Vandi íslenskra fjölmiðla Gunnar Hersveinn skrifar 27. janúar 2010 06:00 Hlutverk fjölmiðlafólks er þýðingarmikið um þessar mundir en hlutskipti þeirra er dapurlegt. Fjölmargir reyndir blaðamenn með bein í nefinu standa nú utan fjölmiðla - þeim hefur verið sagt upp störfum. Höfundar greina og pistla geta ekki heldur lengur selt skrif sín. Gagnrýnin hugsun er á undanhaldi í íslenskum fjölmiðlum en léttmeti sem laðar að sér auglýsingar á greiðan aðgang. Blaðamenn og -konur hafa aðgang að valdafólki og viðskiptalífi. Þau geta í krafti fjölmiðils spurt spurninga og krafist svara. Þau geta viðað að sér efni og samið mikilvægar fréttaskýringar til að varpa ljósi á stöðuna. Skjólstæðingar þeirra er almenningur og aðeins almenningur. Verk sem þeim gefst kostur á að vinna vel - býr yfir samfélagslegri ábyrgð og hefur jákvæðar afleiðingar. Nú stendur yfir óvissutími vegna ICESAVE og brátt verður skýrsla rannsóknarnefndar Alþings birt en á sama tíma eru fjölmiðlar vanbúnir til að takast á við verkefnið sem liggur fyrir. Sögulegir atburðir eiga sér stað sem skilja á milli feigs og ófeigs, og vönduð miðlun til þjóðarinnar getur ráðið úrslitum um framhaldið. En hvað gerist þá? Fréttamenn missa vinnuna og þeir sem eftir eru hafa æ sjaldnar tíma til að vanda sig sökum álags. Hver og einn blaðamaður reynir að standa sig í fréttamiðlun en það er vissulega áhyggjuefni þegar þeir hafa ekki lengur stuðning sér reyndari og ekki heldur tíma til að klára málin. Það er nauðsynlegt að kryfja málin, leita í margar heimildir, efast og loks að semja vandaðar fréttaskýringar - en til hverra getur fréttastjórinn leitað þegar svo margir afburðagóðir fréttamenn standa utandyra? Kröfuharðir lesendur, hlustendur og áhorfendur fjölmiðla verða að láta til sín heyra og mótmæla þessari afleitu stöðu á svo mikilvægum tímum. Ef til vill hefur aldrei verið meiri þörf á hörðu, gagnrýnu, reyndu og úthaldsgóðu fjölmiðlafólki til að glíma við það efni sem berst á fjölmiðla þessi misserin. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hersveinn Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hlutverk fjölmiðlafólks er þýðingarmikið um þessar mundir en hlutskipti þeirra er dapurlegt. Fjölmargir reyndir blaðamenn með bein í nefinu standa nú utan fjölmiðla - þeim hefur verið sagt upp störfum. Höfundar greina og pistla geta ekki heldur lengur selt skrif sín. Gagnrýnin hugsun er á undanhaldi í íslenskum fjölmiðlum en léttmeti sem laðar að sér auglýsingar á greiðan aðgang. Blaðamenn og -konur hafa aðgang að valdafólki og viðskiptalífi. Þau geta í krafti fjölmiðils spurt spurninga og krafist svara. Þau geta viðað að sér efni og samið mikilvægar fréttaskýringar til að varpa ljósi á stöðuna. Skjólstæðingar þeirra er almenningur og aðeins almenningur. Verk sem þeim gefst kostur á að vinna vel - býr yfir samfélagslegri ábyrgð og hefur jákvæðar afleiðingar. Nú stendur yfir óvissutími vegna ICESAVE og brátt verður skýrsla rannsóknarnefndar Alþings birt en á sama tíma eru fjölmiðlar vanbúnir til að takast á við verkefnið sem liggur fyrir. Sögulegir atburðir eiga sér stað sem skilja á milli feigs og ófeigs, og vönduð miðlun til þjóðarinnar getur ráðið úrslitum um framhaldið. En hvað gerist þá? Fréttamenn missa vinnuna og þeir sem eftir eru hafa æ sjaldnar tíma til að vanda sig sökum álags. Hver og einn blaðamaður reynir að standa sig í fréttamiðlun en það er vissulega áhyggjuefni þegar þeir hafa ekki lengur stuðning sér reyndari og ekki heldur tíma til að klára málin. Það er nauðsynlegt að kryfja málin, leita í margar heimildir, efast og loks að semja vandaðar fréttaskýringar - en til hverra getur fréttastjórinn leitað þegar svo margir afburðagóðir fréttamenn standa utandyra? Kröfuharðir lesendur, hlustendur og áhorfendur fjölmiðla verða að láta til sín heyra og mótmæla þessari afleitu stöðu á svo mikilvægum tímum. Ef til vill hefur aldrei verið meiri þörf á hörðu, gagnrýnu, reyndu og úthaldsgóðu fjölmiðlafólki til að glíma við það efni sem berst á fjölmiðla þessi misserin. Höfundur er rithöfundur.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun