur framþróunar og nýsköpunar en jafnframt gagnrýnið afl í samfélaginu sem byggir á akademísku frelsi. Óhætt er að fullyrða að háskólar landsins hafi mjög margþættu hlutverki að gegna. Ég hef orðið vör við það að þegar ég ræði um samfélagslega ábyrgð háskóla spyr fólk iðulega hvort mér sé þá ekki umhugað um kennslu eða rannsóknir. Þvert á móti: Öll þessi hlutverk styðja hvert við annað, ekki síst ef stjórnendur og fagfólk í háskólum er meðvitað um þau. Í grein sinni frá 2007 lýsir Páll Skúlason því að erfiðleikarnir sem háskólar eiga við að etja um þessar mundir stafi líklega af því að samfélagseðli þeirra hafi verið vanrækt. Þetta samfélagseðli hafi verið látið víkja fyrir fyrirtækissjónarmiðinu þegar háskólinn tekur upp á því að laga sig að rökvísi fyrirtækisins, hvort sem þá er átt við framleiðslu eða sölu, og látið í veðri vaka að skyldur hans felist í að skila hagnaði. Lærdómur skýrslu rannsóknarnefndarEf við skoðum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um það sem fór úrskeiðis í aðdraganda hrunsins er þar mikinn lærdóm að draga en líka margar spurningar sem þarf að svara. Stjórnendur bankanna voru ekki ómenntaðir í þeim skilningi að þeir hefðu ekki prófgráður. Hins vegar má spyrja um menntun þeirra sem viljandi brjóta reglur því að eitt af því sem kom fram í skýrslunni var að það regluverk sem þó var til staðar var ekki virt. Það vekur spurningar um mannlegt eðli - af hverju breyta menn rangt? Menntun felst ekki aðeins í að fá þjálfun í tilteknu starfi eða verklagi. Hún felst í að efla þroska sinn og skilja hvað felst í því að vera maður. Hún felst í því að temja sér gagnrýna hugsun þannig að hver og einn geti tekið sjálfstæða og gagnrýna afstöðu í flóknum málum Lengi vel hefur þetta verið undirstaða alls háskólanáms í Bandaríkjum Norður-Ameríku að háskólanemar taka grunn í heimspeki, listum og öðrum húmanískum fögum sem á að þjóna þessum tilgangi. En með kröfum um aukna sérhæfingu á öllum sviðum er hættan sú að þessum húmanísku fögum hnigni og raunar sjáum við þess þegar merki. Sá lærdómur sem við gætum hins vegar dregið af rannsóknaskýrslunni er að þetta þarf einmitt að byggja upp því að menn sem þekkja sjálfa sig og gefa sér tíma til að hugsa, gagnrýna og skoða málin eru líklegir til að taka viturlegar ákvarðanir í þágu samfélagsins. Hefði gagnrýnin hugsun verið höfð að leiðarljósi hefðu Íslendingar verið betur heima í hinu alþjóðlega fjármálakerfi og þeim öflum sem þar stjórna. Íslenskir borgarar hefðu þar af leiðandi verið gagnrýnni á aðferðir og vinnulag bankanna. Gagnrýni hefði þá ekki verið flokkuð sem úrtölur, neikvæðni og leiðindi heldur eðlilegur hluti af lýðræðissamfélagi. Og háskólar eiga og verða að vera leiðandi í því að efla þessa gagnrýnu hugsun, það er ein af mörgum skyldum þeirra þannig að þeir nemendur sem lokið hafa námi í háskólum landsins séu færir um að taka sjálfstæða afstöðu - hvort sem þeir verða viðskiptafræðingar, kennarar eða læknar. Gæði háskólastarfsinsÍslendingar fjármagna háskólastarf sitt fyrst og fremst með skattfé. Miklu skiptir að þeir fjármunir nýtist sem best og eitt af því sem við höfum hvatt stjórnendur og fagfólk í háskólum að gera er að innleiða aukið svigrúm fyrir breytileika í rannsóknarskyldu kennara og nú er hægt að skilgreina rannsóknarhlutfall frá 30% upp í 70% allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Ef þessi hugmyndafræði er þróuð skynsamlega er líklegra að hver og einn fái að njóta sinna sterku hliða og afköst og fagmennska aukist. Í niðurstöðum rýnihópa sem störfuðu fyrir ráðuneytið komu fram eindregnar ábendingar um stofnun gæðaráðs sem bæri ábyrgð á eftirliti með gæðum kennslu og rannsókna við íslenska háskóla. Starfsmenn vísinda- og háskólaskrifstofu hafa undanfarna mánuði unnið að útfærslu hugmyndarinnar í samstarfi við Rannís, háskólana og erlenda sérfræðinga. Markmið með stofnun gæðaráðs er fyrst og fremst að tryggja betur gæði háskólastarfsemi á Íslandi; tryggja samkeppnishæfni háskóla á alþjóðavettvangi; efla traust hagsmunaaðila á ferli gæðaeftirlits hér á landi; að skapa sátt um gæðaeftirlit innan háskólasamfélagsins; að tryggja að skipulagning og framkvæmd ytra mats sé í höndum óháðra aðila og ekki síst að færa gæðaeftirlit á Íslandi til samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar sem Ísland hefur tekið á sig með þátttöku í Bologna-ferlinu sem miðar að öflugra alþjóðlegra samstarfi á sviði háskólamála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Skoðanir Skoðun Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Háskólar og æðri menntun gegna æ mikilvægara hlutverki í nútímasamfélagi. Í stuttu máli felst meginhlutverk háskóla í að efla vísindi og fræði með rannsóknum og kennslu; leggja grunn að sérhæfðri fagmennsku; vera grundvöllur framþróunar og nýsköpunar en jafnframt gagnrýnið afl í samfélaginu sem byggir á akademísku frelsi. Óhætt er að fullyrða að háskólar landsins hafi mjög margþættu hlutverki að gegna. Ég hef orðið vör við það að þegar ég ræði um samfélagslega ábyrgð háskóla spyr fólk iðulega hvort mér sé þá ekki umhugað um kennslu eða rannsóknir. Þvert á móti: Öll þessi hlutverk styðja hvert við annað, ekki síst ef stjórnendur og fagfólk í háskólum er meðvitað um þau. Í grein sinni frá 2007 lýsir Páll Skúlason því að erfiðleikarnir sem háskólar eiga við að etja um þessar mundir stafi líklega af því að samfélagseðli þeirra hafi verið vanrækt. Þetta samfélagseðli hafi verið látið víkja fyrir fyrirtækissjónarmiðinu þegar háskólinn tekur upp á því að laga sig að rökvísi fyrirtækisins, hvort sem þá er átt við framleiðslu eða sölu, og látið í veðri vaka að skyldur hans felist í að skila hagnaði. Lærdómur skýrslu rannsóknarnefndarEf við skoðum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um það sem fór úrskeiðis í aðdraganda hrunsins er þar mikinn lærdóm að draga en líka margar spurningar sem þarf að svara. Stjórnendur bankanna voru ekki ómenntaðir í þeim skilningi að þeir hefðu ekki prófgráður. Hins vegar má spyrja um menntun þeirra sem viljandi brjóta reglur því að eitt af því sem kom fram í skýrslunni var að það regluverk sem þó var til staðar var ekki virt. Það vekur spurningar um mannlegt eðli - af hverju breyta menn rangt? Menntun felst ekki aðeins í að fá þjálfun í tilteknu starfi eða verklagi. Hún felst í að efla þroska sinn og skilja hvað felst í því að vera maður. Hún felst í því að temja sér gagnrýna hugsun þannig að hver og einn geti tekið sjálfstæða og gagnrýna afstöðu í flóknum málum Lengi vel hefur þetta verið undirstaða alls háskólanáms í Bandaríkjum Norður-Ameríku að háskólanemar taka grunn í heimspeki, listum og öðrum húmanískum fögum sem á að þjóna þessum tilgangi. En með kröfum um aukna sérhæfingu á öllum sviðum er hættan sú að þessum húmanísku fögum hnigni og raunar sjáum við þess þegar merki. Sá lærdómur sem við gætum hins vegar dregið af rannsóknaskýrslunni er að þetta þarf einmitt að byggja upp því að menn sem þekkja sjálfa sig og gefa sér tíma til að hugsa, gagnrýna og skoða málin eru líklegir til að taka viturlegar ákvarðanir í þágu samfélagsins. Hefði gagnrýnin hugsun verið höfð að leiðarljósi hefðu Íslendingar verið betur heima í hinu alþjóðlega fjármálakerfi og þeim öflum sem þar stjórna. Íslenskir borgarar hefðu þar af leiðandi verið gagnrýnni á aðferðir og vinnulag bankanna. Gagnrýni hefði þá ekki verið flokkuð sem úrtölur, neikvæðni og leiðindi heldur eðlilegur hluti af lýðræðissamfélagi. Og háskólar eiga og verða að vera leiðandi í því að efla þessa gagnrýnu hugsun, það er ein af mörgum skyldum þeirra þannig að þeir nemendur sem lokið hafa námi í háskólum landsins séu færir um að taka sjálfstæða afstöðu - hvort sem þeir verða viðskiptafræðingar, kennarar eða læknar. Gæði háskólastarfsinsÍslendingar fjármagna háskólastarf sitt fyrst og fremst með skattfé. Miklu skiptir að þeir fjármunir nýtist sem best og eitt af því sem við höfum hvatt stjórnendur og fagfólk í háskólum að gera er að innleiða aukið svigrúm fyrir breytileika í rannsóknarskyldu kennara og nú er hægt að skilgreina rannsóknarhlutfall frá 30% upp í 70% allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Ef þessi hugmyndafræði er þróuð skynsamlega er líklegra að hver og einn fái að njóta sinna sterku hliða og afköst og fagmennska aukist. Í niðurstöðum rýnihópa sem störfuðu fyrir ráðuneytið komu fram eindregnar ábendingar um stofnun gæðaráðs sem bæri ábyrgð á eftirliti með gæðum kennslu og rannsókna við íslenska háskóla. Starfsmenn vísinda- og háskólaskrifstofu hafa undanfarna mánuði unnið að útfærslu hugmyndarinnar í samstarfi við Rannís, háskólana og erlenda sérfræðinga. Markmið með stofnun gæðaráðs er fyrst og fremst að tryggja betur gæði háskólastarfsemi á Íslandi; tryggja samkeppnishæfni háskóla á alþjóðavettvangi; efla traust hagsmunaaðila á ferli gæðaeftirlits hér á landi; að skapa sátt um gæðaeftirlit innan háskólasamfélagsins; að tryggja að skipulagning og framkvæmd ytra mats sé í höndum óháðra aðila og ekki síst að færa gæðaeftirlit á Íslandi til samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar sem Ísland hefur tekið á sig með þátttöku í Bologna-ferlinu sem miðar að öflugra alþjóðlegra samstarfi á sviði háskólamála.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun