Að ala upp barn 27. janúar 2010 06:00 Bryndís Haraldsdóttir skrifar um uppeldismál Foreldrahlutverkið er án ef mikilvægast hlutverk okkar sem því gegnum. Að vita muninn á réttu og röngu er ekki nóg heldur þurfum við að finna leiðir til að skapa hverjum einstaklingi tækifæri til að þroskast og verða gegn samfélagsþegn. Hverju barni fylgir 18 ára ábyrgð því foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum til 18 ára aldurs. Skólar og leikskólar hafa á undanförnum árum tekið að sér stærri hluta af uppeldi barna og lýsir það fyrst og fremst breyttum aðstæðum í samfélaginu. En þó skólar beri mikla ábyrgð á börnum þessa samfélags þá þýðir það ekki að ábyrgð okkar foreldra minnki. Þeim mun mikilvægara er að samstarf þessara aðila sé gott. Foreldrar eiga að vera hluti af skólasamfélaginu. Með öflugu og góðu samstarfi skóla, heimilis og tómstundastarfs getum við byggt upp sterkari einstaklinga til framtíðar. Það að foreldrar séu í virku og góðu samstarfi við kennara og aðra starfsmenn skólanna er ekki nægjanlegt. Einnig er mikilvægt að foreldrar þekkist sín á milli og geti rætt saman ef eitthvað kemur upp á. Samband bekkjakennara og foreldra þarf að vera gott þannig að kennari finni fyrir stuðningi hjá foreldrum og öfugt. Öflugt foreldrastarf hefur jafnframt mikið forvarnagildi og tryggir ákveðnari ramma utan um uppeldi barna og unglinga, til dæmis hvað varðar útivistartíma, tölvunotkun, sjónvarpsáhorf og fleira. Foreldrar hafa mikilvægu hlutverki að gegna í þróun skólastarfs og þurfa að eiga fulltrúa í stjórnun skólanna. Með nýjum menntalögum er búið að festa þetta í sessi en þar kemur fram að foreldrar skuli eiga að minnsta kosti einn fulltrúa í skólaráði hvers skóla. Mikilvægt er að skólaráð taki virkan þátt í mótun og uppbyggingu skólastarfsins og að það hafi raunveruleg áhrif á stefnu og þróun skólans en sé ekki vettvangur til þess eins að gefa upplýsingar um það sem þegar hefur verið ákveðið. Skólar og leikskólar landsins standa frammi fyrir mjög krefjandi verkefni. Á síðustu árum hefur gæði skólastarfs aukist svo um munar og því hefur fylgt aukið fjármagn. Nú er staðan sú að allir skólar á landinu þurfa að hagræða verulega en á sama tíma er gerð krafa um að þjónusta við börnin sé skert sem minnst. Við þessar aðstæður er mikilvægt sem aldrei fyrr að foreldrar séu með í ráðum og að fulltrúi foreldra taki virkan þátt í því að móta tillögur að hagræðingu. Foreldrar eru auðlind í skólastarfinu og nauðsynlegt er að nýta þá auðlind með skynsamlegum hætti. Höfundur situr í stjórn Heimilis og skóla landssamtaka foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Sjá meira
Bryndís Haraldsdóttir skrifar um uppeldismál Foreldrahlutverkið er án ef mikilvægast hlutverk okkar sem því gegnum. Að vita muninn á réttu og röngu er ekki nóg heldur þurfum við að finna leiðir til að skapa hverjum einstaklingi tækifæri til að þroskast og verða gegn samfélagsþegn. Hverju barni fylgir 18 ára ábyrgð því foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum til 18 ára aldurs. Skólar og leikskólar hafa á undanförnum árum tekið að sér stærri hluta af uppeldi barna og lýsir það fyrst og fremst breyttum aðstæðum í samfélaginu. En þó skólar beri mikla ábyrgð á börnum þessa samfélags þá þýðir það ekki að ábyrgð okkar foreldra minnki. Þeim mun mikilvægara er að samstarf þessara aðila sé gott. Foreldrar eiga að vera hluti af skólasamfélaginu. Með öflugu og góðu samstarfi skóla, heimilis og tómstundastarfs getum við byggt upp sterkari einstaklinga til framtíðar. Það að foreldrar séu í virku og góðu samstarfi við kennara og aðra starfsmenn skólanna er ekki nægjanlegt. Einnig er mikilvægt að foreldrar þekkist sín á milli og geti rætt saman ef eitthvað kemur upp á. Samband bekkjakennara og foreldra þarf að vera gott þannig að kennari finni fyrir stuðningi hjá foreldrum og öfugt. Öflugt foreldrastarf hefur jafnframt mikið forvarnagildi og tryggir ákveðnari ramma utan um uppeldi barna og unglinga, til dæmis hvað varðar útivistartíma, tölvunotkun, sjónvarpsáhorf og fleira. Foreldrar hafa mikilvægu hlutverki að gegna í þróun skólastarfs og þurfa að eiga fulltrúa í stjórnun skólanna. Með nýjum menntalögum er búið að festa þetta í sessi en þar kemur fram að foreldrar skuli eiga að minnsta kosti einn fulltrúa í skólaráði hvers skóla. Mikilvægt er að skólaráð taki virkan þátt í mótun og uppbyggingu skólastarfsins og að það hafi raunveruleg áhrif á stefnu og þróun skólans en sé ekki vettvangur til þess eins að gefa upplýsingar um það sem þegar hefur verið ákveðið. Skólar og leikskólar landsins standa frammi fyrir mjög krefjandi verkefni. Á síðustu árum hefur gæði skólastarfs aukist svo um munar og því hefur fylgt aukið fjármagn. Nú er staðan sú að allir skólar á landinu þurfa að hagræða verulega en á sama tíma er gerð krafa um að þjónusta við börnin sé skert sem minnst. Við þessar aðstæður er mikilvægt sem aldrei fyrr að foreldrar séu með í ráðum og að fulltrúi foreldra taki virkan þátt í því að móta tillögur að hagræðingu. Foreldrar eru auðlind í skólastarfinu og nauðsynlegt er að nýta þá auðlind með skynsamlegum hætti. Höfundur situr í stjórn Heimilis og skóla landssamtaka foreldra.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun