Reiði almennings skiljanleg 2. október 2010 05:15 Á þriðja þúsund manns mótmæltu á Austurvelli þegar Alþingi var sett í gær. Nær allir mótmæltu friðsamlega, en nokkrir köstuðu eggjum, brauði, bíllyklum og öðru lauslegu að þingmönnum og Alþingi. „Maður skilur þessi mótmæli mjög vel. Það er mikil óánægja og gremja í samfélaginu vegna allra þeirra hluta sem hafa gerst, og margt fólk á um sárt að binda,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Hann telur mótmælin beinast gegn stjórnmálamönnum, Alþingi og öðrum valdastofnunum, og taka verði þau skilaboð sem í þeim felist alvarlega. Steingrímur segir ástandið í samfélaginu afar viðkvæmt, en það myndi engu skila að boða aftur til kosninga með tilheyrandi óvissu. Frekar eigi stjórnmálamenn að sameina kraftana og vinna saman að því að leysa úr vandanum. „Ég hef fullan skilning á því að fólk sem hefur orðið illa fyrir barðinu á kreppunni láti í ljós reiði sína og beiskju vegna þess að það eru enn óleyst stór vandamál, eins og birtast okkur í nauðungaruppboðum á heimilum fólks,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. „Það er sjálfsagt að menn mótmæli því með háværum mótmælum við Alþingi, en mér finnst of langt gengið þegar menn grýta glugga í guðshúsi á meðan á guðsþjónustu stendur,“ segir Össur. Hann segir ríkisstjórnina vera að ná að vinna þjóðina út úr efnahagsþrengingunum. Það breyti því ekki að ríkisstjórnin verði að finna lausn á vanda fólks sem hafi, eða sé við það að missa heimili sín. Össur segir kosningar ekki leysa neinn vanda. Ríkisstjórnin hafi enn þingmeirihluta samkvæmt nýlegri könnun. Hún hafi verk að vinna og eigi að ljúka því verki. - bj Fréttir Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Á þriðja þúsund manns mótmæltu á Austurvelli þegar Alþingi var sett í gær. Nær allir mótmæltu friðsamlega, en nokkrir köstuðu eggjum, brauði, bíllyklum og öðru lauslegu að þingmönnum og Alþingi. „Maður skilur þessi mótmæli mjög vel. Það er mikil óánægja og gremja í samfélaginu vegna allra þeirra hluta sem hafa gerst, og margt fólk á um sárt að binda,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Hann telur mótmælin beinast gegn stjórnmálamönnum, Alþingi og öðrum valdastofnunum, og taka verði þau skilaboð sem í þeim felist alvarlega. Steingrímur segir ástandið í samfélaginu afar viðkvæmt, en það myndi engu skila að boða aftur til kosninga með tilheyrandi óvissu. Frekar eigi stjórnmálamenn að sameina kraftana og vinna saman að því að leysa úr vandanum. „Ég hef fullan skilning á því að fólk sem hefur orðið illa fyrir barðinu á kreppunni láti í ljós reiði sína og beiskju vegna þess að það eru enn óleyst stór vandamál, eins og birtast okkur í nauðungaruppboðum á heimilum fólks,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. „Það er sjálfsagt að menn mótmæli því með háværum mótmælum við Alþingi, en mér finnst of langt gengið þegar menn grýta glugga í guðshúsi á meðan á guðsþjónustu stendur,“ segir Össur. Hann segir ríkisstjórnina vera að ná að vinna þjóðina út úr efnahagsþrengingunum. Það breyti því ekki að ríkisstjórnin verði að finna lausn á vanda fólks sem hafi, eða sé við það að missa heimili sín. Össur segir kosningar ekki leysa neinn vanda. Ríkisstjórnin hafi enn þingmeirihluta samkvæmt nýlegri könnun. Hún hafi verk að vinna og eigi að ljúka því verki. - bj
Fréttir Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira