Hvað getum við gert? III 21. október 2010 06:00 Þetta er þriðja grein mín um hvað þarf (að breytast) til þess að stjórnmál fari að virka fyrir almenning og ástæður þess að það er bæði óæskilegt og ósanngjarnt að setja alla flokka undir sama hatt. Í síðustu grein rakti ég þær róttæku breytingar sem Framsókn réðist í og hvernig við sýndum í verki að alvara væri á bakvið þær breytingar. Alla tíð síðan höfum við lagt fram fjölmargar tillögur að lausnum, aðvaranir og ábendingar um hvað betur mætti fara og ráð um hvernig best væri að standa að því. Margt af því hefur þegar sannað gildi sitt og er nú ofarlega í umræðunni eins og rakið verður hér að neðan: 1. Stjórnmálamenn verða að vinna betur samanÞrátt fyrir reynsluna af minnihlutastjórninni höfum við ítrekað boðið stjórnvöldum samstarf við úrlausn mála. M.a. með tillögum í þinginu, þátttöku í samráðsnefndum og með því að teygja okkur langt til að vinna með stjórnvöldum að lausn Icesave-deilunnar. Í mars kynntum við svo kallaðar þjóðarsáttartillögur en stjórnvöld hafa nú boðað slíkt samstarf eftir mótmælin miklu á Austurvelli. 2. Almenn skuldaleiðréttingTillögur okkar um almenna skuldaleiðréttingu komu til vegna þess að minnihlutastjórnin lagði ekki fram tillögur að því hvernig hún ætlaði að uppfylla skilyrðin fyrir tilveru sinni. Þ.e. hvernig hún hygðist taka á skuldavanda heimila og atvinnulífs (sem var orðið afar aðkallandi þegar í byrjun árs 2009). Rökin sem við færðum fyrir því að hagkvæmt, rétt og sanngjarnt væri að fara þá leið hafa síðan sannað gildi sitt eitt af öðru þótt nú sé reyndar búið að varpa fyrir róða mörgum þeirra tækifæra sem gáfust til að framkvæma leiðréttinguna með skilvirkum og ódýrum hætti. Iðulega höfum við þó ítrekað að við værum reiðubúin til að ræða útfærsluna til að finna þá leið sem á best við á hverjum tíma. 3. Undirgefni gagnvart erlendum stofnunum og kröfuhöfumÞingflokkur framsóknarmanna studdi neyðarlögin í stjórnarandstöðu og frá upphafi höfum við bent á að þær efnahagslegu hremmingar sem þjóðin lenti í kalli á róttækar aðgerðir til að tryggja hagsmuni almennings. Í tvö ár höfum við varað við undirgefni stjórnvalda gagnvart erlendum kröfuhöfum, stjórnmálamönnum og alþjóðastofnunum. Það er skammgóður vermir að reyna að kaupa sér vinsældir erlendis með undirgefni. Til lengri tíma litið skilja allir að Íslendingar eru í þeirri stöðu að þurfa að verja hagsmuni sína af festu, það mundu aðrar þjóðir gera í sömu aðstöðu. 4. AlþjóðagjaldeyrissjóðurinnVið höfum hvað eftir annað gagnrýnt samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og varað við því að AGS fengi að stýra stefnu stjórnvalda, sérstaklega í ljósi reynslu annarra landa. Jafnframt höfum við bent á aðrar leiðir til lausnar. Oft fengum við bágt fyrir en erlendir sérfræðingar hafa tekið undir einn af öðrum (m.a. tveir Nóbelsverðlaunahafar í hagfræði). 5. IcesaveMánuðum saman var okkur legið á hálsi fyrir að vera of hörð í Icesave-deilunni og máttum þola endalausar „pólitískar loftárásir" af þeirri ástæðu. Framsóknarmenn voru hvað eftir annað sagðir einangraðir í afstöðu sinni. Á endanum greiddu 98% þeirra sem tóku afstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu atkvæði með þeirri afstöðu sem Framsókn var sögð einangruð í. Öfugt við hrakspárnar styrktist gengið og skuldatryggingaálagið lækkaði í framhaldinu. Sparnaðurinn sem þegar er til kominn vegna lægri vaxtagreiðslna er meiri en nemur öllum skattahækkunum og niðurskurði ríkisstjórnarinnar. 6. Fyrning gjaldþrotakrafnaVið höfum barist fyrir því að kröfur vegna gjaldþrota fyrnist á nokkrum árum svo að fólk sem lendir í gjaldþroti geti byrjað að byggja upp að nýju, sjálfu sér, fjölskyldum sínum og samfélaginu til heilla. 7. Gengisbundin lán og nýju bankarnirHæstiréttur staðfesti ólögmæti gengisbundinna lána. Að mati ráðherra stefndi dómurinn nýju bönkunum í hættu og gat kostað ríkið yfir 100 milljarða króna. Framsóknarmenn leiddu umræðuna um gengisbundin lán með ítrekuðum fyrirspurnum í þinginu frá því á fyrri hluta árs 2009. Við vöruðum við áhættunni sem fylgdi stofnun nýju bankanna og lögðum fram tillögu um ódýrari og áhættuminni leið sem hefði auk þess gert bankana betur í stakk búna til að afskrifa og gegna hlutverki sínu. 8. VerðtrygginginVið höfum lagt mikla áherslu á umræðu um verðtryggingu og lögðum til að sett yrði 4% hámark á vísitölutengingu. Loks fengum við, með samningum við ríkisstjórnina, samþykkta stofnun nefndar sem á að hanna leiðir til að afnema eða vinda ofan af neikvæðum áhrifum verðtryggingarinnar. 9. Heimilin í óvissuÞegar ljóst var orðið að stefndi í stór álitamál varðandi gengisbundin lán og aðrar kröfur á heimilin lögðu þingmenn Framsóknar fram frumvarp að lögum um hópmálsókn og flýtimeðferð fyrir dómstólum til þess að slík mál yrðu ekki í óvissu mánuðum og árum saman og héldu um leið samfélaginu í frosti. 10. SkjaldborginÞegar til stóð að leggja niður samráðshóp þingmanna um stöðu heimilanna síðast liðið vor, þar eð allar aðgerðir sem von væri á væru fram komnar, fengum við því afstýrt. Það gerðum við vegna þess að við blasti að ekki væri nóg að gert. Við töldum allt betra en ekkert en vöruðum ítrekað við því að hinar sértæku lausnir væru óraunhæfar. Það hefur nú sýnt sig þar sem aðeins 128 mál einstaklinga hafa verið leyst með þeim hætti. Í fjórðu og síðustu greininni tel ég upp nokkur grundvallaratriði til viðbótar og fer loks yfir hvernig staðan er nú og hvað er til ráða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðanir Skoðun Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta er þriðja grein mín um hvað þarf (að breytast) til þess að stjórnmál fari að virka fyrir almenning og ástæður þess að það er bæði óæskilegt og ósanngjarnt að setja alla flokka undir sama hatt. Í síðustu grein rakti ég þær róttæku breytingar sem Framsókn réðist í og hvernig við sýndum í verki að alvara væri á bakvið þær breytingar. Alla tíð síðan höfum við lagt fram fjölmargar tillögur að lausnum, aðvaranir og ábendingar um hvað betur mætti fara og ráð um hvernig best væri að standa að því. Margt af því hefur þegar sannað gildi sitt og er nú ofarlega í umræðunni eins og rakið verður hér að neðan: 1. Stjórnmálamenn verða að vinna betur samanÞrátt fyrir reynsluna af minnihlutastjórninni höfum við ítrekað boðið stjórnvöldum samstarf við úrlausn mála. M.a. með tillögum í þinginu, þátttöku í samráðsnefndum og með því að teygja okkur langt til að vinna með stjórnvöldum að lausn Icesave-deilunnar. Í mars kynntum við svo kallaðar þjóðarsáttartillögur en stjórnvöld hafa nú boðað slíkt samstarf eftir mótmælin miklu á Austurvelli. 2. Almenn skuldaleiðréttingTillögur okkar um almenna skuldaleiðréttingu komu til vegna þess að minnihlutastjórnin lagði ekki fram tillögur að því hvernig hún ætlaði að uppfylla skilyrðin fyrir tilveru sinni. Þ.e. hvernig hún hygðist taka á skuldavanda heimila og atvinnulífs (sem var orðið afar aðkallandi þegar í byrjun árs 2009). Rökin sem við færðum fyrir því að hagkvæmt, rétt og sanngjarnt væri að fara þá leið hafa síðan sannað gildi sitt eitt af öðru þótt nú sé reyndar búið að varpa fyrir róða mörgum þeirra tækifæra sem gáfust til að framkvæma leiðréttinguna með skilvirkum og ódýrum hætti. Iðulega höfum við þó ítrekað að við værum reiðubúin til að ræða útfærsluna til að finna þá leið sem á best við á hverjum tíma. 3. Undirgefni gagnvart erlendum stofnunum og kröfuhöfumÞingflokkur framsóknarmanna studdi neyðarlögin í stjórnarandstöðu og frá upphafi höfum við bent á að þær efnahagslegu hremmingar sem þjóðin lenti í kalli á róttækar aðgerðir til að tryggja hagsmuni almennings. Í tvö ár höfum við varað við undirgefni stjórnvalda gagnvart erlendum kröfuhöfum, stjórnmálamönnum og alþjóðastofnunum. Það er skammgóður vermir að reyna að kaupa sér vinsældir erlendis með undirgefni. Til lengri tíma litið skilja allir að Íslendingar eru í þeirri stöðu að þurfa að verja hagsmuni sína af festu, það mundu aðrar þjóðir gera í sömu aðstöðu. 4. AlþjóðagjaldeyrissjóðurinnVið höfum hvað eftir annað gagnrýnt samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og varað við því að AGS fengi að stýra stefnu stjórnvalda, sérstaklega í ljósi reynslu annarra landa. Jafnframt höfum við bent á aðrar leiðir til lausnar. Oft fengum við bágt fyrir en erlendir sérfræðingar hafa tekið undir einn af öðrum (m.a. tveir Nóbelsverðlaunahafar í hagfræði). 5. IcesaveMánuðum saman var okkur legið á hálsi fyrir að vera of hörð í Icesave-deilunni og máttum þola endalausar „pólitískar loftárásir" af þeirri ástæðu. Framsóknarmenn voru hvað eftir annað sagðir einangraðir í afstöðu sinni. Á endanum greiddu 98% þeirra sem tóku afstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu atkvæði með þeirri afstöðu sem Framsókn var sögð einangruð í. Öfugt við hrakspárnar styrktist gengið og skuldatryggingaálagið lækkaði í framhaldinu. Sparnaðurinn sem þegar er til kominn vegna lægri vaxtagreiðslna er meiri en nemur öllum skattahækkunum og niðurskurði ríkisstjórnarinnar. 6. Fyrning gjaldþrotakrafnaVið höfum barist fyrir því að kröfur vegna gjaldþrota fyrnist á nokkrum árum svo að fólk sem lendir í gjaldþroti geti byrjað að byggja upp að nýju, sjálfu sér, fjölskyldum sínum og samfélaginu til heilla. 7. Gengisbundin lán og nýju bankarnirHæstiréttur staðfesti ólögmæti gengisbundinna lána. Að mati ráðherra stefndi dómurinn nýju bönkunum í hættu og gat kostað ríkið yfir 100 milljarða króna. Framsóknarmenn leiddu umræðuna um gengisbundin lán með ítrekuðum fyrirspurnum í þinginu frá því á fyrri hluta árs 2009. Við vöruðum við áhættunni sem fylgdi stofnun nýju bankanna og lögðum fram tillögu um ódýrari og áhættuminni leið sem hefði auk þess gert bankana betur í stakk búna til að afskrifa og gegna hlutverki sínu. 8. VerðtrygginginVið höfum lagt mikla áherslu á umræðu um verðtryggingu og lögðum til að sett yrði 4% hámark á vísitölutengingu. Loks fengum við, með samningum við ríkisstjórnina, samþykkta stofnun nefndar sem á að hanna leiðir til að afnema eða vinda ofan af neikvæðum áhrifum verðtryggingarinnar. 9. Heimilin í óvissuÞegar ljóst var orðið að stefndi í stór álitamál varðandi gengisbundin lán og aðrar kröfur á heimilin lögðu þingmenn Framsóknar fram frumvarp að lögum um hópmálsókn og flýtimeðferð fyrir dómstólum til þess að slík mál yrðu ekki í óvissu mánuðum og árum saman og héldu um leið samfélaginu í frosti. 10. SkjaldborginÞegar til stóð að leggja niður samráðshóp þingmanna um stöðu heimilanna síðast liðið vor, þar eð allar aðgerðir sem von væri á væru fram komnar, fengum við því afstýrt. Það gerðum við vegna þess að við blasti að ekki væri nóg að gert. Við töldum allt betra en ekkert en vöruðum ítrekað við því að hinar sértæku lausnir væru óraunhæfar. Það hefur nú sýnt sig þar sem aðeins 128 mál einstaklinga hafa verið leyst með þeim hætti. Í fjórðu og síðustu greininni tel ég upp nokkur grundvallaratriði til viðbótar og fer loks yfir hvernig staðan er nú og hvað er til ráða.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun