Afskrifar sex milljarða vegna lána til stjórnenda Atorku Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. ágúst 2010 18:30 Skilanefnd Landsbankans þarf að afskrifa rúmlega sex milljarða króna vegna lánveitinga til félaga í eigu fyrrverandi eigenda og stjórnenda fjárfestingafélagsins Atorku, en félögin hafa nú verið tekin til gjaldþrotaskipta. Atorka var meðal stærstu hluthafa Promens og Geysi Green Energy, sem var síðan hluthafi í HS Orku. Þá var Atorka kjölfestufjárfestir í alþjóðlega gámafyrirtækinu InterBulk og breska fyrirtækinu Romag sem er leiðandi framleiðandi á sviði sérhæfðra glersamsetninga. Eignarhaldsfélagið Skessa var stærsti hluthafinn í Atorku með ellefu prósenta hlut og var í sameiginlegri eigu Magnúsar Jónssonar fyrrverandi forstjóra Atorku og Þorsteins Vilhelmssonar, fyrrverandi stjórnarformanns félagsins. Félagið er nú gjaldþrota og að sögn Jóns G. Briem, skiptastjóra þrotabúsins, eru kröfur í félagið 2,5 milljarðar króna og eignir þess eru samtals 115 milljónir króna. Félagið Harðbakur var í eigu Þorsteins Vilhelmssonar og átti 9,4 prósenta hlut í Atorku. Það er einnig gjaldþrota og eru kröfurnar 2,2 milljarðar króna. Félagið átti tæplega 600 milljónir króna bankainnstæðu. Félagið Ránarborg var einnig í eigu Þorsteins Vilhelmssonar. Félagið átti 8,7 prósenta hlut í Atorku. Það er einnig gjaldþrota og nema kröfur í félagið alls 1,9 milljörðum króna og samtals eignir eru 130 milljónir króna. Félagið Mávur, sem var í eigu Harðbaks og þar með Þorsteins Vilhelmssonar, átti 3,2 prósenta hlut í Atorku. Félagið er einnig gjaldþrota og kröfur í þrotabúið eru samtals 700 milljónir króna. Félagið átti 223 milljónir króna í formi bankainnstæðu. Samtals eru kröfurnar í þessi fjögur félög 7,3 milljarðar króna. Eignir eru bankainnstæður upp á samtals tæplega 1,1 milljarð króna. Skilanefnd Landsbankans er eini kröfuhafi þessara félaga og það er því allt útlit fyrir að skilanefndin þurfi að afskrifa rúmlega sex milljarða króna vegna lánveitinga til félaganna. Tengdar fréttir Kröfur í þrotabú Atorku hátt í 56 milljarðar Kröfur í bú Atorku nema hátt í 56 milljörðum króna. Eftir tvo daga munu kröfuhafar greiða atkvæði um nauðasamninga sem fela í sér að 35 milljarðar verða afskrifaðir en afgangnum umbreytt í hlutafé og lán. 8. desember 2009 14:06 Bankar og lífeyrissjóðir eignast Atorku Nýi Landsbankinn, Íslandsbanki og lífeyrissjóðir verða stærstu eigendur fjárfestingafélagsins Atorku nái nauðasamningar fram að ganga. Kröfur í félagið nema um 49 milljörðum króna. 29. október 2009 12:05 Atorka ræður forstjóra tímabundið Stjórn Atorku hefur ráðið Benedikt Olgeirsson tímabundið í starf forstjóra Atorku til 31. desember 2009 meðan unnið er að því að ljúka við nauðasamninga félagsins, að því er segir í tilkynningu til kauphallarinnar. 30. október 2009 15:09 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Skilanefnd Landsbankans þarf að afskrifa rúmlega sex milljarða króna vegna lánveitinga til félaga í eigu fyrrverandi eigenda og stjórnenda fjárfestingafélagsins Atorku, en félögin hafa nú verið tekin til gjaldþrotaskipta. Atorka var meðal stærstu hluthafa Promens og Geysi Green Energy, sem var síðan hluthafi í HS Orku. Þá var Atorka kjölfestufjárfestir í alþjóðlega gámafyrirtækinu InterBulk og breska fyrirtækinu Romag sem er leiðandi framleiðandi á sviði sérhæfðra glersamsetninga. Eignarhaldsfélagið Skessa var stærsti hluthafinn í Atorku með ellefu prósenta hlut og var í sameiginlegri eigu Magnúsar Jónssonar fyrrverandi forstjóra Atorku og Þorsteins Vilhelmssonar, fyrrverandi stjórnarformanns félagsins. Félagið er nú gjaldþrota og að sögn Jóns G. Briem, skiptastjóra þrotabúsins, eru kröfur í félagið 2,5 milljarðar króna og eignir þess eru samtals 115 milljónir króna. Félagið Harðbakur var í eigu Þorsteins Vilhelmssonar og átti 9,4 prósenta hlut í Atorku. Það er einnig gjaldþrota og eru kröfurnar 2,2 milljarðar króna. Félagið átti tæplega 600 milljónir króna bankainnstæðu. Félagið Ránarborg var einnig í eigu Þorsteins Vilhelmssonar. Félagið átti 8,7 prósenta hlut í Atorku. Það er einnig gjaldþrota og nema kröfur í félagið alls 1,9 milljörðum króna og samtals eignir eru 130 milljónir króna. Félagið Mávur, sem var í eigu Harðbaks og þar með Þorsteins Vilhelmssonar, átti 3,2 prósenta hlut í Atorku. Félagið er einnig gjaldþrota og kröfur í þrotabúið eru samtals 700 milljónir króna. Félagið átti 223 milljónir króna í formi bankainnstæðu. Samtals eru kröfurnar í þessi fjögur félög 7,3 milljarðar króna. Eignir eru bankainnstæður upp á samtals tæplega 1,1 milljarð króna. Skilanefnd Landsbankans er eini kröfuhafi þessara félaga og það er því allt útlit fyrir að skilanefndin þurfi að afskrifa rúmlega sex milljarða króna vegna lánveitinga til félaganna.
Tengdar fréttir Kröfur í þrotabú Atorku hátt í 56 milljarðar Kröfur í bú Atorku nema hátt í 56 milljörðum króna. Eftir tvo daga munu kröfuhafar greiða atkvæði um nauðasamninga sem fela í sér að 35 milljarðar verða afskrifaðir en afgangnum umbreytt í hlutafé og lán. 8. desember 2009 14:06 Bankar og lífeyrissjóðir eignast Atorku Nýi Landsbankinn, Íslandsbanki og lífeyrissjóðir verða stærstu eigendur fjárfestingafélagsins Atorku nái nauðasamningar fram að ganga. Kröfur í félagið nema um 49 milljörðum króna. 29. október 2009 12:05 Atorka ræður forstjóra tímabundið Stjórn Atorku hefur ráðið Benedikt Olgeirsson tímabundið í starf forstjóra Atorku til 31. desember 2009 meðan unnið er að því að ljúka við nauðasamninga félagsins, að því er segir í tilkynningu til kauphallarinnar. 30. október 2009 15:09 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Kröfur í þrotabú Atorku hátt í 56 milljarðar Kröfur í bú Atorku nema hátt í 56 milljörðum króna. Eftir tvo daga munu kröfuhafar greiða atkvæði um nauðasamninga sem fela í sér að 35 milljarðar verða afskrifaðir en afgangnum umbreytt í hlutafé og lán. 8. desember 2009 14:06
Bankar og lífeyrissjóðir eignast Atorku Nýi Landsbankinn, Íslandsbanki og lífeyrissjóðir verða stærstu eigendur fjárfestingafélagsins Atorku nái nauðasamningar fram að ganga. Kröfur í félagið nema um 49 milljörðum króna. 29. október 2009 12:05
Atorka ræður forstjóra tímabundið Stjórn Atorku hefur ráðið Benedikt Olgeirsson tímabundið í starf forstjóra Atorku til 31. desember 2009 meðan unnið er að því að ljúka við nauðasamninga félagsins, að því er segir í tilkynningu til kauphallarinnar. 30. október 2009 15:09