Balotelli grýtti treyjunni í grasið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2010 22:45 Mario Balotelli rífst hér við stuðningsmenn Inter í kvöld. Nordic Photos / AFP Mario Balotelli er aftur búinn að koma sér í ónáð hjá Jose Mourinho, stjóra Inter, eftir að hann grýtti treyju sinni í grasið eftir sigur Inter á Barcelona í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Balotelli kom inn á sem varamaður tuttugu mínútum fyrir leikslok. Undir lok leiksins gerði hann mistök þegar Inter komst í skyndisókn og fékk hann að kenna á því hjá stuðningsmönnum liðsins. Balotelli brást hinn versti við og sendi stuðningsmönnum tóninn til baka. Eftir leikinn grýtti hann svo treyjunni sinni í grasið og lét öllum illum látum. Aðrir leikmenn blönduðu sér í málið og gekk Marco Materazzi hvað lengst. Zlatan Ibrahimovic, leikmaður Barcelona og fyrrum leikmaður Inter, sagði að Materazzi hefði ráðist á Balotelli í göngunum eftir leik. „Ég sá að Materazzi réðst á hann og ég hef aldrei séð nokkru þessu líkt," sagði Zlatan í samtali við ítalska fjölmiðla eftir leik. „Sjálfur hefði ég látið Mario í friði. En ef Materazzi hefði ráðist á mig með þessum hætti hefði ég látið hnefana tala." „Materazzi var að skapa alls kyns usla í stað þess að fagna góðum sigri ákvað hann að elta uppi tvítugan strák og úthúða honum." Undir kvöldið var svo greint frá því að stuðningsmenn hefðu veist að Balotelli á bílastæðinu fyrir utan San Siro í kvöld. Öryggisverðir urðu að koma honum til bjargar. Dejan Stankovic hefur sjálfur lent í útistöðum við stuðningsmenn Inter og sagði að sín viðbrögð hefðu verið röng á sínum tíma, rétt eins og hjá Balotelli nú. „Við þurfum að skilja hvað er hann er að hugsa. Hann er að haga sér eins og barn. En ég er viss um að hann getur lagað þetta. En hann verður að haga sér skynsamlega," sagði Stankovic. Jose Mourinho, stjóri Inter, var nýbúinn að taka Balotelli aftur í sátt eftir að hafa sett hann út í kuldann fyrr í vetur. Þá hafði hann til að mynda klæðst treyju erkifjendanna í AC Milan í ítölskum sjónvarpsþætti. Það má búast við því að Mourinho og forráðamenn Inter muni refsa Balotelli vegna þess sem gerðist í kvöld. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Sjá meira
Mario Balotelli er aftur búinn að koma sér í ónáð hjá Jose Mourinho, stjóra Inter, eftir að hann grýtti treyju sinni í grasið eftir sigur Inter á Barcelona í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Balotelli kom inn á sem varamaður tuttugu mínútum fyrir leikslok. Undir lok leiksins gerði hann mistök þegar Inter komst í skyndisókn og fékk hann að kenna á því hjá stuðningsmönnum liðsins. Balotelli brást hinn versti við og sendi stuðningsmönnum tóninn til baka. Eftir leikinn grýtti hann svo treyjunni sinni í grasið og lét öllum illum látum. Aðrir leikmenn blönduðu sér í málið og gekk Marco Materazzi hvað lengst. Zlatan Ibrahimovic, leikmaður Barcelona og fyrrum leikmaður Inter, sagði að Materazzi hefði ráðist á Balotelli í göngunum eftir leik. „Ég sá að Materazzi réðst á hann og ég hef aldrei séð nokkru þessu líkt," sagði Zlatan í samtali við ítalska fjölmiðla eftir leik. „Sjálfur hefði ég látið Mario í friði. En ef Materazzi hefði ráðist á mig með þessum hætti hefði ég látið hnefana tala." „Materazzi var að skapa alls kyns usla í stað þess að fagna góðum sigri ákvað hann að elta uppi tvítugan strák og úthúða honum." Undir kvöldið var svo greint frá því að stuðningsmenn hefðu veist að Balotelli á bílastæðinu fyrir utan San Siro í kvöld. Öryggisverðir urðu að koma honum til bjargar. Dejan Stankovic hefur sjálfur lent í útistöðum við stuðningsmenn Inter og sagði að sín viðbrögð hefðu verið röng á sínum tíma, rétt eins og hjá Balotelli nú. „Við þurfum að skilja hvað er hann er að hugsa. Hann er að haga sér eins og barn. En ég er viss um að hann getur lagað þetta. En hann verður að haga sér skynsamlega," sagði Stankovic. Jose Mourinho, stjóri Inter, var nýbúinn að taka Balotelli aftur í sátt eftir að hafa sett hann út í kuldann fyrr í vetur. Þá hafði hann til að mynda klæðst treyju erkifjendanna í AC Milan í ítölskum sjónvarpsþætti. Það má búast við því að Mourinho og forráðamenn Inter muni refsa Balotelli vegna þess sem gerðist í kvöld.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti