Fjallabyggð sameinuð með göngum 2. október 2010 04:00 héðinsfjarðargöng Héðinsfjarðargöngin á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar verða opnuð í dag. Göngin stytta leiðina á milli bæjarfélaganna tveggja úr 62 kílómetrum í um 15 kílómetra og eru um 11 kílómetrar að lengd. Þar af eru 3,7 kílómetrar á milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar og um 6,9 kílómetrar þaðan til Ólafsfjarðar. Kostnaðurinn við göngin eru rúmir 12 milljarðar króna, en áætlaður upphafskostnaður var um 7,5 milljarðar. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir ástæðuna fyrir auknum kostnaði liggja í meiri vatnsaga en gert var ráð fyrir í útboði og nemur sá kostnaður um einum milljarði króna. Afganginn megi skýra með hækkun verðlags og gengis á verktímanum. Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, segir göngin vera feiknamikinn áfanga og er bjartsýnn á framtíð bæjarfélaganna tveggja. „Fyrir sveitarfélög sem eru í 240 kílómetra fjarlægð samgöngulega séð og 60 km fjarlægð að sumri til, þá skiptir svona lagað verulega miklu máli," segir Sigurður. Hann er viss um að göngin eigi eftir að borga sig og segir framtíð bæjanna vera í húfi. Tröllaskaginn verður partur af hringveginum með tilkomu Héðinsfjarðarganganna og segir Sigurður það skipta gríðarlegu máli fyrir ferðaþjónustu á svæðinu þar sem Siglufjörður tengist nú inn í Eyjafjarðarsvæðið. „Þetta er mikill léttir," segir hann. „Þetta hefur tekið mjög langan tíma og mikinn undirbúning, en sveitarfélög af þessari stærðargráðu verða að sameinast til þess að lifa af." Sigurður segir göngin vera grundvallaratriði fyrir byggðarlögin og er ekki í nokkrum vafa um það að uppgangur eigi eftir að eiga sér stað í báðum byggðakjörnum. „Lífsgæði fólks á þessum svæðum eiga eftir að gjörbreytast til hins betra," segir Sigurður. sunna@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Sjá meira
Héðinsfjarðargöngin á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar verða opnuð í dag. Göngin stytta leiðina á milli bæjarfélaganna tveggja úr 62 kílómetrum í um 15 kílómetra og eru um 11 kílómetrar að lengd. Þar af eru 3,7 kílómetrar á milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar og um 6,9 kílómetrar þaðan til Ólafsfjarðar. Kostnaðurinn við göngin eru rúmir 12 milljarðar króna, en áætlaður upphafskostnaður var um 7,5 milljarðar. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir ástæðuna fyrir auknum kostnaði liggja í meiri vatnsaga en gert var ráð fyrir í útboði og nemur sá kostnaður um einum milljarði króna. Afganginn megi skýra með hækkun verðlags og gengis á verktímanum. Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, segir göngin vera feiknamikinn áfanga og er bjartsýnn á framtíð bæjarfélaganna tveggja. „Fyrir sveitarfélög sem eru í 240 kílómetra fjarlægð samgöngulega séð og 60 km fjarlægð að sumri til, þá skiptir svona lagað verulega miklu máli," segir Sigurður. Hann er viss um að göngin eigi eftir að borga sig og segir framtíð bæjanna vera í húfi. Tröllaskaginn verður partur af hringveginum með tilkomu Héðinsfjarðarganganna og segir Sigurður það skipta gríðarlegu máli fyrir ferðaþjónustu á svæðinu þar sem Siglufjörður tengist nú inn í Eyjafjarðarsvæðið. „Þetta er mikill léttir," segir hann. „Þetta hefur tekið mjög langan tíma og mikinn undirbúning, en sveitarfélög af þessari stærðargráðu verða að sameinast til þess að lifa af." Sigurður segir göngin vera grundvallaratriði fyrir byggðarlögin og er ekki í nokkrum vafa um það að uppgangur eigi eftir að eiga sér stað í báðum byggðakjörnum. „Lífsgæði fólks á þessum svæðum eiga eftir að gjörbreytast til hins betra," segir Sigurður. sunna@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Sjá meira