Ár réttlætis Katrín Jakobsdóttir skrifar 4. janúar 2010 06:00 Nú er tæpt ár liðið frá því ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar fór frá völdum og boðað var til kosninga. Þetta voru söguleg tíðindi. Á tímamótum setjumst við niður og lítum yfir farinn veg en horfum líka fram á veginn. Og þegar litið er yfir síðustu 11 mánuðina sem ríkisstjórn Vinstri-grænna og Samfylkingar hefur verið við stjórnvölinn má sjá að margt gott hefur áunnist en mikilvægt er að hafa í huga að verkefnið er rétt að hefjast. Þegar réttlætið nær fram að gangaÍ því ástandi sem ríkt hefur á Íslandi frá því að hrunið skall á okkur af fullum krafti 6. október 2008 er mikilvægt að sjá stóru myndina. Stærsta verkefni samtímans á Íslandi er að tryggja það að réttlætið nái fram að ganga. Þess vegna var eitt af fyrstu verkefnum ríkisstjórnar Vinstri-grænna og Samfylkingar að fá til liðs við Íslendinga Evu Joly með alla sína reynslu og þekkingu og af sömu sökum hafa embætti saksóknara verið styrkt. Hrunið leiddi í ljós að mikil gjá hafði myndast milli stjórnvalda og þjóðarinnar. Stjórnvöld voru engu síður en bankarnir orðin firrt. Forsvarsmenn þjóðarinnar litu svo á að alvarleg vandræði bankanna væri ekkert sem góð fréttatilkynning gæti ekki lagað, eða þá blaðamannafundur ef í hart færi. Það sem er alvarlegast er sú vitneskja sem stjórnvöld höfðu en héldu frá almenningi og aðhöfðust ekkert fyrr en allt var orðið um seinan. Hvernig komust við af þessum vonda stað í tilverunni þar sem hver höndin er upp á móti annarri og engin sátt né sáttarvilji virðist vera? Svarið er að það gerist þegar réttlætið nær fram að ganga. Og það tekur tíma. Þjóðin verður að vera þolinmóð en samt verður hún að fylgjast vel með og veita nauðsynlegt aðhald. Ég lít svo á að lykilinn að framtíðinni sé að finna í mennta- og menningarmálaráðuneyti en þar hefur staðið yfir mikil vinna sem varðar mikilvæga þætti í menntun íslensku þjóðarinnar. Frá því síðasta vor hefur verið unnið að því að auka samstarf og gæði á sviði háskóla og rannsókna. Í sambandi við þá vinnu hefur verið skapaður vettvangur fyrir faglega umræðu um háskólastigið með sérstökum málþingum. Þá var nú í nóvember lagt fyrir þingið nýtt frumvarp um framhaldsfræðslu sem verður vonandi að lögum á næstu mánuðum. Þar er sniðinn rammi um hvers kyns fullorðinsfræðslu með áherslu á að gefa sem flestum tækifæri til að bæta menntun sína, öðlast nýja hæfni á vinnumarkaði og verða virkari þegnar í lýðræðissamfélagi. Frumvarpið var unnið í nánu og góðu samstarfi við aðila á vinnumarkaði. Mikilvægasta verkefnið er þó án efa gerð nýrra námskráa fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Fimm grunnþættir í nýjum námskrám, sem allir tengjast alþjóðlegum hugmyndastraumum um skipulag skólastarfs, eru læsi í víðum skilningi, s.s. fjölmiðlalæsi og fjármálalæsi; lýðræði; jafnrétti; menntun til sjálfbærni og skapandi skólastarf. Þegar þing kemur saman að nýju síðar í janúar mun ég mæla fyrir nýju frumvarpi um fjölmiðla. Í því eru kröfur loks samræmdar fyrir alla fjölmiðla, þannig að sömu reglur ná yfir hljóð- og myndmiðla, prentmiðla og fjölmiðla á netinu. Í því er mælt fyrir um að settar verði reglur um gagnsæi eignarhalds á fjölmiðlum, að settar verði reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði, vernd heimildarmanna sem og blaða- og fréttamanna verði aukin og að skipuð verði nefnd til að kanna samþjöppun á eignarhaldi á fjölmiðlamarkaði. Á síðasta ári voru einnig stigin tvö mikilvæg skref, hvort á sínu sviði. Grunnframfærsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna var hækkuð um 20% sem var tímabært og nauðsynlegt í því ástandi sem ríkir nú í samfélaginu. Hitt stóra skrefið var það að starfslaunum listamanna var fjölgað en listin er nauðsynlegur hluti samfélagsins. Hún er ekki aðeins afþreying, hún er spegill fyrir þjóðina og á sviði listarinnar eru gerðar margar rannsóknir á samfélaginu sem ekki verða gerðar á annan hátt. Fyrir utan þetta samfélagslega mikilvægi er líka ljóst að listirnar leika mikilvægt hlutverk í kynningu þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. Réttlæti @Megin-Ol Idag 8,3p :Vonandi verður árið 2010 ár réttlætis. Verkefnin eru óþrjótandi. Mikið uppbyggingarstarf er enn fyrir höndum og mikilvægt er að vanda til verka. Nauðsynlegur hluti þess er að við horfum, hvert fyrir sig, inn á við, og gerum u Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Nú er tæpt ár liðið frá því ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar fór frá völdum og boðað var til kosninga. Þetta voru söguleg tíðindi. Á tímamótum setjumst við niður og lítum yfir farinn veg en horfum líka fram á veginn. Og þegar litið er yfir síðustu 11 mánuðina sem ríkisstjórn Vinstri-grænna og Samfylkingar hefur verið við stjórnvölinn má sjá að margt gott hefur áunnist en mikilvægt er að hafa í huga að verkefnið er rétt að hefjast. Þegar réttlætið nær fram að gangaÍ því ástandi sem ríkt hefur á Íslandi frá því að hrunið skall á okkur af fullum krafti 6. október 2008 er mikilvægt að sjá stóru myndina. Stærsta verkefni samtímans á Íslandi er að tryggja það að réttlætið nái fram að ganga. Þess vegna var eitt af fyrstu verkefnum ríkisstjórnar Vinstri-grænna og Samfylkingar að fá til liðs við Íslendinga Evu Joly með alla sína reynslu og þekkingu og af sömu sökum hafa embætti saksóknara verið styrkt. Hrunið leiddi í ljós að mikil gjá hafði myndast milli stjórnvalda og þjóðarinnar. Stjórnvöld voru engu síður en bankarnir orðin firrt. Forsvarsmenn þjóðarinnar litu svo á að alvarleg vandræði bankanna væri ekkert sem góð fréttatilkynning gæti ekki lagað, eða þá blaðamannafundur ef í hart færi. Það sem er alvarlegast er sú vitneskja sem stjórnvöld höfðu en héldu frá almenningi og aðhöfðust ekkert fyrr en allt var orðið um seinan. Hvernig komust við af þessum vonda stað í tilverunni þar sem hver höndin er upp á móti annarri og engin sátt né sáttarvilji virðist vera? Svarið er að það gerist þegar réttlætið nær fram að ganga. Og það tekur tíma. Þjóðin verður að vera þolinmóð en samt verður hún að fylgjast vel með og veita nauðsynlegt aðhald. Ég lít svo á að lykilinn að framtíðinni sé að finna í mennta- og menningarmálaráðuneyti en þar hefur staðið yfir mikil vinna sem varðar mikilvæga þætti í menntun íslensku þjóðarinnar. Frá því síðasta vor hefur verið unnið að því að auka samstarf og gæði á sviði háskóla og rannsókna. Í sambandi við þá vinnu hefur verið skapaður vettvangur fyrir faglega umræðu um háskólastigið með sérstökum málþingum. Þá var nú í nóvember lagt fyrir þingið nýtt frumvarp um framhaldsfræðslu sem verður vonandi að lögum á næstu mánuðum. Þar er sniðinn rammi um hvers kyns fullorðinsfræðslu með áherslu á að gefa sem flestum tækifæri til að bæta menntun sína, öðlast nýja hæfni á vinnumarkaði og verða virkari þegnar í lýðræðissamfélagi. Frumvarpið var unnið í nánu og góðu samstarfi við aðila á vinnumarkaði. Mikilvægasta verkefnið er þó án efa gerð nýrra námskráa fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Fimm grunnþættir í nýjum námskrám, sem allir tengjast alþjóðlegum hugmyndastraumum um skipulag skólastarfs, eru læsi í víðum skilningi, s.s. fjölmiðlalæsi og fjármálalæsi; lýðræði; jafnrétti; menntun til sjálfbærni og skapandi skólastarf. Þegar þing kemur saman að nýju síðar í janúar mun ég mæla fyrir nýju frumvarpi um fjölmiðla. Í því eru kröfur loks samræmdar fyrir alla fjölmiðla, þannig að sömu reglur ná yfir hljóð- og myndmiðla, prentmiðla og fjölmiðla á netinu. Í því er mælt fyrir um að settar verði reglur um gagnsæi eignarhalds á fjölmiðlum, að settar verði reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði, vernd heimildarmanna sem og blaða- og fréttamanna verði aukin og að skipuð verði nefnd til að kanna samþjöppun á eignarhaldi á fjölmiðlamarkaði. Á síðasta ári voru einnig stigin tvö mikilvæg skref, hvort á sínu sviði. Grunnframfærsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna var hækkuð um 20% sem var tímabært og nauðsynlegt í því ástandi sem ríkir nú í samfélaginu. Hitt stóra skrefið var það að starfslaunum listamanna var fjölgað en listin er nauðsynlegur hluti samfélagsins. Hún er ekki aðeins afþreying, hún er spegill fyrir þjóðina og á sviði listarinnar eru gerðar margar rannsóknir á samfélaginu sem ekki verða gerðar á annan hátt. Fyrir utan þetta samfélagslega mikilvægi er líka ljóst að listirnar leika mikilvægt hlutverk í kynningu þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. Réttlæti @Megin-Ol Idag 8,3p :Vonandi verður árið 2010 ár réttlætis. Verkefnin eru óþrjótandi. Mikið uppbyggingarstarf er enn fyrir höndum og mikilvægt er að vanda til verka. Nauðsynlegur hluti þess er að við horfum, hvert fyrir sig, inn á við, og gerum u
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun