Samfélag fyrir alla 1. september 2010 06:00 Hvatningarverðlaun ÖBÍ verða veitt í fjórða sinn 3. desember nk. Þá verðlaunar Öryrkjabandalag Íslands þá sem þykja hafa skarað fram úr og endurspeglað nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Megintilgangur verðlaunanna er að varpa ljósi á þá sem hafa með jákvæðum hætti stuðlað að einu helsta baráttumáli Öryrkjabandalags Íslands: einu samfélagi fyrir alla. Það er grundvallaratriði að fatlað fólk standi að því að veita verðlaun sem þessi. Það er okkar, sem á einhvern hátt erum fötluð, að gefa tóninn, leggja línurnar og vera í fararbroddi við að meta það sem vel er gert í okkar málaflokki. Verðlaunin eru í senn hrós fyrir vel unnin störf og hvatning til áframhaldandi góðra verka. Til þess að gefa sem flestum færi á því að taka þátt í að velja verðlaunahafana leitar undirbúningsnefnd Hvatningarverðlauna ÖBÍ til allra sem þekkja til og áhuga hafa á þessum vettvangi og hvetur þá til að stinga upp á verðugum fulltrúum. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum: flokki einstaklinga, flokki fyrirtækis/stofnunar og flokki umfjöllunar/kynningar. Þekkir þú einhvern sem þér finnst hafa staðið sig sérstaklega vel þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks? Manstu eftir einhverju fyrirtæki eða stofnun þar sem aðgengismál eru til fyrirmyndar eða starfsmannastefnan tekur mið af því að fólk er margbreytilegt? Varð einhver bók, tímaritsgrein eða kvikmynd til þess að þú öðlaðist betri skilning og þekkingu á málefnum fatlaðs fólks? Þessi atriði og ótal mörg önnur gætu legið tilnefningum til grundvallar. Allar upplýsingar um hvernig skila skal inn tilnefningum má finna á vef Öryrkjabandalagsins, www.obi.is, en skilafrestur er til 15. september. Taktu þátt í því með okkur að veita þeim viðurkenningu sem lagt hafa sitt af mörkum til þess að hér verði eitt samfélag fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Hvatningarverðlaun ÖBÍ verða veitt í fjórða sinn 3. desember nk. Þá verðlaunar Öryrkjabandalag Íslands þá sem þykja hafa skarað fram úr og endurspeglað nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Megintilgangur verðlaunanna er að varpa ljósi á þá sem hafa með jákvæðum hætti stuðlað að einu helsta baráttumáli Öryrkjabandalags Íslands: einu samfélagi fyrir alla. Það er grundvallaratriði að fatlað fólk standi að því að veita verðlaun sem þessi. Það er okkar, sem á einhvern hátt erum fötluð, að gefa tóninn, leggja línurnar og vera í fararbroddi við að meta það sem vel er gert í okkar málaflokki. Verðlaunin eru í senn hrós fyrir vel unnin störf og hvatning til áframhaldandi góðra verka. Til þess að gefa sem flestum færi á því að taka þátt í að velja verðlaunahafana leitar undirbúningsnefnd Hvatningarverðlauna ÖBÍ til allra sem þekkja til og áhuga hafa á þessum vettvangi og hvetur þá til að stinga upp á verðugum fulltrúum. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum: flokki einstaklinga, flokki fyrirtækis/stofnunar og flokki umfjöllunar/kynningar. Þekkir þú einhvern sem þér finnst hafa staðið sig sérstaklega vel þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks? Manstu eftir einhverju fyrirtæki eða stofnun þar sem aðgengismál eru til fyrirmyndar eða starfsmannastefnan tekur mið af því að fólk er margbreytilegt? Varð einhver bók, tímaritsgrein eða kvikmynd til þess að þú öðlaðist betri skilning og þekkingu á málefnum fatlaðs fólks? Þessi atriði og ótal mörg önnur gætu legið tilnefningum til grundvallar. Allar upplýsingar um hvernig skila skal inn tilnefningum má finna á vef Öryrkjabandalagsins, www.obi.is, en skilafrestur er til 15. september. Taktu þátt í því með okkur að veita þeim viðurkenningu sem lagt hafa sitt af mörkum til þess að hér verði eitt samfélag fyrir alla.
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar