Skil einfaldlega ekki hver getur gert svona 20. ágúst 2010 06:00 Fjöldi fólks hefur komið að heimili Hannesar Þórs Helgasonar að Háabergi og vottað hinum látna virðingu sína með því að leggja blóm á tröppurnar. Í gærkvöldi loguðu þar líka friðarljós. Mynd/Stefán „Ég skil einfaldlega ekki hver getur gert svona. Ég bara sit og bíð eftir því að þessi manneskja finnist," segir unnusta Hannesar Þórs Helgasonar í samtali við Fréttablaðið. Hún vildi ekki koma fram undir nafni. Það var unnusta Hannesar sem kom að honum látnum á heimili hans um hádegi á sunnudag. Hún segir erfitt að útskýra líðan sína við aðstæður sem þessar og hún hafi hvorki náð að hvílast né sofa mikið síðan atvikið varð. Hannesi var ráðinn bani með hníf og var hann stunginn margsinnis og skorinn. Mikið blóð var á vettvangi og aðkoman skelfileg, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Áverkar á líkinu benda til að um mikla heift hafi verið að ræða og eindreginn tilgangur ódæðismannsins að myrða hann. Morðvopnið er ófundið. Rannsókn lögreglu er enn í fullum gangi og er hún ein sú viðamesta sem hefur átt sér stað hér á landi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær bað fjölskylda Hannesar almenning um aðstoð við lausn málsins og þakkaði þann hlýhug sem henni hefur verið sýndur við fráfall hans. „Ég bið þjóðina um allt það sem hún kann að vita til þess að leysa þetta hörmulega mál," sagði Kristín Helgadóttir, systir Hannesar, í gærkvöldi. Séra Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, segir málið afar sorglegt og hafa áhrif á alla. „Það eru allir að fylgjast með þessu og það er erfitt fyrir fólk að hafa þetta hangandi yfir sér. Menn eru mikið að velta vöngum." Þórhallur segist hafa hvatt fólk til þess að gefa lögreglunni tíma og frið til að vinna sína vinnu og reynt að blása á þær sögusagnir sem hafa komið upp eftir atvikið. „Menn eru að eltast við þær hér í bænum eins og annars staðar. Við erum lítið samfélag." Hann segir fermingarbörn mikið velta sér upp úr málinu. „Við finnum á þeim að það er mikið verið að tala um þetta heima við," segir hann. „Svona harmleikur hefur ekki átt sér stað hér á landi í langan tíma og fólk ætti að fara varlega í að blása upp glæður með hræðslu og flökkusögum. Það er ekki neinum til góðs." Tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við morðið en ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim og þeir látnir lausir. - sv, jss Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
„Ég skil einfaldlega ekki hver getur gert svona. Ég bara sit og bíð eftir því að þessi manneskja finnist," segir unnusta Hannesar Þórs Helgasonar í samtali við Fréttablaðið. Hún vildi ekki koma fram undir nafni. Það var unnusta Hannesar sem kom að honum látnum á heimili hans um hádegi á sunnudag. Hún segir erfitt að útskýra líðan sína við aðstæður sem þessar og hún hafi hvorki náð að hvílast né sofa mikið síðan atvikið varð. Hannesi var ráðinn bani með hníf og var hann stunginn margsinnis og skorinn. Mikið blóð var á vettvangi og aðkoman skelfileg, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Áverkar á líkinu benda til að um mikla heift hafi verið að ræða og eindreginn tilgangur ódæðismannsins að myrða hann. Morðvopnið er ófundið. Rannsókn lögreglu er enn í fullum gangi og er hún ein sú viðamesta sem hefur átt sér stað hér á landi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær bað fjölskylda Hannesar almenning um aðstoð við lausn málsins og þakkaði þann hlýhug sem henni hefur verið sýndur við fráfall hans. „Ég bið þjóðina um allt það sem hún kann að vita til þess að leysa þetta hörmulega mál," sagði Kristín Helgadóttir, systir Hannesar, í gærkvöldi. Séra Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, segir málið afar sorglegt og hafa áhrif á alla. „Það eru allir að fylgjast með þessu og það er erfitt fyrir fólk að hafa þetta hangandi yfir sér. Menn eru mikið að velta vöngum." Þórhallur segist hafa hvatt fólk til þess að gefa lögreglunni tíma og frið til að vinna sína vinnu og reynt að blása á þær sögusagnir sem hafa komið upp eftir atvikið. „Menn eru að eltast við þær hér í bænum eins og annars staðar. Við erum lítið samfélag." Hann segir fermingarbörn mikið velta sér upp úr málinu. „Við finnum á þeim að það er mikið verið að tala um þetta heima við," segir hann. „Svona harmleikur hefur ekki átt sér stað hér á landi í langan tíma og fólk ætti að fara varlega í að blása upp glæður með hræðslu og flökkusögum. Það er ekki neinum til góðs." Tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við morðið en ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim og þeir látnir lausir. - sv, jss
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira