Stjórnvöld geirnegli áætlun 30. nóvember 2010 06:00 Rætt um sáttmálann hinn fyrri Frá fundahöldum launþega og atvinnurekenda í aðdraganda stöðugleikasáttmálans sem undirritaður var í júní í fyrra. Guðmundur Gunnarsson er til vinstri en við hlið hans situr Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, stendur fyrir aftan þá. fréttablaðið/anton Það er undir ríkisstjórninni komið hvort stofnað verður til nýs samstarfs á vinnumarkaði. Hún þarf að ganga þannig frá málum að ekki verði hægt að svíkja gefin loforð. Þetta segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, um möguleikann á nýjum stöðugleikasáttmála. „Menn telja nauðsynlegt að fenginni reynslu að hafa í hendi geirneglt samkomulag við ríkisstjórnina.“ Guðmundur hefur að undanförnu rætt við félagsmenn, kynnt sér afstöðu þeirra til kjaramálanna og á hvað leggja beri áherslu. Niðurstaðan er sú að öll spil séu á borði ríkisstjórnarinnar. Nauðsynlegt sé að hún gangi frá áætlunum um fjölgun starfa og jöfnun lífeyrisréttinda og samkomulagi um samspil starfsmenntasjóða og atvinnuleysistryggingasjóðs. Aðspurður segir Guðmundur lífeyrismálin hvíla þungt á sínu fólki. Ekki verði gert samkomulag við ríkisvaldið nema í því sé fjallað um hvernig leysa eigi þau mál. „Menn gera sér grein fyrir að það verði ekki gert með einhverjum millifærslum um áramótin, við erum að tala um nokkurra ára, jafnvel tíu ára plan um hvernig eigi að leysa þetta. Það þarf að gera þannig að þokkaleg sátt sé milli allra í samfélaginu.“ Vilji Samtaka atvinnulífsins stendur til að samið verði til þriggja ára um hóflegar kauphækkanir samhliða aðgerðum til að auka kaupmátt og halda verðbólgu í skefjum. Guðmundur segir rafiðnaðarmenn geta hugsað sér slíka samninga. „Menn eru ekki fífl. Við áttum okkur á hver staðan er í samfélaginu og það sem mestu máli skiptir er að ná stöðugleika og koma atvinnulífinu af stað. Menn héldu að þeir væru að semja um það í stöðugleikasáttmálanum en svo var ekki. Þungavigtarákvæðin varðandi atvinnulífið voru ekki framkvæmd af hálfu ríkisstjórnarinnar.“ Guðmundur segir að fyrir vikið séu um 200 rafiðnaðarmenn atvinnulausir. Það segi þó ekki alla söguna því fjöldi hafi flust úr landi. Hæfasta og verðmætasta fólkið, fólk milli þrítugs og fertugs með bestu mennunina, fari fyrst. „Fólk beið eftir að sjá eitthvað gerast en stóð svo frammi fyrir skattahækkunum og niðurskurði í velferðarkerfinu. Þegar þannig var komið sagðist það ekki taka þátt í þessari steypu lengur heldur vera farið.“ bjorn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Það er undir ríkisstjórninni komið hvort stofnað verður til nýs samstarfs á vinnumarkaði. Hún þarf að ganga þannig frá málum að ekki verði hægt að svíkja gefin loforð. Þetta segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, um möguleikann á nýjum stöðugleikasáttmála. „Menn telja nauðsynlegt að fenginni reynslu að hafa í hendi geirneglt samkomulag við ríkisstjórnina.“ Guðmundur hefur að undanförnu rætt við félagsmenn, kynnt sér afstöðu þeirra til kjaramálanna og á hvað leggja beri áherslu. Niðurstaðan er sú að öll spil séu á borði ríkisstjórnarinnar. Nauðsynlegt sé að hún gangi frá áætlunum um fjölgun starfa og jöfnun lífeyrisréttinda og samkomulagi um samspil starfsmenntasjóða og atvinnuleysistryggingasjóðs. Aðspurður segir Guðmundur lífeyrismálin hvíla þungt á sínu fólki. Ekki verði gert samkomulag við ríkisvaldið nema í því sé fjallað um hvernig leysa eigi þau mál. „Menn gera sér grein fyrir að það verði ekki gert með einhverjum millifærslum um áramótin, við erum að tala um nokkurra ára, jafnvel tíu ára plan um hvernig eigi að leysa þetta. Það þarf að gera þannig að þokkaleg sátt sé milli allra í samfélaginu.“ Vilji Samtaka atvinnulífsins stendur til að samið verði til þriggja ára um hóflegar kauphækkanir samhliða aðgerðum til að auka kaupmátt og halda verðbólgu í skefjum. Guðmundur segir rafiðnaðarmenn geta hugsað sér slíka samninga. „Menn eru ekki fífl. Við áttum okkur á hver staðan er í samfélaginu og það sem mestu máli skiptir er að ná stöðugleika og koma atvinnulífinu af stað. Menn héldu að þeir væru að semja um það í stöðugleikasáttmálanum en svo var ekki. Þungavigtarákvæðin varðandi atvinnulífið voru ekki framkvæmd af hálfu ríkisstjórnarinnar.“ Guðmundur segir að fyrir vikið séu um 200 rafiðnaðarmenn atvinnulausir. Það segi þó ekki alla söguna því fjöldi hafi flust úr landi. Hæfasta og verðmætasta fólkið, fólk milli þrítugs og fertugs með bestu mennunina, fari fyrst. „Fólk beið eftir að sjá eitthvað gerast en stóð svo frammi fyrir skattahækkunum og niðurskurði í velferðarkerfinu. Þegar þannig var komið sagðist það ekki taka þátt í þessari steypu lengur heldur vera farið.“ bjorn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira