Mourinho: Menn hækka um milljón við hvert orð svo að ég segi ekkert Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2010 09:30 Jose Mourinho, nýi þjálfari Real Madrid. Mynd/AFP Jose Mourinho, nýi þjálfari Real Madrid, vildi ekkert segja frá því á blaðamannafundinum í gær hvaða leikmenn hann ætlar að kaupa til spænska stórliðsins sem fór mikinn á leikmannamarkaðnum síðasta sumar. Mourinho sagðist vera mjög ánægður með leikmannahópinn en það vantaði bara 3 til 4 leikmenn til þess að liðið geti spilað eftir sinni hugmyndafræði. „Leikmenn hækka um milljón evra við hvert orð og um tíu milljónir evra við hver tíu orð. Við ættum því að sleppa því að tala um leikmenn. Félagið er ánægt með leikmannahópinn sem var á síðasta tímabili og ég er það einnig. Við þurfum ekki að gera miklar eða stórar breytingar. Við þurfum bara þrjá til fjóra leikmenn svo að ég sem þjálfari geti aðlagað liðið að minni hugmyndafræði," sagði Jose Mourinho. „Þetta er alltaf sama sagan. Það er auðvelt að tengja mig eða félagið við fyrrverandi leikmenn mína. Það vita allir um sterk sambönd sem ég átti við leikmenn eins og Maicon, Lampard eða Ashley Cole. Þar sem að ég næ alltaf traustum tengslum við mína leikmenn er auðvelt fyrir alla að orða þá við mitt lið," sagði Mourinho. Jose Mourinho er líka lunkinn við að vekja athygli á sínum afrekum á skemmtilegan hátt. Svo var einnig á þessum blaðamannafundi. „Þegar ég og forsetinn gengum framhjá síðasta Evrópubikar félgasins í bikarherberginu þá sagði forsetinn að hann saknaði hans," sagði Jose Mourinho og bætti við: „Ég sagði: Ég vann hann fyrir aðeins tíu dögum og ég sakna hans líka," sagði Mourinho. „Ég er ekki tilbúinn að lofa því að við vinnum Meistaradeildina. Ég get hinsvegar lofað því að við verðum ekki hræddir við neinn. Hin liðin verða hrædd við að mæta okkur og þau sem dragast gegn okkur verða þau óheppnu í drættinum," sagði Jose Mourinho. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Jose Mourinho, nýi þjálfari Real Madrid, vildi ekkert segja frá því á blaðamannafundinum í gær hvaða leikmenn hann ætlar að kaupa til spænska stórliðsins sem fór mikinn á leikmannamarkaðnum síðasta sumar. Mourinho sagðist vera mjög ánægður með leikmannahópinn en það vantaði bara 3 til 4 leikmenn til þess að liðið geti spilað eftir sinni hugmyndafræði. „Leikmenn hækka um milljón evra við hvert orð og um tíu milljónir evra við hver tíu orð. Við ættum því að sleppa því að tala um leikmenn. Félagið er ánægt með leikmannahópinn sem var á síðasta tímabili og ég er það einnig. Við þurfum ekki að gera miklar eða stórar breytingar. Við þurfum bara þrjá til fjóra leikmenn svo að ég sem þjálfari geti aðlagað liðið að minni hugmyndafræði," sagði Jose Mourinho. „Þetta er alltaf sama sagan. Það er auðvelt að tengja mig eða félagið við fyrrverandi leikmenn mína. Það vita allir um sterk sambönd sem ég átti við leikmenn eins og Maicon, Lampard eða Ashley Cole. Þar sem að ég næ alltaf traustum tengslum við mína leikmenn er auðvelt fyrir alla að orða þá við mitt lið," sagði Mourinho. Jose Mourinho er líka lunkinn við að vekja athygli á sínum afrekum á skemmtilegan hátt. Svo var einnig á þessum blaðamannafundi. „Þegar ég og forsetinn gengum framhjá síðasta Evrópubikar félgasins í bikarherberginu þá sagði forsetinn að hann saknaði hans," sagði Jose Mourinho og bætti við: „Ég sagði: Ég vann hann fyrir aðeins tíu dögum og ég sakna hans líka," sagði Mourinho. „Ég er ekki tilbúinn að lofa því að við vinnum Meistaradeildina. Ég get hinsvegar lofað því að við verðum ekki hræddir við neinn. Hin liðin verða hrædd við að mæta okkur og þau sem dragast gegn okkur verða þau óheppnu í drættinum," sagði Jose Mourinho.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira