Fylgjum eftir stefnu Vísinda- og tækniráðs! 30. október 2010 06:00 Að undanförnu hefur verið fjallað nokkuð um háskólarannsóknir og samkeppnissjóði á síðum Fréttablaðsins. Í framhaldi af þeirri umræðu er rétt að vekja athygli á stefnu stjórnvalda í vísinda- og nýsköpunarmálum sem birtist í stefnu Vísinda- og tækniráðs fyrir árin 2010-12. Hún var mótuð í víðtæku samráði og samþykkt í lok síðasta árs. Þar er lögð áhersla á að draga fram þann styrk sem býr í íslensku vísinda- og nýsköpunarsamfélagi, og leita leiða til að leysa þann styrk úr læðingi nú þegar við þurfum á nýjum tækifærum að halda. Lönd sem lenda í viðlíka efnahagshremmingum og við, leitast við að forgangsraða þessum málaflokki og standa vörð um fjárveitingar til menntakerfisins, vísinda og nýsköpunar, því að á þeim sviðum verða til efnahagsleg, félagsleg og menningarleg verðmæti sem koma þjóðum upp úr kyrrstöðu og kreppu. Við þurfum ekki að líta lengra en til granna okkar Svía og Finna. Stefna ráðsins hefur þrjú einföld leiðarljós. Í fyrsta lagi er hvatt til samstarfs. Vísinda- og nýsköpunarkerfið er brotakennt; háskólar litlir og margir, stofnanir enn fleiri, starfsstöðvar um allt land mjög fámennar, starfsemin dreifð og sjóðakerfið margslungið. Í öðru lagi er í stefnunni lögð áhersla á að allt vísinda- og nýsköpunarstarf verði að standast alþjóðlegar gæðakröfur. Þegar draga þarf úr ríkisútgjöldum er sérstaklega mikilvægt að standa vörð um gæði vísinda- og nýsköpunarstarfs og leggja áherslu á að fjármagn renni til verkefna sem skila sem mestum árangri og ávinningi fyrir samfélagið - að við treystum okkur til að láta gæðamat ráða för, helst með því að nota erlenda matsaðila eins og gert er nú hjá Rannsóknasjóði. Ráðið leggur áherslu á að aukinn hluti opinberra fjárveitinga - ekki aðeins til sjóða heldur einnig til háskóla og stofnana - verði tengdur gæða- og árangursmati. Að síðustu er eitt aðalleiðarljós stefnunnar áhersla á alþjóðlegt samstarf. Hvatt er til aukinnar sóknar í alþjóðlegar rannsóknaáætlanir enda eru okkar sjóðir nú orðnir vanbúnir til að styðja við vísindastarf í landinu. Íslenskir vísindamenn hafa staðið sig vel - en gera má enn betur og á þessu ári hafa verið í mótun tillögur á vegum ráðsins um að samþætta og stórefla stuðningsþjónustu við alþjóðasóknina. Nýlegar úttektir á vísindasamfélaginu gefa væntingar um að byggt sé á góðum grunni við uppbyggingu nýs atvinnulífs, þó að aðvörunarteikn séu á lofti eins og fram kemur í úttektum á samkeppnishæfni Íslands. Norræn úttekt á birtingum íslenskra vísindamanna (júní 2010) sýnir víðtæk alþjóðleg tengsl. Rúmlega 70% birtinga þar sem Íslendingar eiga í hlut eru árangur alþjóðlegs samstarfs. Ríflega 3/4 alþjóðlegs samstarfs eru við Evrópuríki, en samstarf við ríki í Asíu hefur u.þ.b. tvöfaldast á rúmum tveimur áratugum. Klínískar læknisfræðilegar rannsóknir eru stærsta rannsóknasviðið á Íslandi, en þriðjungur allra birtinga er á því sviði. Styrkur Íslands er einnig á sviði líftækni og jarðvísinda, en vísindamenn ná eftirtektarverðum árangri á fleiri sviðum. Sterk staða íslensks vísindasamfélags bendir til að víða leynast tækifæri til öflugrar nýsköpunar. Framkvæmd stefnu Vísinda- og tækniráðs birtist skýrast í fjárlögum hvers árs. Þar skiptir miklu að standa vörð um opnu samkeppnissjóðina. Nýliðun í vísindum og nýsköpun í erfiðu árferði er mikið áhyggjuefni. Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður eru opnir samkeppnissjóðir þar sem umsóknir eru metnar í gagnsæju, faglegu ferli. Þeir þjóna ekki síst ungu fólki um leið og til verða nýjar hugmyndir sem leiða til nýsköpunar og nýrra lausna í samfélaginu. Nefna má að 80-90% styrkja sem Rannsóknasjóður veitir eru nýtt til að greiða laun ungra og lausráðinna vísindamanna. Skilaboðin í stefnu ráðsins eru í raun einföld. Við verðum að horfa heildstætt á allt nýsköpunar- og vísindakerfið, veðja á efnilegasta fólkið og bestu verkefnin og þora að styðja og styrkja þá sem skara fram úr. Það er besta atvinnustefnan, og þannig nýtum við fjármunina best. Við gerum okkur öll grein fyrir því að stjórnvöld eru knúin til sársaukafulls niðurskurðar í ríkisfjármálum á næsta ári, en framkvæmd stefnu Vísinda- og tækniráðs er ekki aðeins á hendi fjárveitingavaldsins, heldur er mikilvægt að sjónarmið gæða og ávinnings séu alls staðar höfð að leiðarljósi í erfiðri niðurskurðarvinnu háskóla, rannsóknarstofnana og samkeppnissjóða, svo að fjármagn renni til verkefna sem skila sem mestum árangri fyrir samfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur verið fjallað nokkuð um háskólarannsóknir og samkeppnissjóði á síðum Fréttablaðsins. Í framhaldi af þeirri umræðu er rétt að vekja athygli á stefnu stjórnvalda í vísinda- og nýsköpunarmálum sem birtist í stefnu Vísinda- og tækniráðs fyrir árin 2010-12. Hún var mótuð í víðtæku samráði og samþykkt í lok síðasta árs. Þar er lögð áhersla á að draga fram þann styrk sem býr í íslensku vísinda- og nýsköpunarsamfélagi, og leita leiða til að leysa þann styrk úr læðingi nú þegar við þurfum á nýjum tækifærum að halda. Lönd sem lenda í viðlíka efnahagshremmingum og við, leitast við að forgangsraða þessum málaflokki og standa vörð um fjárveitingar til menntakerfisins, vísinda og nýsköpunar, því að á þeim sviðum verða til efnahagsleg, félagsleg og menningarleg verðmæti sem koma þjóðum upp úr kyrrstöðu og kreppu. Við þurfum ekki að líta lengra en til granna okkar Svía og Finna. Stefna ráðsins hefur þrjú einföld leiðarljós. Í fyrsta lagi er hvatt til samstarfs. Vísinda- og nýsköpunarkerfið er brotakennt; háskólar litlir og margir, stofnanir enn fleiri, starfsstöðvar um allt land mjög fámennar, starfsemin dreifð og sjóðakerfið margslungið. Í öðru lagi er í stefnunni lögð áhersla á að allt vísinda- og nýsköpunarstarf verði að standast alþjóðlegar gæðakröfur. Þegar draga þarf úr ríkisútgjöldum er sérstaklega mikilvægt að standa vörð um gæði vísinda- og nýsköpunarstarfs og leggja áherslu á að fjármagn renni til verkefna sem skila sem mestum árangri og ávinningi fyrir samfélagið - að við treystum okkur til að láta gæðamat ráða för, helst með því að nota erlenda matsaðila eins og gert er nú hjá Rannsóknasjóði. Ráðið leggur áherslu á að aukinn hluti opinberra fjárveitinga - ekki aðeins til sjóða heldur einnig til háskóla og stofnana - verði tengdur gæða- og árangursmati. Að síðustu er eitt aðalleiðarljós stefnunnar áhersla á alþjóðlegt samstarf. Hvatt er til aukinnar sóknar í alþjóðlegar rannsóknaáætlanir enda eru okkar sjóðir nú orðnir vanbúnir til að styðja við vísindastarf í landinu. Íslenskir vísindamenn hafa staðið sig vel - en gera má enn betur og á þessu ári hafa verið í mótun tillögur á vegum ráðsins um að samþætta og stórefla stuðningsþjónustu við alþjóðasóknina. Nýlegar úttektir á vísindasamfélaginu gefa væntingar um að byggt sé á góðum grunni við uppbyggingu nýs atvinnulífs, þó að aðvörunarteikn séu á lofti eins og fram kemur í úttektum á samkeppnishæfni Íslands. Norræn úttekt á birtingum íslenskra vísindamanna (júní 2010) sýnir víðtæk alþjóðleg tengsl. Rúmlega 70% birtinga þar sem Íslendingar eiga í hlut eru árangur alþjóðlegs samstarfs. Ríflega 3/4 alþjóðlegs samstarfs eru við Evrópuríki, en samstarf við ríki í Asíu hefur u.þ.b. tvöfaldast á rúmum tveimur áratugum. Klínískar læknisfræðilegar rannsóknir eru stærsta rannsóknasviðið á Íslandi, en þriðjungur allra birtinga er á því sviði. Styrkur Íslands er einnig á sviði líftækni og jarðvísinda, en vísindamenn ná eftirtektarverðum árangri á fleiri sviðum. Sterk staða íslensks vísindasamfélags bendir til að víða leynast tækifæri til öflugrar nýsköpunar. Framkvæmd stefnu Vísinda- og tækniráðs birtist skýrast í fjárlögum hvers árs. Þar skiptir miklu að standa vörð um opnu samkeppnissjóðina. Nýliðun í vísindum og nýsköpun í erfiðu árferði er mikið áhyggjuefni. Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður eru opnir samkeppnissjóðir þar sem umsóknir eru metnar í gagnsæju, faglegu ferli. Þeir þjóna ekki síst ungu fólki um leið og til verða nýjar hugmyndir sem leiða til nýsköpunar og nýrra lausna í samfélaginu. Nefna má að 80-90% styrkja sem Rannsóknasjóður veitir eru nýtt til að greiða laun ungra og lausráðinna vísindamanna. Skilaboðin í stefnu ráðsins eru í raun einföld. Við verðum að horfa heildstætt á allt nýsköpunar- og vísindakerfið, veðja á efnilegasta fólkið og bestu verkefnin og þora að styðja og styrkja þá sem skara fram úr. Það er besta atvinnustefnan, og þannig nýtum við fjármunina best. Við gerum okkur öll grein fyrir því að stjórnvöld eru knúin til sársaukafulls niðurskurðar í ríkisfjármálum á næsta ári, en framkvæmd stefnu Vísinda- og tækniráðs er ekki aðeins á hendi fjárveitingavaldsins, heldur er mikilvægt að sjónarmið gæða og ávinnings séu alls staðar höfð að leiðarljósi í erfiðri niðurskurðarvinnu háskóla, rannsóknarstofnana og samkeppnissjóða, svo að fjármagn renni til verkefna sem skila sem mestum árangri fyrir samfélagið.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun