Lyfjafyrirtæki þegar hætt að skrá ný lyf 18. maí 2010 04:15 Apótek Smásöluverð á fjörutíu algengum lyfjum var að meðaltali um 6,5 prósentum lægra hér á landi en á hinum Norðurlöndunum samkvæmt verðsamanburði Lyfjagreiðslunefndar. Farið er að bera á því að lyfjafyrirtæki hætti við að skrá ný lyf á markað hér á landi þar sem stjórnvöld voru ekki tilbúin til að borga sambærilegt verð og fæst fyrir lyfin á hinum Norðurlöndunum, segir Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka, samtaka framleiðenda frumlyfja. Fram kom í máli framkvæmdastjóra hjá lyfjarisanum Roche í Fréttablaðinu í gær að fyrirtækið íhugaði alvarlega að hætta að setja ný lyf á markað á Íslandi, og jafnvel að afskrá eldri lyf. „Heilbrigðisyfirvöld mega ekki gleyma því að það er þegar búið að ganga afar langt í að lækka lyfjakostnað. Að lækka enn meira er eins og að pissa í skóinn sinn. Kostnaðurinn getur lækkað lítillega tímabundið, en á endanum þýðir það aukinn kostnað í heilbrigðiskerfinu þegar sjúklingar hafa ekki lengur aðgang að bestu fáanlegum lyfjum,“ segir Jakob. Hann mótmælir þeirri fullyrðingu Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra í Fréttablaðinu í gær að krafa íslenskra stjórnvalda sé aðeins að fá að kaupa lyf á sambærilegu verði og á hinum Norðurlöndunum. Jakob segir lyfjaverð hér á landi, og þá sér í lagi heildsöluverð frumlyfja, hafa verið á sama róli og meðalverð á hinum Norðurlöndunum síðan árið 2006. Það eigi Álfheiður að vita. Krafan virðist vera sú að fá lyfin á lægra verði en nágrannalöndin, sem gangi augljóslega ekki upp. Í verðsamanburði Lyfjagreiðslunefndar frá því í febrúar síðastliðnum er tekið saman smásöluverð fjörutíu lyfja hér og á hinum Norðurlöndunum. Lyfin eru yfirleitt um eða undir meðalverði hinna Norðurlandanna samkvæmt samanburðinum. Meðalverð á lyfjategundunum 40 var 23.310 krónur hér á landi, en meðalverðið á hinum Norðurlöndunum var 24.941 króna. Verðið var því að meðaltali 6,5 prósentum lægra hér á landi. Jakob segir augljóst að ekki gangi að bjóða upp á lægra verð á Íslandi en í öðrum Evrópuríkjum. Það komi ekki til af því að það muni draga úr hagnaði lyfjaframleiðenda að selja lyfin á lægra verði á 300 þúsund manna markaði en í stórum Evrópuríkjum. Ástæðan sé sú að Ísland sé ekki eyland í þessum skilningi. Lyfjamarkaðurinn sé alþjóðlegur og fjármagna þurfi kostnaðarsamar rannsóknir. Verð í einu landi hafi sannarlega áhrif í öðrum löndum og engin rök séu fyrir því að verð hér eigi að vera lægra. brjann@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Farið er að bera á því að lyfjafyrirtæki hætti við að skrá ný lyf á markað hér á landi þar sem stjórnvöld voru ekki tilbúin til að borga sambærilegt verð og fæst fyrir lyfin á hinum Norðurlöndunum, segir Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka, samtaka framleiðenda frumlyfja. Fram kom í máli framkvæmdastjóra hjá lyfjarisanum Roche í Fréttablaðinu í gær að fyrirtækið íhugaði alvarlega að hætta að setja ný lyf á markað á Íslandi, og jafnvel að afskrá eldri lyf. „Heilbrigðisyfirvöld mega ekki gleyma því að það er þegar búið að ganga afar langt í að lækka lyfjakostnað. Að lækka enn meira er eins og að pissa í skóinn sinn. Kostnaðurinn getur lækkað lítillega tímabundið, en á endanum þýðir það aukinn kostnað í heilbrigðiskerfinu þegar sjúklingar hafa ekki lengur aðgang að bestu fáanlegum lyfjum,“ segir Jakob. Hann mótmælir þeirri fullyrðingu Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra í Fréttablaðinu í gær að krafa íslenskra stjórnvalda sé aðeins að fá að kaupa lyf á sambærilegu verði og á hinum Norðurlöndunum. Jakob segir lyfjaverð hér á landi, og þá sér í lagi heildsöluverð frumlyfja, hafa verið á sama róli og meðalverð á hinum Norðurlöndunum síðan árið 2006. Það eigi Álfheiður að vita. Krafan virðist vera sú að fá lyfin á lægra verði en nágrannalöndin, sem gangi augljóslega ekki upp. Í verðsamanburði Lyfjagreiðslunefndar frá því í febrúar síðastliðnum er tekið saman smásöluverð fjörutíu lyfja hér og á hinum Norðurlöndunum. Lyfin eru yfirleitt um eða undir meðalverði hinna Norðurlandanna samkvæmt samanburðinum. Meðalverð á lyfjategundunum 40 var 23.310 krónur hér á landi, en meðalverðið á hinum Norðurlöndunum var 24.941 króna. Verðið var því að meðaltali 6,5 prósentum lægra hér á landi. Jakob segir augljóst að ekki gangi að bjóða upp á lægra verð á Íslandi en í öðrum Evrópuríkjum. Það komi ekki til af því að það muni draga úr hagnaði lyfjaframleiðenda að selja lyfin á lægra verði á 300 þúsund manna markaði en í stórum Evrópuríkjum. Ástæðan sé sú að Ísland sé ekki eyland í þessum skilningi. Lyfjamarkaðurinn sé alþjóðlegur og fjármagna þurfi kostnaðarsamar rannsóknir. Verð í einu landi hafi sannarlega áhrif í öðrum löndum og engin rök séu fyrir því að verð hér eigi að vera lægra. brjann@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira