Ögmundur og Úkraína 17. ágúst 2010 06:00 Töluverðar umræður hafa spunnist um grein Ögmundar Jónassonar alþingismanns um Evrópusambandið fyrir skömmu. Þar notaði þingmaðurinn mjög sérkennilegar líkingar úr mannkynssögunni til að leggja áherslu á mál sitt. Ögmundur hefur síðan reynt að klóra yfir þennan málflutning sinn, þegar betur hefði farið á því að hann bæðist afsökunar á þessum ósmekklega samanburði. Ögmundur notaði orðið lífsrými (lebensraum) sem er tengt útþenslustefnu nasista í Þýskalandi órjúfanlegum böndum. Það er sama hvað hann reynir að útskýra að þetta hafi verið notað í óeiginlegri merkingu og gert í framhjáhlaupi. Það breytir ekki tengingunni í þetta dökka tímabil í sögu álfunnar. Baldur Þórhallsson, Grímur Atlason og Guðmundur Andri Thorsson hafa svarað þessu skilmerkilega og ætla ég því ekki að höggva í sömu knérunna. En fyrst þingmaðurinn var að tengja sögu Evrópu við stækkun ESB langar mig að benda honum á þróun mála í Póllandi og Úkraínu. Þegar Pólland gekk í Evrópusambandið af fúsum og frjálsum vilja árið 2004 stækkaði „landssvæði" (ef við notum hugtök Ögmundar) Evrópusambandsins um 6 prósent og íbúafjöldi um 10 prósent. Var þetta af hinu góða eða illa fyrir Pólland? Hefur Evrópusambandið sölsað undir sig auðlindir Pólverja, til dæmis skógana eða kolanámurnar? Svarið er nei, enda hefur Evrópusambandið engan rétt til þess. Það sem ég hef aldrei skilið eru þau rök nei-sinna að Evrópusambandið ætli sér svo að sölsa undir sig auðlindir Íslands, þegar ljóst er að það hefur aldrei gert það í öðrum aðildarlöndum. Úkraínumenn, sem einnig liðu miklar hörmungar undir ógnarstjórn nasista, hafa reynt að tengjast Evrópusambandinu sterkari böndum. Þegar ESB stækkaði árið 2004 náði „landssvæði" Evrópusambandsins að Úkraínu. Þessi A-Evrópustækkun var ein helsta ástæða þess að Rússar hættu við að senda herlið inn í landið þegar „appelsínugula" byltingin átti sér stað í lok árs 2004. Úkraínumenn hafa því fagnað auknu „landssvæði" Evrópusambandsins því það hefur leitt til frelsis og lýðræðisumbóta í allri álfunni en ekki nýlendukúgunar og hörmunga eins og Ögmundur gefur sterklega í skyn í grein sinni að muni gerast ef Ísland gerist aðili að ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Pétursson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Sjá meira
Töluverðar umræður hafa spunnist um grein Ögmundar Jónassonar alþingismanns um Evrópusambandið fyrir skömmu. Þar notaði þingmaðurinn mjög sérkennilegar líkingar úr mannkynssögunni til að leggja áherslu á mál sitt. Ögmundur hefur síðan reynt að klóra yfir þennan málflutning sinn, þegar betur hefði farið á því að hann bæðist afsökunar á þessum ósmekklega samanburði. Ögmundur notaði orðið lífsrými (lebensraum) sem er tengt útþenslustefnu nasista í Þýskalandi órjúfanlegum böndum. Það er sama hvað hann reynir að útskýra að þetta hafi verið notað í óeiginlegri merkingu og gert í framhjáhlaupi. Það breytir ekki tengingunni í þetta dökka tímabil í sögu álfunnar. Baldur Þórhallsson, Grímur Atlason og Guðmundur Andri Thorsson hafa svarað þessu skilmerkilega og ætla ég því ekki að höggva í sömu knérunna. En fyrst þingmaðurinn var að tengja sögu Evrópu við stækkun ESB langar mig að benda honum á þróun mála í Póllandi og Úkraínu. Þegar Pólland gekk í Evrópusambandið af fúsum og frjálsum vilja árið 2004 stækkaði „landssvæði" (ef við notum hugtök Ögmundar) Evrópusambandsins um 6 prósent og íbúafjöldi um 10 prósent. Var þetta af hinu góða eða illa fyrir Pólland? Hefur Evrópusambandið sölsað undir sig auðlindir Pólverja, til dæmis skógana eða kolanámurnar? Svarið er nei, enda hefur Evrópusambandið engan rétt til þess. Það sem ég hef aldrei skilið eru þau rök nei-sinna að Evrópusambandið ætli sér svo að sölsa undir sig auðlindir Íslands, þegar ljóst er að það hefur aldrei gert það í öðrum aðildarlöndum. Úkraínumenn, sem einnig liðu miklar hörmungar undir ógnarstjórn nasista, hafa reynt að tengjast Evrópusambandinu sterkari böndum. Þegar ESB stækkaði árið 2004 náði „landssvæði" Evrópusambandsins að Úkraínu. Þessi A-Evrópustækkun var ein helsta ástæða þess að Rússar hættu við að senda herlið inn í landið þegar „appelsínugula" byltingin átti sér stað í lok árs 2004. Úkraínumenn hafa því fagnað auknu „landssvæði" Evrópusambandsins því það hefur leitt til frelsis og lýðræðisumbóta í allri álfunni en ekki nýlendukúgunar og hörmunga eins og Ögmundur gefur sterklega í skyn í grein sinni að muni gerast ef Ísland gerist aðili að ESB.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun