Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir: Grínlaust 7. maí 2010 06:00 Það er ekki sjálfgefið að rekstur Reykjavíkurborgar skili afgangi. Öll árin 2002 til 2006, á sama tíma og mikill uppgangur var í þjóðfélaginu, var borgin rekin með halla. Á árinu 2007 snerist þetta við og hefur borgin verið rekin með afgangi síðustu 3 árin. Þetta er mjög góður árangur, ekki síst í ljósi þeirra hremminga sem hafa gengið yfir efnahagskerfi landsmanna síðustu 2 árin. Rekstrarafgangur á árinu 2009 upp á rúma 3 milljarða er eftirtektarverður árangur fyrir margra hluta sakir. Hvorki skattar né gjaldskrár fyrir grunnþjónustu voru hækkaðar á árinu. Útsvarshlutfall í borginni er lægra en lögbundið hámark segir til um. Gengisþróun var óhagstæðari og verðlag var hærra en áætlun gerði ráð fyrir. Líklegri niðurstaða fyrir árið 2009 hefði sjálfsagt verið sú að eftir hækkun skatta, hækkun gjaldskráa, og eftir hækkun útsvarshlutfalls í hæstu leyfilegu mörk hefði rekstur borgarinnar samt komið út í mínus. Þessu spáði m.a. Samfylkingin. Ekkert af þessu gerðist. Niðurstöðuna má þakka nýjum vinnubrögðum við fjármálastjórn Reykjavíkurborgar. Gott samráð meiri- og minnihluta var um vinnu við fjárhagsáætlun í borgarstjórn. Þunginn í aðgerðaráætlun okkar var að standa vörð um grunnþjónustuna, störfin og gjaldskrár. Við þetta allt hefur verið staðið. Starfsmenn borgarinnar komu með um 300 tillögur um sparnað sem voru nýttar á árinu. Niðurstaðan er afgangur upp á rúma 3 milljarða. Staða borgarsjóðs og dótturfyrirtækja er allt annað en auðveld. Skuldir Orkuveitu Reykjavíkur vega þar þyngst en fjárfestingar síðustu ára hafa enn ekki skilað þeim tekjum sem þarf til að staða félagsins sé viðunandi. Grundvallaratriði í því að viðhalda þáttum eins og lánshæfismati er að rekstur borgarinnar sé í lagi. Hallarekstur ofan á erfiða skuldastöðu er nefnilega óskemmtileg blanda eins og Grikkland og fleiri ríki fá að kenna á um þessar mundir. Það eru því mjög ánægjulegar fréttir að borgarsjóður sé rekinn með afgangi. Annars konar niðurstaða væri ekkert annað en dauðans alvara. Grín og glens við stjórn borgarinnar væri mikið ábyrgðarleysi. Hallarekstur eins og stundaður var á árum áður væri mikið ábyrgðarleysi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Það er ekki sjálfgefið að rekstur Reykjavíkurborgar skili afgangi. Öll árin 2002 til 2006, á sama tíma og mikill uppgangur var í þjóðfélaginu, var borgin rekin með halla. Á árinu 2007 snerist þetta við og hefur borgin verið rekin með afgangi síðustu 3 árin. Þetta er mjög góður árangur, ekki síst í ljósi þeirra hremminga sem hafa gengið yfir efnahagskerfi landsmanna síðustu 2 árin. Rekstrarafgangur á árinu 2009 upp á rúma 3 milljarða er eftirtektarverður árangur fyrir margra hluta sakir. Hvorki skattar né gjaldskrár fyrir grunnþjónustu voru hækkaðar á árinu. Útsvarshlutfall í borginni er lægra en lögbundið hámark segir til um. Gengisþróun var óhagstæðari og verðlag var hærra en áætlun gerði ráð fyrir. Líklegri niðurstaða fyrir árið 2009 hefði sjálfsagt verið sú að eftir hækkun skatta, hækkun gjaldskráa, og eftir hækkun útsvarshlutfalls í hæstu leyfilegu mörk hefði rekstur borgarinnar samt komið út í mínus. Þessu spáði m.a. Samfylkingin. Ekkert af þessu gerðist. Niðurstöðuna má þakka nýjum vinnubrögðum við fjármálastjórn Reykjavíkurborgar. Gott samráð meiri- og minnihluta var um vinnu við fjárhagsáætlun í borgarstjórn. Þunginn í aðgerðaráætlun okkar var að standa vörð um grunnþjónustuna, störfin og gjaldskrár. Við þetta allt hefur verið staðið. Starfsmenn borgarinnar komu með um 300 tillögur um sparnað sem voru nýttar á árinu. Niðurstaðan er afgangur upp á rúma 3 milljarða. Staða borgarsjóðs og dótturfyrirtækja er allt annað en auðveld. Skuldir Orkuveitu Reykjavíkur vega þar þyngst en fjárfestingar síðustu ára hafa enn ekki skilað þeim tekjum sem þarf til að staða félagsins sé viðunandi. Grundvallaratriði í því að viðhalda þáttum eins og lánshæfismati er að rekstur borgarinnar sé í lagi. Hallarekstur ofan á erfiða skuldastöðu er nefnilega óskemmtileg blanda eins og Grikkland og fleiri ríki fá að kenna á um þessar mundir. Það eru því mjög ánægjulegar fréttir að borgarsjóður sé rekinn með afgangi. Annars konar niðurstaða væri ekkert annað en dauðans alvara. Grín og glens við stjórn borgarinnar væri mikið ábyrgðarleysi. Hallarekstur eins og stundaður var á árum áður væri mikið ábyrgðarleysi.
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar