Þetta var áratugurinn hans Ólafs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2010 06:00 Ólafur Stefánsson varð í gær fyrstur til að lyfta nýja bikarnum tvisvar þegar hann var kosinn Íþróttamaður ársins annað árið í röð. Mynd/Vilhelm Handboltamaðurinn Ólafur Stefánsson endurskrifaði í gær sögu kjörs Samtaka íþróttamanna á Íþróttamanni ársins þegar hann var kosinn Íþróttamaður ársins með fullu húsi annað árið í röð. Ólafur fékk 380 stig af 380 mögulegum og 193 stigum meira en knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen. Í fyrra fékk Ólafur 480 af 480 mögulegum stigum og hlaut þá einnig 193 stigum meira en næsti maður sem var þá Snorri Steinn Guðjónsson. Knattspyrnufólkið Eiður Smári Guðjohnsen og Þóra Björg Helgadóttir komu í næstu sætum á eftir Ólafi. Þóra var ein af þremur konum meðal efstu fimm í kjörinu en á eftir henni komu körfuboltakonan Helena Sverrisdóttir og frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir. Þetta er í fjórða sinn sem Ólafur hlýtur sæmdarheitið Íþróttamaður ársins en hann fékk einnig þessa viðurkenningu fyrir árin 2002, 2003 og svo aftur 2008. Það hefur aðeins einn maður verið kosinn oftar en Ólafur og það er frjálsíþróttamaðurinn Vilhjálmur Einarsson sem var kosinn fimm sinnum á sex fyrstu árum kjörsins. Ólafur er hins vegar sá fyrsti til að vinna þessi verðlaun fjórum sinnum á sama áratugnum en Vilhjálmur vann þrisvar á sjötta áratugnum og tvisvar í upphafi þess sjöunda. Hápunktur ársins hjá Ólafi Stefánssyni var án nokkurs vafa seinni úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í Quijote Arena í Ciudad Real 31. maí. Ólafur skoraði 8 mörk í leiknum og sá til þess öðrum fremur með frábærri frammistöðu að Ciudad náði að vinna upp fimm marka forskot þýska liðsins Kiel frá því í fyrri úrslitaleiknum í Þýskalandi. Ólafur var borinn á höfuðstól í lok hans sem hetja spænska liðsins. Ólafur kvaddi spænska liðið Ciudad Real á árinu með því að vinna sinn fimmtánda og sextánda titil með félaginu frá því að hann kom til Spánar sumarið 2002. Auk þess að vinna Meistaradeildina í þriðja sinn á fjórum árum þá varð liðið einnig spænskur meistari þriðja árið í röð. Það er athyglisvert að Ólafur var einnig kosinn Íþróttamaður ársins tvö ár í röð þegar hann skipti síðast um félag en hann fór frá Magdeburg til Ciudad Real árið 2002 og var þá kosinn Íþróttamaður ársins 2002 og 2003. Ólafur fór til þýska liðsins Rhein Neckar Löwen fyrir núverandi tímabil og hefur verið í aðalhlutverki hjá liðinu í sterkustu deild í heimi.Menn áratuganna í kosningu á Íþróttamanni ársins (Hér á eftir fer listi yfir þá sem hafa verið kosnir Íþróttamaður ársins oftar en tvisvar á sama áratug)1956-1959 Vilhjálmur Einarsson 3 sinnum1960-1969 Vilhjálmur Einarsson 2, Guðmundur Gíslason 21970-1979 Hreinn Halldórsson 3,1980-1989 Einar Vilhjálmsson 31990-1999 Jón Arnar Magnússon 2, Örn Arnarson 22000-2009 Ólafur Stefánsson 4, Eiður Smári Guðjohnsen 2 Innlendar Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Sjá meira
Handboltamaðurinn Ólafur Stefánsson endurskrifaði í gær sögu kjörs Samtaka íþróttamanna á Íþróttamanni ársins þegar hann var kosinn Íþróttamaður ársins með fullu húsi annað árið í röð. Ólafur fékk 380 stig af 380 mögulegum og 193 stigum meira en knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen. Í fyrra fékk Ólafur 480 af 480 mögulegum stigum og hlaut þá einnig 193 stigum meira en næsti maður sem var þá Snorri Steinn Guðjónsson. Knattspyrnufólkið Eiður Smári Guðjohnsen og Þóra Björg Helgadóttir komu í næstu sætum á eftir Ólafi. Þóra var ein af þremur konum meðal efstu fimm í kjörinu en á eftir henni komu körfuboltakonan Helena Sverrisdóttir og frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir. Þetta er í fjórða sinn sem Ólafur hlýtur sæmdarheitið Íþróttamaður ársins en hann fékk einnig þessa viðurkenningu fyrir árin 2002, 2003 og svo aftur 2008. Það hefur aðeins einn maður verið kosinn oftar en Ólafur og það er frjálsíþróttamaðurinn Vilhjálmur Einarsson sem var kosinn fimm sinnum á sex fyrstu árum kjörsins. Ólafur er hins vegar sá fyrsti til að vinna þessi verðlaun fjórum sinnum á sama áratugnum en Vilhjálmur vann þrisvar á sjötta áratugnum og tvisvar í upphafi þess sjöunda. Hápunktur ársins hjá Ólafi Stefánssyni var án nokkurs vafa seinni úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í Quijote Arena í Ciudad Real 31. maí. Ólafur skoraði 8 mörk í leiknum og sá til þess öðrum fremur með frábærri frammistöðu að Ciudad náði að vinna upp fimm marka forskot þýska liðsins Kiel frá því í fyrri úrslitaleiknum í Þýskalandi. Ólafur var borinn á höfuðstól í lok hans sem hetja spænska liðsins. Ólafur kvaddi spænska liðið Ciudad Real á árinu með því að vinna sinn fimmtánda og sextánda titil með félaginu frá því að hann kom til Spánar sumarið 2002. Auk þess að vinna Meistaradeildina í þriðja sinn á fjórum árum þá varð liðið einnig spænskur meistari þriðja árið í röð. Það er athyglisvert að Ólafur var einnig kosinn Íþróttamaður ársins tvö ár í röð þegar hann skipti síðast um félag en hann fór frá Magdeburg til Ciudad Real árið 2002 og var þá kosinn Íþróttamaður ársins 2002 og 2003. Ólafur fór til þýska liðsins Rhein Neckar Löwen fyrir núverandi tímabil og hefur verið í aðalhlutverki hjá liðinu í sterkustu deild í heimi.Menn áratuganna í kosningu á Íþróttamanni ársins (Hér á eftir fer listi yfir þá sem hafa verið kosnir Íþróttamaður ársins oftar en tvisvar á sama áratug)1956-1959 Vilhjálmur Einarsson 3 sinnum1960-1969 Vilhjálmur Einarsson 2, Guðmundur Gíslason 21970-1979 Hreinn Halldórsson 3,1980-1989 Einar Vilhjálmsson 31990-1999 Jón Arnar Magnússon 2, Örn Arnarson 22000-2009 Ólafur Stefánsson 4, Eiður Smári Guðjohnsen 2
Innlendar Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Sjá meira