Til að treysta stjórnvöldum - fimm grunnreglur 3. júní 2010 09:18 Hvað þarf stjórnarskrá að segja til að við getum treyst fámennum hópi fólks fyrir stjórnvaldinu: löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvaldi? Til að komast nær svari spurðu hvort þú treystir öðrum en þínum stjórnmálaflokki (ef þú fylgir einhverjum) til að fara með stjórnvaldið án þess að fimm eftirfarandi grunnreglur séu festar í stjórnarskránni. 1. Valdheimildin skal vera skýrt afmörkuð svo ljóst sé hvort valdhafar fara um fram hana. Ættu stjórnvöld að hafa vald til að gefa nýtingarétt á náttúruauðlindum þjóðarinnar eða að leigja þær út til margra kynslóða? Hafa tveir menn vald til að lýsa yfir stríði í nafni Íslands? 2. Valdinu skal dreifa svo að spilling eigi erfiðara uppdráttar og sé auðveldari að uppræta. Ætti sami hópurinn að hafa löggjafar- og framkvæmdarvald, ásamt því að skipa dómsvaldið og stilla upp í stjórnsýslunni? Ætti þjóðin að hafa vald til að setja mál í þjóðaratkvæðagreiðslu? 3. Valdbeitingin skal vera gegnsæ svo því verði ekki leynt þegar valdhafar fara umfram valdheimildir sínar. Er leynd yfir aðgerðum stjórnvalda einhvern tíman mikilvægari fyrir þjóðina en gegnsæi til að fylgjast með misbeitingu stjórnvaldsins? Ef svo er þá mun spilling eiga sér þar skjól. 4. Valdumboðið skal vera afturkallanlegt svo stöðva megi sem fyrst þá sem misfara með valdheimildir sínar. Því skyldi þjóðin ekki hafa rétt á að afturkalla valdumboð sitt með þjóðaratkvæðagreiðslu þegar stjórnvöld misfara með valdið sem hún fól þeim? 5. Valdmisnotkun skal vera refsiverð svo valdhafar sjái síður hag sinn í að misfara með vald þjóðarinnar. Ef ákæruvaldið er skipað af framkvæmdarvaldinu er ólíklegt að það bíti húsbóndann. Því skyldi þjóðin ekki kjósa saksóknara sem gæti m.a. ákært fyrrverandi ráðherra og þingmenn fyrir misbeitingu valdsins?Hverjum skal treysta? Hverjum er treystandi til að semja og samþykkja stjórnarskrá sem best takmarkar og upprætir misbeitingu á valdi þjóðarinnar? Tillaga ríkisstjórnarinnar er að fámennt stjórnlagaþing (skipað fólki sem flest þarf fé og flokksvélar til að ná kosningu) ráðleggi stjórnvöldum hvernig reglur stjórnvöld skulu setja sjálfum sér. Tillaga Ragnars Aðalsteinssonar hæstaréttarlögmanns, í Silfri Egils 22. mars 2009, er að fjölmennt úrtak allra Íslendinga skipi stjórnlagaþing sem semur nýja stjórnarskrá og setur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég bið lesendur að festa sig ekki í flokkslínum. Spyrjið ykkur heldur hvoru stjórnlagaþinginu treystið þið betur til að setja öllum framtíðar stjórnvöldum traustari leikreglur. Ef þið treystið frekar löggefandi stjórnlagaþingi þjóðarinnar en ráðgefandi stjórnlagaþingi flokka og fjármagnseigenda, þrýstið þá á fólkið í flokkunum. Spyrjið spurninga. Ábyrgð grasrótar og áhrifafólks stjórnarflokkanna er hér mest.Stjórnarskrá til að byggja á Stjórnkerfið er einn hornsteina samfélagsins. Aðeins traust stjórnarskrá getur til lengri tíma takmarkað og upprætt spillingu stjórnkerfisins. Við getum ekki treyst á að gott fólk veljist í valdastöður. Ef við kjósum að byggja aftur upp samfélag með slæma stjórnarskrá er öruggt að spilling í stjórnkerfinu mun rífa það niður á ný. Til að byggja til framtíðar þurfum við fyrst að spyrja: "Hvað þarf ný stjórnarskrá að segja til að takmarka og uppræta misbeitingu stjórnvaldsins?" og "Hverjum er best treystandi til að semja og samþykkja slíka stjórnarskrá?" Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Skoðun Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Hvað þarf stjórnarskrá að segja til að við getum treyst fámennum hópi fólks fyrir stjórnvaldinu: löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvaldi? Til að komast nær svari spurðu hvort þú treystir öðrum en þínum stjórnmálaflokki (ef þú fylgir einhverjum) til að fara með stjórnvaldið án þess að fimm eftirfarandi grunnreglur séu festar í stjórnarskránni. 1. Valdheimildin skal vera skýrt afmörkuð svo ljóst sé hvort valdhafar fara um fram hana. Ættu stjórnvöld að hafa vald til að gefa nýtingarétt á náttúruauðlindum þjóðarinnar eða að leigja þær út til margra kynslóða? Hafa tveir menn vald til að lýsa yfir stríði í nafni Íslands? 2. Valdinu skal dreifa svo að spilling eigi erfiðara uppdráttar og sé auðveldari að uppræta. Ætti sami hópurinn að hafa löggjafar- og framkvæmdarvald, ásamt því að skipa dómsvaldið og stilla upp í stjórnsýslunni? Ætti þjóðin að hafa vald til að setja mál í þjóðaratkvæðagreiðslu? 3. Valdbeitingin skal vera gegnsæ svo því verði ekki leynt þegar valdhafar fara umfram valdheimildir sínar. Er leynd yfir aðgerðum stjórnvalda einhvern tíman mikilvægari fyrir þjóðina en gegnsæi til að fylgjast með misbeitingu stjórnvaldsins? Ef svo er þá mun spilling eiga sér þar skjól. 4. Valdumboðið skal vera afturkallanlegt svo stöðva megi sem fyrst þá sem misfara með valdheimildir sínar. Því skyldi þjóðin ekki hafa rétt á að afturkalla valdumboð sitt með þjóðaratkvæðagreiðslu þegar stjórnvöld misfara með valdið sem hún fól þeim? 5. Valdmisnotkun skal vera refsiverð svo valdhafar sjái síður hag sinn í að misfara með vald þjóðarinnar. Ef ákæruvaldið er skipað af framkvæmdarvaldinu er ólíklegt að það bíti húsbóndann. Því skyldi þjóðin ekki kjósa saksóknara sem gæti m.a. ákært fyrrverandi ráðherra og þingmenn fyrir misbeitingu valdsins?Hverjum skal treysta? Hverjum er treystandi til að semja og samþykkja stjórnarskrá sem best takmarkar og upprætir misbeitingu á valdi þjóðarinnar? Tillaga ríkisstjórnarinnar er að fámennt stjórnlagaþing (skipað fólki sem flest þarf fé og flokksvélar til að ná kosningu) ráðleggi stjórnvöldum hvernig reglur stjórnvöld skulu setja sjálfum sér. Tillaga Ragnars Aðalsteinssonar hæstaréttarlögmanns, í Silfri Egils 22. mars 2009, er að fjölmennt úrtak allra Íslendinga skipi stjórnlagaþing sem semur nýja stjórnarskrá og setur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég bið lesendur að festa sig ekki í flokkslínum. Spyrjið ykkur heldur hvoru stjórnlagaþinginu treystið þið betur til að setja öllum framtíðar stjórnvöldum traustari leikreglur. Ef þið treystið frekar löggefandi stjórnlagaþingi þjóðarinnar en ráðgefandi stjórnlagaþingi flokka og fjármagnseigenda, þrýstið þá á fólkið í flokkunum. Spyrjið spurninga. Ábyrgð grasrótar og áhrifafólks stjórnarflokkanna er hér mest.Stjórnarskrá til að byggja á Stjórnkerfið er einn hornsteina samfélagsins. Aðeins traust stjórnarskrá getur til lengri tíma takmarkað og upprætt spillingu stjórnkerfisins. Við getum ekki treyst á að gott fólk veljist í valdastöður. Ef við kjósum að byggja aftur upp samfélag með slæma stjórnarskrá er öruggt að spilling í stjórnkerfinu mun rífa það niður á ný. Til að byggja til framtíðar þurfum við fyrst að spyrja: "Hvað þarf ný stjórnarskrá að segja til að takmarka og uppræta misbeitingu stjórnvaldsins?" og "Hverjum er best treystandi til að semja og samþykkja slíka stjórnarskrá?"
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun