Dagur B. Eggertsson: Reykjavík verður að taka forystu 12. maí 2010 09:39 Í borgarstjórnarkosningunum í vor stendur valið milli þess að bíða af sér kreppuna, líkt og Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér, eða beita afli borgarinnar til að vinna sig út úr henni eins hratt og kostur er, einsog hugmyndir Samfylkingarinnar ganga út á. Við teljum eindregið að Reykjavík eigi að taka sér forystuhlutverk á krepputímum. Sú forysta á að snúast um þrennt: tryggja atvinnu, tryggja öryggi og kveikja von um betra samfélag. Þetta þrennt er reyndar nátengt: Atvinna skapar öryggi sem skapar von. Ef við sköpum ekki atvinnu þá dregur úr öryggi og vonin dvínar - og andstæðan verður jafnvel ofan á: óöryggi og vonleysi.Atvinna Reykjavík á ekki að unna sér hvíldar fyrr en atvinnuleysi er úr sögunni. Þar þarf að leiða samvinnu margra. Sá doði sem stafar frá ráðhúsinu er bein afleiðing af því að frjálshyggjan vísar ábyrgðinni annað á meðan hún bíður eftir að markaðurinn leysi málin. Það er dýrt. Afleiðingin gæti orðið langvarandi atvinnuleysi. Höfuðborgin á þvert á móti að taka frumkvæði. Tryggja að hlúð sé að tækifærum í markvissu samstarfi við atvinnulífið, hvort sem er í ferðaþjónustu, þekkingariðnaði eða kvikmyndagerð svo dæmi séu tekin. Reykjavík er í einstakri stöðu til að fá aðra með. Viðhaldsverkefnum og framkvæmdum á ekki að fresta heldur flýta eins og kostur er. Ráða á fólk af atvinnuleysisskrá til brýnna verkefna, þar sem það er hægt. Einnig þar á Reykjavík að stíga fram og leiða. Þá fylgja aðrir á eftir. Það er allt betra en atvinnuleysi.Öryggi Reykjavík á að tryggja öryggi. Við þurfum öll að geta treyst því að samfélagið standi með okkur ef í harðbakkann slær. Það þýðir að hækka þarf lágmarksframfærslu og styðja betur við barnafjölskyldur. Öllum verður að tryggja þak yfir höfuðið án yfirskuldsetningar. Til þess þarf leiguhúsnæði að vera öruggur kostur, viðráðanlegt og fáanlegt til lengri tíma. Öryggi barna á að vera númer eitt. Skólarnir eiga að vera griðastaður, líka í kreppu. Við eigum að standa saman um að endurskoða forgangsröðina og tryggja að börn hrekist ekki úr íþróttum eða frístundastarfi vegna erfiðra heimilisaðstæðna. Sú menntun er líka nauðsynleg til að leggja grunn að farsælli og og öruggri framtíð. Við þurfum sterkt velferðarsamfélag því það er lykillinn að öryggi fyrir alla. Við skulum ekki kjósa frá okkur öryggið.Von Reykjavík á þó ekki síst að kveikja og næra von um sterkari borg og betra samfélag þar sem við lærum af reynslunni. Við eigum að horfa til framtíðar þar sem lausnir koma í stað kreddu, umhyggja og nágrannasamfélag í stað eigingirni og afskiptaleysis, samhjálp í stað kapphlaups eftir innantómum gæðum og umburðarlyndi í stað dómhörku. Borgarbragurinn byggir á okkur sjálfum. Í góðri borg fer saman óttaleysi og fjölbreytni, tilhlökkun gagnvart framtíðinni, ásamt hæfilegri blöndu af íhaldssemi og forvitni fyrir hinu nýja. Reykjavík er aflið sem mun koma Íslandi út úr kreppunni.Valið í vor Það er enginn vafi að ef rétt verður á málum haldið í borginni munum við sjá nýjar og gamalgrónar atvinnugreinar vaxa aftur og dafna sem aldrei fyrr. Við þurfum bara að þora að taka skrefið til forystu, og standa og falla með því. Byrjum á því að hafna þriggja ára framtíðarsýn meirihlutans í Reykjavík um aðgerðarleysi í atvinnumálum, 11% atvinnuleysi og 70% niðurskurð til mannaflsfrekra verkefna. Það boðar bara landflótta. Reykjavík hefur alla burði til að gera margfalt betur ef hún beitir sér. Atvinnustefna og aðgerðaráætlun Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sannar það. Þar birtist sýn um atvinnu, öryggi og von um betri framtíð. Þar liggur munurinn. Þitt er valið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Skoðun Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í borgarstjórnarkosningunum í vor stendur valið milli þess að bíða af sér kreppuna, líkt og Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér, eða beita afli borgarinnar til að vinna sig út úr henni eins hratt og kostur er, einsog hugmyndir Samfylkingarinnar ganga út á. Við teljum eindregið að Reykjavík eigi að taka sér forystuhlutverk á krepputímum. Sú forysta á að snúast um þrennt: tryggja atvinnu, tryggja öryggi og kveikja von um betra samfélag. Þetta þrennt er reyndar nátengt: Atvinna skapar öryggi sem skapar von. Ef við sköpum ekki atvinnu þá dregur úr öryggi og vonin dvínar - og andstæðan verður jafnvel ofan á: óöryggi og vonleysi.Atvinna Reykjavík á ekki að unna sér hvíldar fyrr en atvinnuleysi er úr sögunni. Þar þarf að leiða samvinnu margra. Sá doði sem stafar frá ráðhúsinu er bein afleiðing af því að frjálshyggjan vísar ábyrgðinni annað á meðan hún bíður eftir að markaðurinn leysi málin. Það er dýrt. Afleiðingin gæti orðið langvarandi atvinnuleysi. Höfuðborgin á þvert á móti að taka frumkvæði. Tryggja að hlúð sé að tækifærum í markvissu samstarfi við atvinnulífið, hvort sem er í ferðaþjónustu, þekkingariðnaði eða kvikmyndagerð svo dæmi séu tekin. Reykjavík er í einstakri stöðu til að fá aðra með. Viðhaldsverkefnum og framkvæmdum á ekki að fresta heldur flýta eins og kostur er. Ráða á fólk af atvinnuleysisskrá til brýnna verkefna, þar sem það er hægt. Einnig þar á Reykjavík að stíga fram og leiða. Þá fylgja aðrir á eftir. Það er allt betra en atvinnuleysi.Öryggi Reykjavík á að tryggja öryggi. Við þurfum öll að geta treyst því að samfélagið standi með okkur ef í harðbakkann slær. Það þýðir að hækka þarf lágmarksframfærslu og styðja betur við barnafjölskyldur. Öllum verður að tryggja þak yfir höfuðið án yfirskuldsetningar. Til þess þarf leiguhúsnæði að vera öruggur kostur, viðráðanlegt og fáanlegt til lengri tíma. Öryggi barna á að vera númer eitt. Skólarnir eiga að vera griðastaður, líka í kreppu. Við eigum að standa saman um að endurskoða forgangsröðina og tryggja að börn hrekist ekki úr íþróttum eða frístundastarfi vegna erfiðra heimilisaðstæðna. Sú menntun er líka nauðsynleg til að leggja grunn að farsælli og og öruggri framtíð. Við þurfum sterkt velferðarsamfélag því það er lykillinn að öryggi fyrir alla. Við skulum ekki kjósa frá okkur öryggið.Von Reykjavík á þó ekki síst að kveikja og næra von um sterkari borg og betra samfélag þar sem við lærum af reynslunni. Við eigum að horfa til framtíðar þar sem lausnir koma í stað kreddu, umhyggja og nágrannasamfélag í stað eigingirni og afskiptaleysis, samhjálp í stað kapphlaups eftir innantómum gæðum og umburðarlyndi í stað dómhörku. Borgarbragurinn byggir á okkur sjálfum. Í góðri borg fer saman óttaleysi og fjölbreytni, tilhlökkun gagnvart framtíðinni, ásamt hæfilegri blöndu af íhaldssemi og forvitni fyrir hinu nýja. Reykjavík er aflið sem mun koma Íslandi út úr kreppunni.Valið í vor Það er enginn vafi að ef rétt verður á málum haldið í borginni munum við sjá nýjar og gamalgrónar atvinnugreinar vaxa aftur og dafna sem aldrei fyrr. Við þurfum bara að þora að taka skrefið til forystu, og standa og falla með því. Byrjum á því að hafna þriggja ára framtíðarsýn meirihlutans í Reykjavík um aðgerðarleysi í atvinnumálum, 11% atvinnuleysi og 70% niðurskurð til mannaflsfrekra verkefna. Það boðar bara landflótta. Reykjavík hefur alla burði til að gera margfalt betur ef hún beitir sér. Atvinnustefna og aðgerðaráætlun Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sannar það. Þar birtist sýn um atvinnu, öryggi og von um betri framtíð. Þar liggur munurinn. Þitt er valið.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun