Stjórnvöld styrki stjórnsýslu 10. nóvember 2010 02:00 Framvinda Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, kynnti fyrstu framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar sambandsins í gær.Fréttablaðið/Valli Fyrstu mánuðirnir af aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið hafa gengið vel, og ekkert óvænt komið upp, segir Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Hann kynnti fyrstu framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um Ísland í gær. „Eins og áður hefur komið fram uppfyllir Ísland öll pólitísk skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið, en við hvetjum samt til þess að bætt verði úr ákveðnum atriðum og bendum einnig á jákvæða þróun sem orðið hefur í ákveðnum málaflokkum í skýrslunni,“ segir Summa í samtali við Fréttablaðið. Meðal þess sem bent er á í skýrslunni er að styrkja þurfi stjórnsýsluna, til dæmis hvað varðar opinber innkaup, eftirlit með fjármálageiranum, tollamál og fleira. Í skýrslu framkvæmdastjórnarinnar segir að margt af því sem fram komi í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um vankanta á íslenskri stjórnsýslu hafi þegar verið tekið til umfjöllunar hjá stjórnvöldum. Önnur atriði bíði. Summa segir að meðal þess jákvæða sem gerst hafi hér á landi frá hruninu sé breytt fyrirkomulag við skipan dómara. Þá hafi að nokkru leyti verið tekið á spillingu í kjölfar bankahrunsins. „Við fögnum þessum aðgerðum sem stjórnvöld hafa gripið til, en bendum jafnframt á að fylgjast verði með því að niðurstaðan verði sú sem stefnt var að með þessum breytingum. Þessu munum við fylgjast vel með í framtíðinni,“ segir Summa. „Ísland er sterkt lýðræðisríki með öflugar stofnanir, en það eru veikleikar sem við sáum í hruninu og hafa komið í ljós eftir hrunið. Við hvetjum til þess að áfram verði unnið að því að laga þá veikleika,“ segir Summa. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tekur undir með niðurstöðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um efnahagsmálin hér á landi, segir Summa. Kreppunni sé ekki lokið, ástandið sé vissulega orðið stöðugra en hagvöxtur sé afar mikilvægur til að heimilin í landinu og lítil og meðalstór fyrirtæki nái jafnvægi. Ekki ætti að koma á óvart að lítið nýtt sé í þessari fyrstu árlegu framvinduskýrslu, segir Summa. Viðræðurnar hafi aðeins verið í gangi síðan aðildarumsókn Íslands var samþykkt í febrúar og rýnivinna sem varpi ljósi á það sem þurfi að laga í íslenskum lögum, ætli landið sér að ganga í ESB, sé ekki hafin. Rýnivinnan mun raunar hefjast í næstu viku, og standa fram á næsta sumar, eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Fyrstu mánuðirnir af aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið hafa gengið vel, og ekkert óvænt komið upp, segir Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Hann kynnti fyrstu framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um Ísland í gær. „Eins og áður hefur komið fram uppfyllir Ísland öll pólitísk skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið, en við hvetjum samt til þess að bætt verði úr ákveðnum atriðum og bendum einnig á jákvæða þróun sem orðið hefur í ákveðnum málaflokkum í skýrslunni,“ segir Summa í samtali við Fréttablaðið. Meðal þess sem bent er á í skýrslunni er að styrkja þurfi stjórnsýsluna, til dæmis hvað varðar opinber innkaup, eftirlit með fjármálageiranum, tollamál og fleira. Í skýrslu framkvæmdastjórnarinnar segir að margt af því sem fram komi í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um vankanta á íslenskri stjórnsýslu hafi þegar verið tekið til umfjöllunar hjá stjórnvöldum. Önnur atriði bíði. Summa segir að meðal þess jákvæða sem gerst hafi hér á landi frá hruninu sé breytt fyrirkomulag við skipan dómara. Þá hafi að nokkru leyti verið tekið á spillingu í kjölfar bankahrunsins. „Við fögnum þessum aðgerðum sem stjórnvöld hafa gripið til, en bendum jafnframt á að fylgjast verði með því að niðurstaðan verði sú sem stefnt var að með þessum breytingum. Þessu munum við fylgjast vel með í framtíðinni,“ segir Summa. „Ísland er sterkt lýðræðisríki með öflugar stofnanir, en það eru veikleikar sem við sáum í hruninu og hafa komið í ljós eftir hrunið. Við hvetjum til þess að áfram verði unnið að því að laga þá veikleika,“ segir Summa. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tekur undir með niðurstöðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um efnahagsmálin hér á landi, segir Summa. Kreppunni sé ekki lokið, ástandið sé vissulega orðið stöðugra en hagvöxtur sé afar mikilvægur til að heimilin í landinu og lítil og meðalstór fyrirtæki nái jafnvægi. Ekki ætti að koma á óvart að lítið nýtt sé í þessari fyrstu árlegu framvinduskýrslu, segir Summa. Viðræðurnar hafi aðeins verið í gangi síðan aðildarumsókn Íslands var samþykkt í febrúar og rýnivinna sem varpi ljósi á það sem þurfi að laga í íslenskum lögum, ætli landið sér að ganga í ESB, sé ekki hafin. Rýnivinnan mun raunar hefjast í næstu viku, og standa fram á næsta sumar, eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira