Framhaldsskólarnir 18. ágúst 2010 06:00 Þann 13. ágúst sl. skrifaði Oddný Harðardóttir formaður menntamálanefndar Alþingis grein á pressan.is með heitinu „Endurskipulagning í menntakerfinu". Þar fjallar formaðurinn m.a. um aðferðir við niðurskurð á fjárveitingum til framhaldsskólanna í tengslum við fjárlagagerðina fyrir árið 2011 og um stefnumótun til framtíðar fyrir skólastigið. Í greininni rifjar formaðurinn upp tillögur Samtaka atvinnulífsins um breytingar í framhaldsskólakerfinu frá því fyrr í sumar sem hún segist aðhyllast. Aðferðir við niðurskurð fyrir árið 2011Við innritun í framhaldsskólana hafa ólögráða nemendur og fatlaðir haft forgang bæði vegna ákvæða framhaldsskólalaganna en líka vegna niðurskurðar á fjárframlögum 2009 og 2010 til skólanna sem hefur komið fram í því að eldri nemendur hafa mætt afgangi við innritun. Þannig þurfti að synja tæplega 500 nemendum um skólavist í janúar á þessu ári vegna niðurskurðar. Ekki er vitað hvernig eldri nemendum reiddi af í innritun í sumar fyrir næsta skólaár en metaðsókn var að framhaldsskólunum.Formaðurinn vill að framhaldsskólarnir séu opnir öllum þeim sem þangað vilja sækja sem er mikilvægt menntapólitískt markmið og leggur til að fjármunir til þessa verði sóttir með því að minnka þjónustu við nemendur í bóklegum greinum og fækka kennslustundum á viku úr sex í fimm. Fjöldi kennslustunda í hægferðaráföngum, fornáms- og byrjunaráföngum og starfsnámi geti verið óbreyttur. Formaðurinn segir þessa sparnaðaraðferð ekki skaða nemendur en rökstyður það ekki. Sú skoðun er í besta falli byggð á óskhyggju en ekki á faglegum rannsóknum. Fækkun kennslustunda felur ennfremur í sér beint inngrip í kjarasamninga framhaldsskólakennara sem er andstætt forsendum stöðugleikasáttamála alls vinnumarkaðar, ríkis og sveitarfélaga frá júní 2009 sem kennarar eru aðilar að. Inngrip í kjarasamninga er ávísun á ófrið í skólunum sem við þurfum ekki á að halda núna. Þrengingar í framhaldsskólumNiðurskurður á fjárveitingum til framhaldsskóla hefur valdið miklu bakslagi í getu þeirra til að halda uppi lögbundnu skólastarfi og eru þeir nú verr staddir en fyrir setningu framhaldsskólalaganna vorið 2008. Upplýsingar sýna að dregið hefur úr ýmiss konar aðstoð og stuðningi við nemendur og einnig hefur mikill niðurskurður orðið á námsframboði. Námshópar fara stækkandi sem felur í sér minni tíma til að sinna hverjum nemanda enda finna kennarar fyrir auknu starfsálagi og streitu eins og nýleg rannsókn sýnir. Skólarnir hafa þó reynt eftir bestu getu að halda uppi ráðgjöf og stoðþjónustu við nemendur og að bregðast við ákvæðum framhaldsskólalaganna um fræðsluskyldu ólögráða nemenda.Fyrr í sumar samþykkti Alþingi breytingar á framhaldsskólalögunum sem fresta fullri gildistöku þeirra til ársins 2015. Sú samþykkt endurspeglar að ekki eru til fjármunir til að framkvæma mikilvæg umbótaákvæði laganna sem miða að því að gera framhaldsskólann raunverulega fyrir alla og að fjölga þeim sem útskrifast með lokapróf úr framhaldsskóla. Stefnumótun til framtíðarSem stefnumótun til framtíðar fyrir framhaldsskólastigið vill formaðurinn stytta námstíma til stúdentsprófs í þrjú ár og tínir til athugasemdir úr tillögum SA: Ísland skeri sig frá nágrannalöndunum með sitt námsskipulag, minna brotthvarf verði frá námi, hærra menntunarstig náist og sparnaður verði til lengri tíma. Stytting námstíma ein og sér er hvorki menntastefna né forgangsmál í íslenskum skólamálum og óvíst er hvort styttingu fylgir án annarra ráðstafana minna brotthvarf frá námi eða að hærra menntunarstig náist. Í þessari sýn á skólamál sem er upphaflega komin frá spekingum Viðskiptaráðs var einblínt á einhliða inngrip í lengd námstíma til stúdentsprófs sem aðferð til að breyta námi og námskipulagi í framhaldsskólum. Þessi skerðing á námi var rædd á sínum tíma en vegin og léttvæg fundin með góðum rökum. Ég vona Samfylkingarinnar vegna að þar hafi raunverulega allt daður og dufl við frjálshyggju og hægri-kratisma verið lagt niður. Miklu frekar þarf að horfa á námstíma nemenda frá upphafi skólagöngu til lokaprófs úr framhaldsskóla enda eru slíkar hugmyndir taldar álitlegastar af fagfólki. Tveir framhaldsskólar, Kvennaskólinn í Reykjavík og Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ, starfa nú sem tilraunaskólar um þróun nýrra framhaldsskólalaga með áherslu á nánari tengsl skólastiganna og sveigjanlegan námstíma til lokaprófs.Mikilvægast fyrir framhaldsskólann er að gerð verði áætlun til framtíðar fyrir skólastigið um endurheimt þess sem tekið hefur verið brott vegna niðurskurðar og vegna frestunar á umbótaáformum framhaldsskólalaganna. Hér er m.a. átt við aðgerðir til að auka tengsl skólastiganna, lögbundna og aukna ábyrgð stjórnvalda á skólagöngu nemenda, aðgerðir til að auka fjölbreytni náms og námsframboðs, ráðstafanir til þess að fjölga þeim sem útskrifast með lokapróf og aðgerðir til að auka velferð nemenda og bæta þjónustu við þá - ekki síst við þá sem standa höllum fæti.Núna þarf fyrst og fremst að verja skólagöngu og námsvist ungmenna á framhaldsskólaaldri fyrir frekari áföllum en orðin eru. Við það mun reyna á hina margumtöluðu forgangsröðun í ríkisfjármálunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 13. ágúst sl. skrifaði Oddný Harðardóttir formaður menntamálanefndar Alþingis grein á pressan.is með heitinu „Endurskipulagning í menntakerfinu". Þar fjallar formaðurinn m.a. um aðferðir við niðurskurð á fjárveitingum til framhaldsskólanna í tengslum við fjárlagagerðina fyrir árið 2011 og um stefnumótun til framtíðar fyrir skólastigið. Í greininni rifjar formaðurinn upp tillögur Samtaka atvinnulífsins um breytingar í framhaldsskólakerfinu frá því fyrr í sumar sem hún segist aðhyllast. Aðferðir við niðurskurð fyrir árið 2011Við innritun í framhaldsskólana hafa ólögráða nemendur og fatlaðir haft forgang bæði vegna ákvæða framhaldsskólalaganna en líka vegna niðurskurðar á fjárframlögum 2009 og 2010 til skólanna sem hefur komið fram í því að eldri nemendur hafa mætt afgangi við innritun. Þannig þurfti að synja tæplega 500 nemendum um skólavist í janúar á þessu ári vegna niðurskurðar. Ekki er vitað hvernig eldri nemendum reiddi af í innritun í sumar fyrir næsta skólaár en metaðsókn var að framhaldsskólunum.Formaðurinn vill að framhaldsskólarnir séu opnir öllum þeim sem þangað vilja sækja sem er mikilvægt menntapólitískt markmið og leggur til að fjármunir til þessa verði sóttir með því að minnka þjónustu við nemendur í bóklegum greinum og fækka kennslustundum á viku úr sex í fimm. Fjöldi kennslustunda í hægferðaráföngum, fornáms- og byrjunaráföngum og starfsnámi geti verið óbreyttur. Formaðurinn segir þessa sparnaðaraðferð ekki skaða nemendur en rökstyður það ekki. Sú skoðun er í besta falli byggð á óskhyggju en ekki á faglegum rannsóknum. Fækkun kennslustunda felur ennfremur í sér beint inngrip í kjarasamninga framhaldsskólakennara sem er andstætt forsendum stöðugleikasáttamála alls vinnumarkaðar, ríkis og sveitarfélaga frá júní 2009 sem kennarar eru aðilar að. Inngrip í kjarasamninga er ávísun á ófrið í skólunum sem við þurfum ekki á að halda núna. Þrengingar í framhaldsskólumNiðurskurður á fjárveitingum til framhaldsskóla hefur valdið miklu bakslagi í getu þeirra til að halda uppi lögbundnu skólastarfi og eru þeir nú verr staddir en fyrir setningu framhaldsskólalaganna vorið 2008. Upplýsingar sýna að dregið hefur úr ýmiss konar aðstoð og stuðningi við nemendur og einnig hefur mikill niðurskurður orðið á námsframboði. Námshópar fara stækkandi sem felur í sér minni tíma til að sinna hverjum nemanda enda finna kennarar fyrir auknu starfsálagi og streitu eins og nýleg rannsókn sýnir. Skólarnir hafa þó reynt eftir bestu getu að halda uppi ráðgjöf og stoðþjónustu við nemendur og að bregðast við ákvæðum framhaldsskólalaganna um fræðsluskyldu ólögráða nemenda.Fyrr í sumar samþykkti Alþingi breytingar á framhaldsskólalögunum sem fresta fullri gildistöku þeirra til ársins 2015. Sú samþykkt endurspeglar að ekki eru til fjármunir til að framkvæma mikilvæg umbótaákvæði laganna sem miða að því að gera framhaldsskólann raunverulega fyrir alla og að fjölga þeim sem útskrifast með lokapróf úr framhaldsskóla. Stefnumótun til framtíðarSem stefnumótun til framtíðar fyrir framhaldsskólastigið vill formaðurinn stytta námstíma til stúdentsprófs í þrjú ár og tínir til athugasemdir úr tillögum SA: Ísland skeri sig frá nágrannalöndunum með sitt námsskipulag, minna brotthvarf verði frá námi, hærra menntunarstig náist og sparnaður verði til lengri tíma. Stytting námstíma ein og sér er hvorki menntastefna né forgangsmál í íslenskum skólamálum og óvíst er hvort styttingu fylgir án annarra ráðstafana minna brotthvarf frá námi eða að hærra menntunarstig náist. Í þessari sýn á skólamál sem er upphaflega komin frá spekingum Viðskiptaráðs var einblínt á einhliða inngrip í lengd námstíma til stúdentsprófs sem aðferð til að breyta námi og námskipulagi í framhaldsskólum. Þessi skerðing á námi var rædd á sínum tíma en vegin og léttvæg fundin með góðum rökum. Ég vona Samfylkingarinnar vegna að þar hafi raunverulega allt daður og dufl við frjálshyggju og hægri-kratisma verið lagt niður. Miklu frekar þarf að horfa á námstíma nemenda frá upphafi skólagöngu til lokaprófs úr framhaldsskóla enda eru slíkar hugmyndir taldar álitlegastar af fagfólki. Tveir framhaldsskólar, Kvennaskólinn í Reykjavík og Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ, starfa nú sem tilraunaskólar um þróun nýrra framhaldsskólalaga með áherslu á nánari tengsl skólastiganna og sveigjanlegan námstíma til lokaprófs.Mikilvægast fyrir framhaldsskólann er að gerð verði áætlun til framtíðar fyrir skólastigið um endurheimt þess sem tekið hefur verið brott vegna niðurskurðar og vegna frestunar á umbótaáformum framhaldsskólalaganna. Hér er m.a. átt við aðgerðir til að auka tengsl skólastiganna, lögbundna og aukna ábyrgð stjórnvalda á skólagöngu nemenda, aðgerðir til að auka fjölbreytni náms og námsframboðs, ráðstafanir til þess að fjölga þeim sem útskrifast með lokapróf og aðgerðir til að auka velferð nemenda og bæta þjónustu við þá - ekki síst við þá sem standa höllum fæti.Núna þarf fyrst og fremst að verja skólagöngu og námsvist ungmenna á framhaldsskólaaldri fyrir frekari áföllum en orðin eru. Við það mun reyna á hina margumtöluðu forgangsröðun í ríkisfjármálunum.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun