Það var gert, Bergsteinn 27. júlí 2010 06:00 Bergsteinn sendir okkur sem viljum stöðva Magma-innrásina tóninn í Fréttablaðinu og segir það góðra gjalda vert að standa á sínu „en hefði ekki verið ábyrgara af þessum þingmönnum að berja í borðið áður en samningurinn var gerður…“ En það var gert, Bergsteinn. Auðvitað hefur hnefinn margoft verið settur í borðið þótt menn virðist fyrst skilja alvöruna þegar þingflokksformaður VG segir að líf ríkisstjórnarinnar kunni að vera í húfi. Hvað sjálfan mig varðar vil ég segja þetta: Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar ákvað að selja hlut ríkisins í HS orku í mars 2007 lagðist ég mjög eindregið gegn því opinberlega. Benti ég á hve illa það hefði „reynst skattborgurum og neytendum að einkavæða grunnþjónustu“. Þessa afstöðu ítrekaði ég þegar gengið var frá sölunni eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tók við síðar um vorið. Fyrr og síðar andmælti ég þessari einkavæðingu og annarri á grunnþjónustunni. Það hafa Vinstri græn líka gert. Afdráttarlaus krafa var sett fram á flokksráðsfundi í ágúst í fyrra um að stöðva einkavæðingu HS orku og aftur var þessi krafa ítrekuð nú í júní. Þessar ályktanir eru mjög afdráttarlausar. En ekkert hreyfðist. Þess vegna skrifaði ég eftirfarandi 16. maí í vor, þegar samningurinn við Magma Sweden var í burðarliðnum: „Samfélagið er að bregðast sjálfu sér; ríkisstjórnin er að bregðast komandi kynslóðum í þessu máli. Við sem sitjum á Alþingi erum að bregðast sem löggjafi því við verjum ekki auðlindir þjóðarinnar gegn braski… Andvaraleysi í þessu máli er ekki valkostur.“ Nokkur umræða spannst þessa daga opinberlega og sat ég meðal annars fyrir svörum ásamt Ross Beaty í Kastljósi þar sem ég ræddi um skúffufyrirtæki hans. Fyrir dyrum voru sveitarstjórnarkosningar. Ýmsum þótti slæmt að ræða pólitísk hitamál landsmálanna opinberlega og forsætisráðherra kvað upp úr um að ágreiningsefni ætti ekki að bera á torg. Þingmaður VG var sakaður um lítilmótlegt framferði. Bergsteinn er ekki einn um að saka okkur, sem höfum beitt okkur í þessum málum, fyrir að sofa á verðinum og stundum er spurt hvers vegna menn hafi ekki sett fram lagafrumvörp og stöðvað þessi mál. Í fyrsta lagi þá hefur það verið reynt. Í öðru lagi snýst þetta um meirihlutavilja í ríkisstjórn og á Alþingi. Ef hann er ekki fyrir hendi þá hreyfist ekkert. En þjóðfélagið getur hreyft þann vilja. Og þjóðfélagið er að vakna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Bergsteinn sendir okkur sem viljum stöðva Magma-innrásina tóninn í Fréttablaðinu og segir það góðra gjalda vert að standa á sínu „en hefði ekki verið ábyrgara af þessum þingmönnum að berja í borðið áður en samningurinn var gerður…“ En það var gert, Bergsteinn. Auðvitað hefur hnefinn margoft verið settur í borðið þótt menn virðist fyrst skilja alvöruna þegar þingflokksformaður VG segir að líf ríkisstjórnarinnar kunni að vera í húfi. Hvað sjálfan mig varðar vil ég segja þetta: Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar ákvað að selja hlut ríkisins í HS orku í mars 2007 lagðist ég mjög eindregið gegn því opinberlega. Benti ég á hve illa það hefði „reynst skattborgurum og neytendum að einkavæða grunnþjónustu“. Þessa afstöðu ítrekaði ég þegar gengið var frá sölunni eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tók við síðar um vorið. Fyrr og síðar andmælti ég þessari einkavæðingu og annarri á grunnþjónustunni. Það hafa Vinstri græn líka gert. Afdráttarlaus krafa var sett fram á flokksráðsfundi í ágúst í fyrra um að stöðva einkavæðingu HS orku og aftur var þessi krafa ítrekuð nú í júní. Þessar ályktanir eru mjög afdráttarlausar. En ekkert hreyfðist. Þess vegna skrifaði ég eftirfarandi 16. maí í vor, þegar samningurinn við Magma Sweden var í burðarliðnum: „Samfélagið er að bregðast sjálfu sér; ríkisstjórnin er að bregðast komandi kynslóðum í þessu máli. Við sem sitjum á Alþingi erum að bregðast sem löggjafi því við verjum ekki auðlindir þjóðarinnar gegn braski… Andvaraleysi í þessu máli er ekki valkostur.“ Nokkur umræða spannst þessa daga opinberlega og sat ég meðal annars fyrir svörum ásamt Ross Beaty í Kastljósi þar sem ég ræddi um skúffufyrirtæki hans. Fyrir dyrum voru sveitarstjórnarkosningar. Ýmsum þótti slæmt að ræða pólitísk hitamál landsmálanna opinberlega og forsætisráðherra kvað upp úr um að ágreiningsefni ætti ekki að bera á torg. Þingmaður VG var sakaður um lítilmótlegt framferði. Bergsteinn er ekki einn um að saka okkur, sem höfum beitt okkur í þessum málum, fyrir að sofa á verðinum og stundum er spurt hvers vegna menn hafi ekki sett fram lagafrumvörp og stöðvað þessi mál. Í fyrsta lagi þá hefur það verið reynt. Í öðru lagi snýst þetta um meirihlutavilja í ríkisstjórn og á Alþingi. Ef hann er ekki fyrir hendi þá hreyfist ekkert. En þjóðfélagið getur hreyft þann vilja. Og þjóðfélagið er að vakna.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun