Actavis og Teva leggja fram tilboð í Ratiopharm 7. febrúar 2010 08:33 Actavis og Teva eru bæði búin að leggja fram tilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Talið er að bandaríski lyfjarisinn Pfizer muni einnig leggja fram tilboð fyrir lok mánaðarins en áður hafði komið fram að Pfizer væri hætt við að reyna að kaupa Ratiopharm. Þetta kemur fram í frétt á Reuters. Eins og komið hefur fram í fréttum nýtur Actavis fjárhagsstuðnings frá sænska fjárfestinarsjóðnum EQT í tilboði sínu. EQT er í eigu sænsku Wallenberg fjölskyldunna. Þá hefur einnig komið fram að Deutsche Banka, aðallánadrottinn Actavis, hefur lagt blessun sína yfir tilraun Actavis til að eignar Ratiopharm. Teva, sem staðsett er í Ísrael, er talið hafa meira fjárhagslegt bolmagn en Actavis enda er um stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimini. Samkvæmt frétt Reuters eru möguleikar Actavis þó taldir litlu minni eftir að Actavis greip til þess ráðs að fá Claudio Albrecht fyrrum forstjóra Ratiopharm til liðs við sig sem ráðgjafa við tilboðsgerðina. Þá er einnig nefnt að Actavis hefur lofað því að ekki komi til fjöldauppsagna meðal starfsmanna Ratiopharm í borginni Ulm í Þýskalandi. Á móti mun Teva ætla að segja mörgum þeirra upp og það hugnast ekki eigendurm Ratiopharm, Merckle fjölskyldunni. „Teva virðist hafa betri fjárhagsstöðu og mun hagnast meir á samruna við Ratiopharm. Hinsvegar gæti minni stærð Actavis hugnast fjölskyldunni sem er að selja fyrirtækið," segir greinandi hjá Jeffries í samtali við Reuters. Verðmiðinn á Ratiopharm er um 3 milljarðar evra. Salan yrði sú stærsta meðal samheitalyfjafyrirtækja síðan árið 2008 þegar Teva festi kaup á bandaríska fyrirtækinu Barr á um 7,5 milljarða dollara. Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Actavis og Teva eru bæði búin að leggja fram tilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Talið er að bandaríski lyfjarisinn Pfizer muni einnig leggja fram tilboð fyrir lok mánaðarins en áður hafði komið fram að Pfizer væri hætt við að reyna að kaupa Ratiopharm. Þetta kemur fram í frétt á Reuters. Eins og komið hefur fram í fréttum nýtur Actavis fjárhagsstuðnings frá sænska fjárfestinarsjóðnum EQT í tilboði sínu. EQT er í eigu sænsku Wallenberg fjölskyldunna. Þá hefur einnig komið fram að Deutsche Banka, aðallánadrottinn Actavis, hefur lagt blessun sína yfir tilraun Actavis til að eignar Ratiopharm. Teva, sem staðsett er í Ísrael, er talið hafa meira fjárhagslegt bolmagn en Actavis enda er um stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimini. Samkvæmt frétt Reuters eru möguleikar Actavis þó taldir litlu minni eftir að Actavis greip til þess ráðs að fá Claudio Albrecht fyrrum forstjóra Ratiopharm til liðs við sig sem ráðgjafa við tilboðsgerðina. Þá er einnig nefnt að Actavis hefur lofað því að ekki komi til fjöldauppsagna meðal starfsmanna Ratiopharm í borginni Ulm í Þýskalandi. Á móti mun Teva ætla að segja mörgum þeirra upp og það hugnast ekki eigendurm Ratiopharm, Merckle fjölskyldunni. „Teva virðist hafa betri fjárhagsstöðu og mun hagnast meir á samruna við Ratiopharm. Hinsvegar gæti minni stærð Actavis hugnast fjölskyldunni sem er að selja fyrirtækið," segir greinandi hjá Jeffries í samtali við Reuters. Verðmiðinn á Ratiopharm er um 3 milljarðar evra. Salan yrði sú stærsta meðal samheitalyfjafyrirtækja síðan árið 2008 þegar Teva festi kaup á bandaríska fyrirtækinu Barr á um 7,5 milljarða dollara.
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira