Skuldabréfaútgáfa ManU orðin verulegt klúður 3. febrúar 2010 08:28 Þeir fjárfestar sem tóku þátt í 500 milljóna punda skuldabréfaútgáfu enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United (ManU) sitja nú eftir með sárt ennið. Verð á þessum skuldabréfum hefur hríðfallið á þeim tveimur vikum sem liðnar eru frá útgáfunni. Þetta kemur fram í Finanacial Times í dag. ManU bauð bréfin bæði í pundum og dollurum og þróunin hefur verið sýnu verri í skuldabréfunum í pundum. Þau ganga nú kaupum og sölum á 93% af nafnverði. Dollarabréfin eru hinsvegar í boði á 94,5% af nafnverði. Með öðrum orðum hafa þeir sem fjárfestu í þessum bréfum mátt þola mikið tap og það er talið valda því að erfitt verði fyrir ManU að fara út í svipaða útgáfu í framtíðinni. „Þetta eru slæmar fréttir fyrir fjárfestana því þetta þýðir að þeir tapi á kaupum sínm ef þeir selja bréfin núna," segir Jonathan Moore greinandi hjá Evolution Securities. Flestir sérfræðingar telja að upphaflegt verð á þessum skuldabréfum hafi verið allt of hátt en aðrir benda á að verðfallið sé merki um það lélega lánstraust sem ManU hefur í dag. ManU er skuldum hlaðið eins og fram hefur komið í fréttum. Liðið greiðir um 7,2 milljarða kr. á ári í vexti af skuldum sínum. Þetta er litlu minni upphæð en liðið greiddi fyrir þá Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney samanlagt. Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Þeir fjárfestar sem tóku þátt í 500 milljóna punda skuldabréfaútgáfu enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United (ManU) sitja nú eftir með sárt ennið. Verð á þessum skuldabréfum hefur hríðfallið á þeim tveimur vikum sem liðnar eru frá útgáfunni. Þetta kemur fram í Finanacial Times í dag. ManU bauð bréfin bæði í pundum og dollurum og þróunin hefur verið sýnu verri í skuldabréfunum í pundum. Þau ganga nú kaupum og sölum á 93% af nafnverði. Dollarabréfin eru hinsvegar í boði á 94,5% af nafnverði. Með öðrum orðum hafa þeir sem fjárfestu í þessum bréfum mátt þola mikið tap og það er talið valda því að erfitt verði fyrir ManU að fara út í svipaða útgáfu í framtíðinni. „Þetta eru slæmar fréttir fyrir fjárfestana því þetta þýðir að þeir tapi á kaupum sínm ef þeir selja bréfin núna," segir Jonathan Moore greinandi hjá Evolution Securities. Flestir sérfræðingar telja að upphaflegt verð á þessum skuldabréfum hafi verið allt of hátt en aðrir benda á að verðfallið sé merki um það lélega lánstraust sem ManU hefur í dag. ManU er skuldum hlaðið eins og fram hefur komið í fréttum. Liðið greiðir um 7,2 milljarða kr. á ári í vexti af skuldum sínum. Þetta er litlu minni upphæð en liðið greiddi fyrir þá Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney samanlagt.
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira