Skuldabréfaútboð Grikkja lofar góðu 4. mars 2010 13:00 Í morgun tilkynnti gríska ríkisstjórnin um skuldabréfaútboð sem ætlað er að safna 5 milljörðum evra. Gangi það eftir á Grikkland engu að síður enn eftir að fjármagna 48 milljarða evra halla til viðbótar.Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að fyrstu viðbrögð við útgáfunni eru talin lofa góðu og þykja auka líkur þess að Grikkland muni komast í gegnum það versta án beinnar aðstoðar Evrópusambandsins.Sviðsljósið á fjármálamörkuðum í Evrópu heldur áfram að beinast að Grikklandi sem rambar nánast á barmi greiðslufalls í kjölfar mikils hallareksturs í undangenginni fjármálakreppu, og raunar linnulaust síðustu áratugina.Evrópusambandið hefur þrýst á Grikkja að leysa vandann sem fyrst enda hefur ástandið áhrif á allt evrusvæðið. Í gær tilkynntu stjórnvöld í Aþenu um skattahækkanir og niðurskurð opinberra útgjalda til að stemma stigu við hallanum. Aðgerðirnar höfðu jákvæð áhrif á fjármálamarkaði en auk þess að valda viðsnúningi á gengi evrunnar á gjaldeyrismörkuðum lækkaði skuldatryggingaálag Grikklands., að því er segir í Morgunkorninu. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Í morgun tilkynnti gríska ríkisstjórnin um skuldabréfaútboð sem ætlað er að safna 5 milljörðum evra. Gangi það eftir á Grikkland engu að síður enn eftir að fjármagna 48 milljarða evra halla til viðbótar.Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að fyrstu viðbrögð við útgáfunni eru talin lofa góðu og þykja auka líkur þess að Grikkland muni komast í gegnum það versta án beinnar aðstoðar Evrópusambandsins.Sviðsljósið á fjármálamörkuðum í Evrópu heldur áfram að beinast að Grikklandi sem rambar nánast á barmi greiðslufalls í kjölfar mikils hallareksturs í undangenginni fjármálakreppu, og raunar linnulaust síðustu áratugina.Evrópusambandið hefur þrýst á Grikkja að leysa vandann sem fyrst enda hefur ástandið áhrif á allt evrusvæðið. Í gær tilkynntu stjórnvöld í Aþenu um skattahækkanir og niðurskurð opinberra útgjalda til að stemma stigu við hallanum. Aðgerðirnar höfðu jákvæð áhrif á fjármálamarkaði en auk þess að valda viðsnúningi á gengi evrunnar á gjaldeyrismörkuðum lækkaði skuldatryggingaálag Grikklands., að því er segir í Morgunkorninu.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira