Gnýr og slysahætta af hraðakstri í þjóðgarði 2. desember 2010 06:00 Ofan af Lyngdalsheiði Beinn og breiður vegur liggur nú af Lyngdalsheiði inn í friðlandið á Þingvöllum. Þjóðgarðsvörður segir ökumenn gleyma að draga úr hraðanum þegar komið sé inn á Gjábakkaveg.Mynd/Einar Sæmundsen „Eftir að nýi Lyngdalsheiðarvegurinn milli Þingvalla og Laugarvatns var opnaður hefur hraði og hávaði frá umferð aukist mikið í þjóðgarðinum og um leið slysahætta,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Nýr vegur yfir Lyngdalsheiði var tekinn í notkun í haust. Í stað þess að beygt væri af þeim vegi á gatnamótum inn á Gjábakkaveg sem liggur inn í friðlandið eru vegirnir tveir nú í beinu framhaldi hvor af öðrum. „Vegir beggja vegna þjóðgarðsins bera 90 kílómetra hraða og greinilegt er að bílstjórar þurfa að stilla sig þegar í þjóðgarðinn kemur og aka þar á löglegum 50 kílómetra hraða. Vegurinn gegnum þjóðgarðinn er mjög mjór og hlykkjóttur og útsýni afar takmarkað af hrauni og kjarri. Jafnframt þessu eru nokkur útskot og útsýnisstaðir þröngir og þar leynast bílar og fólk á ferli. Lítið þarf því út af að bera til að slys verði á veginum,“ segir Ólafur, sem kveður mestu hættuna vera austanmegin, í nágrenni Hrafnagjár. Ólafur Örn Haraldsson Vegagerðin og Þingvallanefnd hafa að sögn Ólafs með sér náið samstarf um aðgerðir til að draga úr umferðarhraða í þjóðgarðunum. Hann segir að gripið verði til margvíslegra ráðstafana í því skyni næsta vor. Ólafur bendir á að kyrrð og friðsæld sé meðal þess sem eftirsóknarverðast sé í þjóðgarðinum. „Nú hafa orðið mikil umskipti þegar umferðin er mest í gegnum hann, ekki síst um helgar, en einmitt þá er flest fólk í þjóðgarðinum og vill njóta einstakrar náttúrufegurðar umhverfis Þingvallavatn,“ segir hann. Gerð nýja vegarins um Lyngdalsheiði var nokkuð umdeild þegar hann var í undirbúningi. Vísindamenn bentu á hættu á mengun frá umferð sem smám saman myndi leita út í Þingvallavatn. „Það drægi enn frekar úr gæðum vatnsins en verulega hefur dregið úr tærleika vatnsins á undanförnum árum. Mengun frá umferð eykst með auknum hraða og er því enn ríkari ástæða til að ekið sé á löglegum hrað um þjóðgarðinn,“ segir þjóðgarðsvörður. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
„Eftir að nýi Lyngdalsheiðarvegurinn milli Þingvalla og Laugarvatns var opnaður hefur hraði og hávaði frá umferð aukist mikið í þjóðgarðinum og um leið slysahætta,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Nýr vegur yfir Lyngdalsheiði var tekinn í notkun í haust. Í stað þess að beygt væri af þeim vegi á gatnamótum inn á Gjábakkaveg sem liggur inn í friðlandið eru vegirnir tveir nú í beinu framhaldi hvor af öðrum. „Vegir beggja vegna þjóðgarðsins bera 90 kílómetra hraða og greinilegt er að bílstjórar þurfa að stilla sig þegar í þjóðgarðinn kemur og aka þar á löglegum 50 kílómetra hraða. Vegurinn gegnum þjóðgarðinn er mjög mjór og hlykkjóttur og útsýni afar takmarkað af hrauni og kjarri. Jafnframt þessu eru nokkur útskot og útsýnisstaðir þröngir og þar leynast bílar og fólk á ferli. Lítið þarf því út af að bera til að slys verði á veginum,“ segir Ólafur, sem kveður mestu hættuna vera austanmegin, í nágrenni Hrafnagjár. Ólafur Örn Haraldsson Vegagerðin og Þingvallanefnd hafa að sögn Ólafs með sér náið samstarf um aðgerðir til að draga úr umferðarhraða í þjóðgarðunum. Hann segir að gripið verði til margvíslegra ráðstafana í því skyni næsta vor. Ólafur bendir á að kyrrð og friðsæld sé meðal þess sem eftirsóknarverðast sé í þjóðgarðinum. „Nú hafa orðið mikil umskipti þegar umferðin er mest í gegnum hann, ekki síst um helgar, en einmitt þá er flest fólk í þjóðgarðinum og vill njóta einstakrar náttúrufegurðar umhverfis Þingvallavatn,“ segir hann. Gerð nýja vegarins um Lyngdalsheiði var nokkuð umdeild þegar hann var í undirbúningi. Vísindamenn bentu á hættu á mengun frá umferð sem smám saman myndi leita út í Þingvallavatn. „Það drægi enn frekar úr gæðum vatnsins en verulega hefur dregið úr tærleika vatnsins á undanförnum árum. Mengun frá umferð eykst með auknum hraða og er því enn ríkari ástæða til að ekið sé á löglegum hrað um þjóðgarðinn,“ segir þjóðgarðsvörður. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent