Mikilvægir styrkir 31. mars 2010 06:00 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar um þróunarstyrki leikskólaráðs Nýlega fengu 16 leikskólar Reykjavíkurborgar afhenta þróunarstyrki leikskólaráðs. Mikil sátt er í leikskólaráði um að skera ekki niður þessa mikilvægu styrki sem veita skólunum tækifæri til að vinna með nýjar hugmyndir, auka samstarf á milli leikskóla, hefja samstarfsverkefni og stunda rannsóknir. Sumir telja að slíkir sjóðir geti beðið á meðan það versta gengur yfir í efnahagslífinu en það getur verið afar dýrkeypt. Ekki þarf alltaf fjármagn til að skólaþróun eigi sér stað en í mörgum tilfellum er nauðsynlegt að veita starfsfólki stuðning til að hittast, gera tilraunir og tengjast. Á síðastliðnum tveimur árum hefur umhverfi leikskóla, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, gengið í gegnum miklar öfgar. Fyrir hrun beindust öll spjót að leikskólum vegna manneklu, lokana og biðlista. Vegna manneklu var lítill tími til þróunar skólastarfs því öll orkan fór í að leita að starfsfólki. Atvinnulífið lét í sér heyra og foreldrar voru undir miklum þrýstingi og unnu mikið frá börnum sínum. Nokkrum vikum eftir hrun bankanna fylltust leikskólarnir af starfsfólki, ró færðist yfir starfsemina og foreldrar áttu fleiri samverustundir með börnum sínum. Starfsfólk á auðveldara með að vinna verkefni fyrir skólastigið þegar starfsmannahald er stöðugt og gott. Við tóku annars konar krefjandi verkefni sem fólu í sér samstarf og samvinnu foreldra, starfsmanna og borgaryfirvalda til að stuðla að hagræðingu í 10 milljarða króna leikskólakerfi. Á þessu kjörtímabili hafa leikskólar þannig þurft að glíma við afar ólíkt ytra umhverfi. Alltaf er umhverfi barnsins, nám þess og umönnun, það sem allir leitast við að tryggja að sé til fyrirmyndar. Samkvæmt skoðanakönnunum eru foreldrar himinlifandi með leikskólana og börnin læra meira en við fullorðna fólkið getum ímyndað okkur. Þessi þjónusta og námsþróun leikskólabarna er aðeins tryggð til framtíðar með öflugu faglegu starfi í skólunum. Slíkt er nauðsynlegt að styðja við. Skólarnir þurfa tækifæri og tíma til að skoða og endurskoða og prófa eitthvað nýtt - allt með það að markmiði að hvert og eitt leikskólabarn blómstri. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar um þróunarstyrki leikskólaráðs Nýlega fengu 16 leikskólar Reykjavíkurborgar afhenta þróunarstyrki leikskólaráðs. Mikil sátt er í leikskólaráði um að skera ekki niður þessa mikilvægu styrki sem veita skólunum tækifæri til að vinna með nýjar hugmyndir, auka samstarf á milli leikskóla, hefja samstarfsverkefni og stunda rannsóknir. Sumir telja að slíkir sjóðir geti beðið á meðan það versta gengur yfir í efnahagslífinu en það getur verið afar dýrkeypt. Ekki þarf alltaf fjármagn til að skólaþróun eigi sér stað en í mörgum tilfellum er nauðsynlegt að veita starfsfólki stuðning til að hittast, gera tilraunir og tengjast. Á síðastliðnum tveimur árum hefur umhverfi leikskóla, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, gengið í gegnum miklar öfgar. Fyrir hrun beindust öll spjót að leikskólum vegna manneklu, lokana og biðlista. Vegna manneklu var lítill tími til þróunar skólastarfs því öll orkan fór í að leita að starfsfólki. Atvinnulífið lét í sér heyra og foreldrar voru undir miklum þrýstingi og unnu mikið frá börnum sínum. Nokkrum vikum eftir hrun bankanna fylltust leikskólarnir af starfsfólki, ró færðist yfir starfsemina og foreldrar áttu fleiri samverustundir með börnum sínum. Starfsfólk á auðveldara með að vinna verkefni fyrir skólastigið þegar starfsmannahald er stöðugt og gott. Við tóku annars konar krefjandi verkefni sem fólu í sér samstarf og samvinnu foreldra, starfsmanna og borgaryfirvalda til að stuðla að hagræðingu í 10 milljarða króna leikskólakerfi. Á þessu kjörtímabili hafa leikskólar þannig þurft að glíma við afar ólíkt ytra umhverfi. Alltaf er umhverfi barnsins, nám þess og umönnun, það sem allir leitast við að tryggja að sé til fyrirmyndar. Samkvæmt skoðanakönnunum eru foreldrar himinlifandi með leikskólana og börnin læra meira en við fullorðna fólkið getum ímyndað okkur. Þessi þjónusta og námsþróun leikskólabarna er aðeins tryggð til framtíðar með öflugu faglegu starfi í skólunum. Slíkt er nauðsynlegt að styðja við. Skólarnir þurfa tækifæri og tíma til að skoða og endurskoða og prófa eitthvað nýtt - allt með það að markmiði að hvert og eitt leikskólabarn blómstri. Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar